Borgin leggur bílstjórum línurnar Árni Sæberg skrifar 24. september 2025 16:55 Frá gildistöku ákvæðisins verður ráð að vanda sig þegar bílnum er lagt. Ökumenn þessara bíla virðast hafa staðið sig með prýði og tengjast fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu um sérákvæði um umferð, þess efnis að þar sem bifreiðastæði eru afmörkuð með yfirborðsmerkingum eða frábrugðnu yfirborði, skuli ökutækjum lagt innan afmörkunar. Með því er Bílastæðasjóði veitt heimild til að sekta þá sem leggja utan merktra stæða. Í greinargerð með tillögunni, sem rituð er af deildarstjóra samgangna hjá Reykjavíkurborg, segir að í reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra segi að bifreiðastæði séu merkt með hvítum eða bláum 100 millimetra óbrotnum línum, brotnum línum eða afmörkuð með frábrugðnu yfirborði. Þegar ökutæki er lagt á merkt stæði skuli það allt vera innan línanna eða afmarkaðs svæðis. Í umferðarlögum sé hins vegar hvorki að finna skilgreiningu á hugtakinu bifreiðastæði né ákvæði um merkingar slíkra stæða eða skyldu ökumanns til að leggja innan afmarkaðs stæðis. Heimilt að sekta „Af þeim sökum hefur Bílastæðasjóður ekki lögvarða heimild til að leggja á stöðubrotsgjald í þeim tilvikum þegar ökutæki er lagt utan afmarkaðra stæða. Með framlagðri tillögu er því stefnt að því að veita Bílastæðasjóði skýra og ótvíræða heimild til að leggja gjald á ökutæki sem lagt hefur verið utan yfirborðsmerktra eða afmarkaðra stæða,“ segir í greinargerðinni. Bifreiðastæði í Reykjavík séu almennt merkt með yfirborðsmerkingum, eða öðrum hætti afmörkuð, á milli gatnamóta. Því sé með tillögunni lagt til að bifreiðastæði sem verði merkt á götukafla milli gatnamóta, verði afmörkuð með yfirborðsmerkingum eða frábrugðnu yfirborði. Undanskilin þessari skilgreiningu séu einstaka afmörkuð stæði, svo sem stæði fyrir hreyfihamlaða. Hafi neikvæð áhrif á akstur viðbragðsaðila Víða í borginni hafi myndast hefð fyrir því að leggja bifreiðum þvert á yfirborðsmerkingar og afmörkuð stæði, með öðrum orðum utan þeirra svæða sem sérstaklega hafa verið ætluð og afmörkuð sem bifreiðastæði. Slík lagning geti skapað hættu, bæði fyrir önnur ökutæki sem og fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Því sé talið nauðsynlegt að leggja fram tillöguna. Þá segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar að slík lagning hafi akstur viðbragðsaðila, það er slökkviliðs- og sjúkraflutninga, og geti gert sorphirðufólki erfitt að sinna störfum sínum. Þar segir einnig að sératkvæðið taki gildi þegar auglýsing um það hafi verið birt í B-deild Stjórnartíðinda, sem sé eftir um mánuð, og muni gilda á borgarlandi í allri borginni. Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn á móti Í fundargerð fundar Umhverfis- og skipulagsráðs í dag segir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi óskað eftir að málinu yrði frestað. Frestunartillaga hafi verið með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Tillagan hafi verið samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi greitt atkvæði gegn tillögunni. Bílastæði Reykjavík Borgarstjórn Bílar Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Í greinargerð með tillögunni, sem rituð er af deildarstjóra samgangna hjá Reykjavíkurborg, segir að í reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra segi að bifreiðastæði séu merkt með hvítum eða bláum 100 millimetra óbrotnum línum, brotnum línum eða afmörkuð með frábrugðnu yfirborði. Þegar ökutæki er lagt á merkt stæði skuli það allt vera innan línanna eða afmarkaðs svæðis. Í umferðarlögum sé hins vegar hvorki að finna skilgreiningu á hugtakinu bifreiðastæði né ákvæði um merkingar slíkra stæða eða skyldu ökumanns til að leggja innan afmarkaðs stæðis. Heimilt að sekta „Af þeim sökum hefur Bílastæðasjóður ekki lögvarða heimild til að leggja á stöðubrotsgjald í þeim tilvikum þegar ökutæki er lagt utan afmarkaðra stæða. Með framlagðri tillögu er því stefnt að því að veita Bílastæðasjóði skýra og ótvíræða heimild til að leggja gjald á ökutæki sem lagt hefur verið utan yfirborðsmerktra eða afmarkaðra stæða,“ segir í greinargerðinni. Bifreiðastæði í Reykjavík séu almennt merkt með yfirborðsmerkingum, eða öðrum hætti afmörkuð, á milli gatnamóta. Því sé með tillögunni lagt til að bifreiðastæði sem verði merkt á götukafla milli gatnamóta, verði afmörkuð með yfirborðsmerkingum eða frábrugðnu yfirborði. Undanskilin þessari skilgreiningu séu einstaka afmörkuð stæði, svo sem stæði fyrir hreyfihamlaða. Hafi neikvæð áhrif á akstur viðbragðsaðila Víða í borginni hafi myndast hefð fyrir því að leggja bifreiðum þvert á yfirborðsmerkingar og afmörkuð stæði, með öðrum orðum utan þeirra svæða sem sérstaklega hafa verið ætluð og afmörkuð sem bifreiðastæði. Slík lagning geti skapað hættu, bæði fyrir önnur ökutæki sem og fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Því sé talið nauðsynlegt að leggja fram tillöguna. Þá segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar að slík lagning hafi akstur viðbragðsaðila, það er slökkviliðs- og sjúkraflutninga, og geti gert sorphirðufólki erfitt að sinna störfum sínum. Þar segir einnig að sératkvæðið taki gildi þegar auglýsing um það hafi verið birt í B-deild Stjórnartíðinda, sem sé eftir um mánuð, og muni gilda á borgarlandi í allri borginni. Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn á móti Í fundargerð fundar Umhverfis- og skipulagsráðs í dag segir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi óskað eftir að málinu yrði frestað. Frestunartillaga hafi verið með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Tillagan hafi verið samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi greitt atkvæði gegn tillögunni.
Bílastæði Reykjavík Borgarstjórn Bílar Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira