Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 25. september 2025 11:15 Ólögleg veðmálastarfsemi hefur farið vaxandi í íslensku samfélagi og án nokkurs vafa með afdrifaríkum afleiðingum fyrir marga og samfélagið í heild. Lítið hefur verið aðhafst og umræðan oft á tíðum mótsagnakennd. Íþróttahreyfingin, Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg, hafa þannig opinberlega gagnrýnt ólöglega veðmálastarfsemi en hafa sjálf verið leiðandi í rekstri fjárhættuspila á Íslandi. Þessir aðilar hafa stuðlað að útbreiðslu spilakassa og annarra fjárhættuspila sem eru sérstaklega hönnuð til að hafa fé af fólki. Horft hefur verið fram hjá vanda þess fólks sem haldið er spilafíkn og sækir í þessa kassa. Sagt er að starfsfólk sérleyfishafa hafi jafnvel sótt fjárhættuspilaráðstefnur í Las Vegas til að kynna sér nýjustu tæki og leiðir til að draga fólk að kössunum. Ég hef heyrt að Íslandsspil, sem eru í eigu Rauða krossins og Landsbjargar, hafi fengið viðkvæma hópa fólks með spilafíkn í eins konar tilraunasal til að rannsaka hvaða spilakassar og leikir eru líklegastir til að tryggja sem mestar tekjur. Það er athyglivert að mestu áhyggjur innlendra sérleyfishafa og stofnana, eins og Háskóli Íslands, snúast um innkomu erlendra aðila á spilamarkaðinn sem ekki hafa fengið leyfi íslenskra stjórnvalda til starfseminnar. Þessir aðilar vilja sem sagt verja sína stöðu gangvart íslenskum spilafíklum en hafa litlar sem engar áhyggjur af afleiðingum starfseminnar. Þetta er gríðarlega arðbær starfsemi og ekki skal dregið í efa að innlendir rekstraraðilar hennar þurfa á fjármunum að halda. En þetta er ákaflega skaðleg starfsemi og það ber fyrst og fremst að hafa í huga varðandi allar leyfisveitingar. Hvernig má það vera að sára sjaldan er talað um fólkið sem fjármagnar þennan gróða? Hvers vegna vilja stofnanir eins og Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg opna fjárhættuspil á netinu, þrátt fyrir að skaðsemi þeirra sé vel skjalfest og vel þekkt? Hagsmunir þessara aðila virðast settir ofar samfélagslegri ábyrgð. Eða er gróðahyggjan ein og sér göfug? Rannsóknir samhljóða Rannsóknir meðal ungmenna á aldrinum 16–18 ára árið 2004 sýndu að fjárhættuspil eru gríðarlega útbreidd: Um 97 prósent ungmenna höfðu spilað peningaspil á síðustu 12 mánuðum, 79 prósent einu sinni eða oftar á sama tímabili og 10 prósent spiluðu vikulega eða oftar. Áætlað er að um 2,7 prósent ungmenna glími við verulegan spilavanda. Mín eigin rannsókn sem ég gerði í samstarfi við prófessor Daníel Þór Ólason o.fl. leiddi í ljós að 16 prósent nemenda höfðu veðjað á netinu. Niðurstöður sýndu vaxandi áhættu tengda fjárhættuspilum og veðmálum á netinu. Þetta voru niðurstöðurnar árin 2004 en 2005 síðan þá hefur aðgengi og algengi fjárhættuspila margfaldast. Það skiptir spilafíkilinn engu máli hvort veðmálin eða fjárhættuspilin eru á vegum innlendra eða erlendra aðila. Hvort starfsemin er lögleg eða ólögleg. Það er aðgangurinn sem skiptir öllu máli. Eignarhald og lögmæti spilastarfseminni ræður því ekki hvort fólk verður háð fjárhættuspilum. Tómatur er alltaf tómatur hvort sem hann er innlendur eða erlendur – löglegur eða ólöglegur. Ólögleg veðmálastarfsemi krefst skýrra viðbragða og aðgerða. Það er nauðsynlegt að stöðva auglýsingar um fjárhættuspil og veðmál, greiðslumiðlun og starfsemi erlendra ólöglegra fyrirtækja sem beina starfsemi sinni að íslenskum notendum. Sérstaklega þarf að vernda börn og ungmenni fyrir þessum freistingum. Það er líka nauðsynlegt að varpa ljósi á hvers vegna íslensk fjármálafyrirtæki, jafnvel banki í ríkiseigu, eru milliliðir í greiðslum til ólöglegra fyrirtækja. Hvers vegna lögregla og eftirlit virðist ekki grípa inn í þessa starfsemi með fullnægjandi hætti. Horfumst í augu við staðreyndir Spilakassar og fjárhættuspil eru sama tóbakið. Skaðsemin er mikil. Flokkur fólksins vill að tekið verði á þessum málum. Í tíð minni sem borgarfulltrúi ræddi ég þessi mál ítrekað í borgarstjórn. Í mars 2021 lagði ég fram tillögu í borgarráði um „Að ráðist verði í endurskoðun á reglum og samþykktum borgarinnar um spilakassa í Reykjavík með það að markmiði að koma í veg fyrir skaðlegar afleiðingar slíks reksturs.“ Tillagan var felld. Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa dregið fram reynslusögur spilafíkla og aðstandenda þeirra sem sýna svart á hvítu hve miklum skaða spilafíkn veldur einstaklingum, fjölskyldum og samfélaginu. Samtökin berjast fyrir því að spilasölum og spilakössum verði lokað. Fram hefur komið að einhverjir áskilji sér jafnvel rétt til að leita réttar síns gagnvart Happdrætti Háskólans, Háspennu ehf. og íslenska ríkinu og krefjist skaðabóta eða viðurkenningar á skaðabótaskyldu vegna tjóns sem rekstur spilakassa hefur valdið einstaklingum og fjölskyldum. Þetta eitt segir okkur hversu alvarleg þessi mál eru. Höfundur er sálfræðingur og þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Ólögleg veðmálastarfsemi hefur farið vaxandi í íslensku samfélagi og án nokkurs vafa með afdrifaríkum afleiðingum fyrir marga og samfélagið í heild. Lítið hefur verið aðhafst og umræðan oft á tíðum mótsagnakennd. Íþróttahreyfingin, Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg, hafa þannig opinberlega gagnrýnt ólöglega veðmálastarfsemi en hafa sjálf verið leiðandi í rekstri fjárhættuspila á Íslandi. Þessir aðilar hafa stuðlað að útbreiðslu spilakassa og annarra fjárhættuspila sem eru sérstaklega hönnuð til að hafa fé af fólki. Horft hefur verið fram hjá vanda þess fólks sem haldið er spilafíkn og sækir í þessa kassa. Sagt er að starfsfólk sérleyfishafa hafi jafnvel sótt fjárhættuspilaráðstefnur í Las Vegas til að kynna sér nýjustu tæki og leiðir til að draga fólk að kössunum. Ég hef heyrt að Íslandsspil, sem eru í eigu Rauða krossins og Landsbjargar, hafi fengið viðkvæma hópa fólks með spilafíkn í eins konar tilraunasal til að rannsaka hvaða spilakassar og leikir eru líklegastir til að tryggja sem mestar tekjur. Það er athyglivert að mestu áhyggjur innlendra sérleyfishafa og stofnana, eins og Háskóli Íslands, snúast um innkomu erlendra aðila á spilamarkaðinn sem ekki hafa fengið leyfi íslenskra stjórnvalda til starfseminnar. Þessir aðilar vilja sem sagt verja sína stöðu gangvart íslenskum spilafíklum en hafa litlar sem engar áhyggjur af afleiðingum starfseminnar. Þetta er gríðarlega arðbær starfsemi og ekki skal dregið í efa að innlendir rekstraraðilar hennar þurfa á fjármunum að halda. En þetta er ákaflega skaðleg starfsemi og það ber fyrst og fremst að hafa í huga varðandi allar leyfisveitingar. Hvernig má það vera að sára sjaldan er talað um fólkið sem fjármagnar þennan gróða? Hvers vegna vilja stofnanir eins og Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg opna fjárhættuspil á netinu, þrátt fyrir að skaðsemi þeirra sé vel skjalfest og vel þekkt? Hagsmunir þessara aðila virðast settir ofar samfélagslegri ábyrgð. Eða er gróðahyggjan ein og sér göfug? Rannsóknir samhljóða Rannsóknir meðal ungmenna á aldrinum 16–18 ára árið 2004 sýndu að fjárhættuspil eru gríðarlega útbreidd: Um 97 prósent ungmenna höfðu spilað peningaspil á síðustu 12 mánuðum, 79 prósent einu sinni eða oftar á sama tímabili og 10 prósent spiluðu vikulega eða oftar. Áætlað er að um 2,7 prósent ungmenna glími við verulegan spilavanda. Mín eigin rannsókn sem ég gerði í samstarfi við prófessor Daníel Þór Ólason o.fl. leiddi í ljós að 16 prósent nemenda höfðu veðjað á netinu. Niðurstöður sýndu vaxandi áhættu tengda fjárhættuspilum og veðmálum á netinu. Þetta voru niðurstöðurnar árin 2004 en 2005 síðan þá hefur aðgengi og algengi fjárhættuspila margfaldast. Það skiptir spilafíkilinn engu máli hvort veðmálin eða fjárhættuspilin eru á vegum innlendra eða erlendra aðila. Hvort starfsemin er lögleg eða ólögleg. Það er aðgangurinn sem skiptir öllu máli. Eignarhald og lögmæti spilastarfseminni ræður því ekki hvort fólk verður háð fjárhættuspilum. Tómatur er alltaf tómatur hvort sem hann er innlendur eða erlendur – löglegur eða ólöglegur. Ólögleg veðmálastarfsemi krefst skýrra viðbragða og aðgerða. Það er nauðsynlegt að stöðva auglýsingar um fjárhættuspil og veðmál, greiðslumiðlun og starfsemi erlendra ólöglegra fyrirtækja sem beina starfsemi sinni að íslenskum notendum. Sérstaklega þarf að vernda börn og ungmenni fyrir þessum freistingum. Það er líka nauðsynlegt að varpa ljósi á hvers vegna íslensk fjármálafyrirtæki, jafnvel banki í ríkiseigu, eru milliliðir í greiðslum til ólöglegra fyrirtækja. Hvers vegna lögregla og eftirlit virðist ekki grípa inn í þessa starfsemi með fullnægjandi hætti. Horfumst í augu við staðreyndir Spilakassar og fjárhættuspil eru sama tóbakið. Skaðsemin er mikil. Flokkur fólksins vill að tekið verði á þessum málum. Í tíð minni sem borgarfulltrúi ræddi ég þessi mál ítrekað í borgarstjórn. Í mars 2021 lagði ég fram tillögu í borgarráði um „Að ráðist verði í endurskoðun á reglum og samþykktum borgarinnar um spilakassa í Reykjavík með það að markmiði að koma í veg fyrir skaðlegar afleiðingar slíks reksturs.“ Tillagan var felld. Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa dregið fram reynslusögur spilafíkla og aðstandenda þeirra sem sýna svart á hvítu hve miklum skaða spilafíkn veldur einstaklingum, fjölskyldum og samfélaginu. Samtökin berjast fyrir því að spilasölum og spilakössum verði lokað. Fram hefur komið að einhverjir áskilji sér jafnvel rétt til að leita réttar síns gagnvart Happdrætti Háskólans, Háspennu ehf. og íslenska ríkinu og krefjist skaðabóta eða viðurkenningar á skaðabótaskyldu vegna tjóns sem rekstur spilakassa hefur valdið einstaklingum og fjölskyldum. Þetta eitt segir okkur hversu alvarleg þessi mál eru. Höfundur er sálfræðingur og þingmaður Flokks fólksins.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun