Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar 24. september 2025 09:03 Mál Davíðs sýnir enn og aftur hversu brýnt er að íþróttahreyfingin á Íslandi taki fagleg skref inn í framtíðina. Þegar dómara er meinað að dæma í starfi sínu vegna samskiptavanda án þess að skýr rök og ferli liggi fyrir, þá er augljóst að kerfið bregst. Samkvæmt lögum Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) ber stjórn og dómaranefnd að tryggja jafnræði, sanngirni og gegnsæi í meðferð mála. Sama gildir samkvæmt reglum Alþjóðakörfuknattleikssambandsins (FIBA), þar sem kveðið er á um að dómarar eigi rétt á virðingu, faglegri umfjöllun og skýru ferli ef upp koma ágreiningsmál. Ef íþróttalögfræðingar hefðu verið við störf innan KKÍ hefði málið getað farið allt öðruvísi. Lögfræðingar með sérþekkingu á íþróttarétti þekkja innlend lög, samþykktir KKÍ og alþjóðlegar reglur FIBA. Þeir hefðu tryggt að ákvörðun um að meina dómara störfum væri tekin á grundvelli skriflegra reglna, með tilvísun í viðeigandi greinar, með rökstuðningi og að viðkomandi ætti kost á að tjá sig áður en endanleg ákvörðun væri tekin. Þeir hefðu jafnframt bent á kæruleiðir, hvort sem er innanlands eða til FIBA (BAT), og gætt þess að bæði sambandið og viðkomandi dómari hefðu notið sanngjarns málsmeðferðar. Þetta samræmist einnig meginreglum alþjóðlegs íþróttaréttar um due process og natural justice, sem CAS (Court of Arbitration for Sport) hefur ítrekað staðfest að sambönd og félög þurfa að virða. Án fagaðila skapast hætta á því að ákvarðanir byggist á huglægu mati eða persónulegum samskiptum, sem grefur undan trausti, veldur vantrausti meðal dómara og skaðar ímynd sambandsins. Með tilkomu Íþróttalögfræðinga hefði málið verið leyst á faglegum grunni: með sáttamiðlun, formlegum rökstuðningi eða með tilvísun til reglna KKÍ og FIBA, í stað þess að dómari sé settur til hliðar án útskýringa. Nú er kominn tími á að íþróttasambönd á Íslandi, þar á meðal KKÍ, en einnig félög, stígi inn í framtíðina og ráði til sín íþróttalögfræðinga eða að minnsta kosti tryggja aðgengi að sérfræðiráðgjöf. Þannig verður hægt að forðast sambærileg mál, styrkja réttindavernd leikmanna, þjálfara og dómara, og tryggja að íslenskur íþróttaiðnaður standist samanburð við það sem best gerist erlendis. Þetta er ekki kostnaður heldur fjárfesting í fagmennsku, trúverðugleika og réttlæti innan íþróttanna. Þetta mál er ekki einsdæmi í íslenskum íþróttum. Höfundur er íþróttalögfræðingur hjá Sports Law Nordic. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KKÍ Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Mál Davíðs sýnir enn og aftur hversu brýnt er að íþróttahreyfingin á Íslandi taki fagleg skref inn í framtíðina. Þegar dómara er meinað að dæma í starfi sínu vegna samskiptavanda án þess að skýr rök og ferli liggi fyrir, þá er augljóst að kerfið bregst. Samkvæmt lögum Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) ber stjórn og dómaranefnd að tryggja jafnræði, sanngirni og gegnsæi í meðferð mála. Sama gildir samkvæmt reglum Alþjóðakörfuknattleikssambandsins (FIBA), þar sem kveðið er á um að dómarar eigi rétt á virðingu, faglegri umfjöllun og skýru ferli ef upp koma ágreiningsmál. Ef íþróttalögfræðingar hefðu verið við störf innan KKÍ hefði málið getað farið allt öðruvísi. Lögfræðingar með sérþekkingu á íþróttarétti þekkja innlend lög, samþykktir KKÍ og alþjóðlegar reglur FIBA. Þeir hefðu tryggt að ákvörðun um að meina dómara störfum væri tekin á grundvelli skriflegra reglna, með tilvísun í viðeigandi greinar, með rökstuðningi og að viðkomandi ætti kost á að tjá sig áður en endanleg ákvörðun væri tekin. Þeir hefðu jafnframt bent á kæruleiðir, hvort sem er innanlands eða til FIBA (BAT), og gætt þess að bæði sambandið og viðkomandi dómari hefðu notið sanngjarns málsmeðferðar. Þetta samræmist einnig meginreglum alþjóðlegs íþróttaréttar um due process og natural justice, sem CAS (Court of Arbitration for Sport) hefur ítrekað staðfest að sambönd og félög þurfa að virða. Án fagaðila skapast hætta á því að ákvarðanir byggist á huglægu mati eða persónulegum samskiptum, sem grefur undan trausti, veldur vantrausti meðal dómara og skaðar ímynd sambandsins. Með tilkomu Íþróttalögfræðinga hefði málið verið leyst á faglegum grunni: með sáttamiðlun, formlegum rökstuðningi eða með tilvísun til reglna KKÍ og FIBA, í stað þess að dómari sé settur til hliðar án útskýringa. Nú er kominn tími á að íþróttasambönd á Íslandi, þar á meðal KKÍ, en einnig félög, stígi inn í framtíðina og ráði til sín íþróttalögfræðinga eða að minnsta kosti tryggja aðgengi að sérfræðiráðgjöf. Þannig verður hægt að forðast sambærileg mál, styrkja réttindavernd leikmanna, þjálfara og dómara, og tryggja að íslenskur íþróttaiðnaður standist samanburð við það sem best gerist erlendis. Þetta er ekki kostnaður heldur fjárfesting í fagmennsku, trúverðugleika og réttlæti innan íþróttanna. Þetta mál er ekki einsdæmi í íslenskum íþróttum. Höfundur er íþróttalögfræðingur hjá Sports Law Nordic.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar