Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar 25. september 2025 10:33 Rekstur og fjárhagur Hafnarfjarðarbæjar er traustur, og hefur verið það síðustu ár eftir óráðsíutímabil vinstrimanna á árunum fyrir og eftir hrun. Allar helstu kennitölur hafa færst mjög til betri vegar síðan að Sjálfstæðisflokkurinn komst að nýju í meirihluta árið 2014. Núna á mesta uppbyggingarskeiði í sögu bæjarins hefur tekist að halda góðu jafnvægi í rekstrinum og miklar innviðaframkvæmdir hafa að mestu verið fjármagnaðar með eigin fé frá rekstri og lóðasölu. Hraður vöxtur Íbúum sveitarfélagsins mun fjölga um 15% á kjörtímabilinu eða sem nemur íbúafjölda Vestmannaeyja. Það kallar auðvitað á mikla uppbyggingu skóla, leikskóla, gatnakerfis og annarra grunninnviða. En auk þess höfum við fjárfest í íþróttamannvirkjum af áður óþekktum krafti. Með þessum fjárfestingum hefur Hafnarfjörður skipað sér í fremstu röð varðandi þjónustu og lífsgæði íbúa, en á sama tíma höfum við gætt aðhalds í rekstri og hófs í sköttum og gjöldum. Framtíðin er björt Hin mikla innviðauppbygging hefur lagt grunninn að áframhaldandi kraftmiklum vexti bæjarfélagsins. Mikil áform um uppbyggingu á þéttingarreitum liggja fyrir og þó að slík verkefni séu tímafrek þá eru þau mjög hagfelld fyrir íbúa og rekstur sveitarfélagsins. Þúsundir íbúða munu rísa á þeim á næstu árum og áratugum. Bærinn á enn talsvert af óbyggðu landi og nokkur hluti þess er innan skilgreindra vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins. Þar munum við leggja áherslu á að tryggja fjölbreytt framboð húsnæðis sem mætir þörfum núverandi og verðandi Hafnfirðinga. Uppbygging atvinnusvæða Tugum atvinnulóða hefur verið úthlutað síðustu ár og þar hafa risið byggingar sem hýsa bæði rótgróin hafnfirsk fyrirtæki og einnig ný fyrirtæki sem hafa séð hag sýnum best borgið með því að hafa starfsemi í Hafnarfirði. Við munum áfram tryggja framboð á atvinnulóðum og á næstu mánuðum munu tugir lóða verða tilbúnar til úthlutunar í Hellnahrauni 4. Í Krýsuvík eru síðan að verða til mikil tækifæri sem spennandi verður að fylgja eftir. Það er best að búa í Hafnarfirði Takmark okkar Sjálfstæðismanna er að það sé best að búa í Hafnarfirði. Því náum við með hagkvæmri og góðri þjónustu við íbúa á öllum aldri. Öflugu atvinnulífi, íþrótta- og menningarlífi í fremstu röð og góðu framboði af atvinnu- og íbúðarhúsnæði ásamt því að bæta samgöngur innan bæjarins og að honum og frá. Ég er stoltur af verkum okkar Sjálfstæðismanna hingað til og hlakka til komandi verkefna sem unnin verða í þágu okkar allra. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Rekstur og fjárhagur Hafnarfjarðarbæjar er traustur, og hefur verið það síðustu ár eftir óráðsíutímabil vinstrimanna á árunum fyrir og eftir hrun. Allar helstu kennitölur hafa færst mjög til betri vegar síðan að Sjálfstæðisflokkurinn komst að nýju í meirihluta árið 2014. Núna á mesta uppbyggingarskeiði í sögu bæjarins hefur tekist að halda góðu jafnvægi í rekstrinum og miklar innviðaframkvæmdir hafa að mestu verið fjármagnaðar með eigin fé frá rekstri og lóðasölu. Hraður vöxtur Íbúum sveitarfélagsins mun fjölga um 15% á kjörtímabilinu eða sem nemur íbúafjölda Vestmannaeyja. Það kallar auðvitað á mikla uppbyggingu skóla, leikskóla, gatnakerfis og annarra grunninnviða. En auk þess höfum við fjárfest í íþróttamannvirkjum af áður óþekktum krafti. Með þessum fjárfestingum hefur Hafnarfjörður skipað sér í fremstu röð varðandi þjónustu og lífsgæði íbúa, en á sama tíma höfum við gætt aðhalds í rekstri og hófs í sköttum og gjöldum. Framtíðin er björt Hin mikla innviðauppbygging hefur lagt grunninn að áframhaldandi kraftmiklum vexti bæjarfélagsins. Mikil áform um uppbyggingu á þéttingarreitum liggja fyrir og þó að slík verkefni séu tímafrek þá eru þau mjög hagfelld fyrir íbúa og rekstur sveitarfélagsins. Þúsundir íbúða munu rísa á þeim á næstu árum og áratugum. Bærinn á enn talsvert af óbyggðu landi og nokkur hluti þess er innan skilgreindra vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins. Þar munum við leggja áherslu á að tryggja fjölbreytt framboð húsnæðis sem mætir þörfum núverandi og verðandi Hafnfirðinga. Uppbygging atvinnusvæða Tugum atvinnulóða hefur verið úthlutað síðustu ár og þar hafa risið byggingar sem hýsa bæði rótgróin hafnfirsk fyrirtæki og einnig ný fyrirtæki sem hafa séð hag sýnum best borgið með því að hafa starfsemi í Hafnarfirði. Við munum áfram tryggja framboð á atvinnulóðum og á næstu mánuðum munu tugir lóða verða tilbúnar til úthlutunar í Hellnahrauni 4. Í Krýsuvík eru síðan að verða til mikil tækifæri sem spennandi verður að fylgja eftir. Það er best að búa í Hafnarfirði Takmark okkar Sjálfstæðismanna er að það sé best að búa í Hafnarfirði. Því náum við með hagkvæmri og góðri þjónustu við íbúa á öllum aldri. Öflugu atvinnulífi, íþrótta- og menningarlífi í fremstu röð og góðu framboði af atvinnu- og íbúðarhúsnæði ásamt því að bæta samgöngur innan bæjarins og að honum og frá. Ég er stoltur af verkum okkar Sjálfstæðismanna hingað til og hlakka til komandi verkefna sem unnin verða í þágu okkar allra. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar