Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar 24. september 2025 13:30 Sérfræðingar okkar á Rannsóknasetri - Krabbameinsskrá hjá Krabbameinsfélaginu gáfu nýverið út spá um fjölgun krabbameinstilvika og lifenda til ársins 2045. Áskoranirnar framundan eru stórar, spáð er 63% fjölgun nýrra tilvika en góðu fréttirnar eru að spáð er 96% fjölgun lifenda. Fyrir heilbrigðisþjónustuna þýðir þetta að í stað þess að takast á við rúm 2.000 krabbameinstilvik í dag mun heilbrigðisþjónustan fá um 3.500 ný tilvik í fangið árið 2045. Góðu fréttirnar eru að framfarir eru miklar og lifendum mun fjölga mjög mikið. Hluti lifenda, sem í dag telur 19.400 manns en verður um 38.000 árið 2045, mun þurfa ævilanga meðferð og enn aðrir glíma við langvinnar aukaverkanir. Flestir verða hins vegar vonandi læknaðir og frískir. Þessi aukning er ekki nýtilkomin. Hún er búin að vera mikil undanfarin ár og sú aukning hefur þegar sett mark sitt á kerfið sem ræður ekki að fullu við verkefnið í dag. Það er því eins gott að bretta upp ermar og undirbúa viðbrögð. Við búum einstaklega vel varðandi gögn um krabbamein og getum séð fyrir hvað er í vændum. Við hjá Krabbameinsfélaginu hvetjum til þess að tekið sé mark á gögnunum, þau nýtt og kraftur settur í undirbúning. Gleymum ekki að bakvið allar tölurnar er fólk sem við viljum vera viss um að bjóðist áfram besta þjónusta. Krabbameinsrannsóknir kunna að virka fjarlægar öðrum en þeim sem stunda þær en þær drífa áfram stöðugar framfarir í greiningu og meðferð krabbameina. Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins var stofnaður árið 2015 til að styrkja krabbameinsrannsóknir hér á landi. Frá árinu 2017 hefur fyrir dyggan stuðning almennings verið mögulegt að veita 106 styrki úr sjóðnum, 656 milljónir til 63 rannsókna. Allt það fé kemur beint frá almenningi og fyrirtækjum í landinu, ýmist sem erfðagjafir eða hluti af reglubundinni fjáröflun Krabbameinsfélagsins. Það má því með sanni segja að fólkið í landinu sé megin hreyfiaflið í krabbameinsrannsóknum hér á landi. Krabbameinsrannsóknir standa okkur því miklu nær en við héldum. Í dag er alþjóðadagur krabbameinsrannsókna. Í tilefni af honum stöndum við hjá Krabbameinsfélaginu fyrir málþingi á morgun þar sem við fjöllum um stöðu krabbameinsrannsókna á Íslandi, veltum upp spurningunni hvort þær séu bráðnauðsynlegar eða óþarfar. Fáum góða innsýn í stöðu krabbameinsrannsókna hér á landi en líka upplýsingar um alþjóðlega vottun íslenskrar krabbameinsmiðstöðvar sem unnið er að hörðum höndum af metnaðarfullu starfsfólki Landspítala. Og það eru tengsl á milli rannsóknarstarfs og vottunar. Hér eru frekari upplýsingar um málþingið. Höfundar er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Krabbamein Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Sérfræðingar okkar á Rannsóknasetri - Krabbameinsskrá hjá Krabbameinsfélaginu gáfu nýverið út spá um fjölgun krabbameinstilvika og lifenda til ársins 2045. Áskoranirnar framundan eru stórar, spáð er 63% fjölgun nýrra tilvika en góðu fréttirnar eru að spáð er 96% fjölgun lifenda. Fyrir heilbrigðisþjónustuna þýðir þetta að í stað þess að takast á við rúm 2.000 krabbameinstilvik í dag mun heilbrigðisþjónustan fá um 3.500 ný tilvik í fangið árið 2045. Góðu fréttirnar eru að framfarir eru miklar og lifendum mun fjölga mjög mikið. Hluti lifenda, sem í dag telur 19.400 manns en verður um 38.000 árið 2045, mun þurfa ævilanga meðferð og enn aðrir glíma við langvinnar aukaverkanir. Flestir verða hins vegar vonandi læknaðir og frískir. Þessi aukning er ekki nýtilkomin. Hún er búin að vera mikil undanfarin ár og sú aukning hefur þegar sett mark sitt á kerfið sem ræður ekki að fullu við verkefnið í dag. Það er því eins gott að bretta upp ermar og undirbúa viðbrögð. Við búum einstaklega vel varðandi gögn um krabbamein og getum séð fyrir hvað er í vændum. Við hjá Krabbameinsfélaginu hvetjum til þess að tekið sé mark á gögnunum, þau nýtt og kraftur settur í undirbúning. Gleymum ekki að bakvið allar tölurnar er fólk sem við viljum vera viss um að bjóðist áfram besta þjónusta. Krabbameinsrannsóknir kunna að virka fjarlægar öðrum en þeim sem stunda þær en þær drífa áfram stöðugar framfarir í greiningu og meðferð krabbameina. Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins var stofnaður árið 2015 til að styrkja krabbameinsrannsóknir hér á landi. Frá árinu 2017 hefur fyrir dyggan stuðning almennings verið mögulegt að veita 106 styrki úr sjóðnum, 656 milljónir til 63 rannsókna. Allt það fé kemur beint frá almenningi og fyrirtækjum í landinu, ýmist sem erfðagjafir eða hluti af reglubundinni fjáröflun Krabbameinsfélagsins. Það má því með sanni segja að fólkið í landinu sé megin hreyfiaflið í krabbameinsrannsóknum hér á landi. Krabbameinsrannsóknir standa okkur því miklu nær en við héldum. Í dag er alþjóðadagur krabbameinsrannsókna. Í tilefni af honum stöndum við hjá Krabbameinsfélaginu fyrir málþingi á morgun þar sem við fjöllum um stöðu krabbameinsrannsókna á Íslandi, veltum upp spurningunni hvort þær séu bráðnauðsynlegar eða óþarfar. Fáum góða innsýn í stöðu krabbameinsrannsókna hér á landi en líka upplýsingar um alþjóðlega vottun íslenskrar krabbameinsmiðstöðvar sem unnið er að hörðum höndum af metnaðarfullu starfsfólki Landspítala. Og það eru tengsl á milli rannsóknarstarfs og vottunar. Hér eru frekari upplýsingar um málþingið. Höfundar er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar