Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Lovísa Arnardóttir skrifar 23. september 2025 23:43 Lögreglan dreifði þessum myndum af Guðmundi við rannsókn málsins. Lögreglan í Svíþjóð Hálfíslenski karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa myrt 63 ára konu í Akalla í Stokkhólmi í Svíþjóð í október heitir Guðmundur Mogensen. Hann breytti nafninu sínu í Johan Svensson fyrir réttarhöldin sem hófust í vikunni. Á vef sænska miðilsins Expressen segir að hann hafi játað morðið og að hann sé miður sín yfir því sem gerðist. Kærasta hans og annar karlmaður eru einnig ákærð í málinu. Samkvæmt umfjöllun sænska ríkisútvarpsins var konan sem var myrt, Kristina, móðir manns sem tengdist undirheimunum í Stokkhólmi og var morðið hefndaraðgerð vegna morðs sem sonur hennar var sakaður um að fremja í Husby í maí 2021. Sonur hennar var að enda sýknaður í málinu. Fram kemur í umfjöllun sænskra miðla að konan hafi verið virk í stjórnmálastarfi fyrir jafnaðarmannaflokk Svíþjóðar, Socialdemokraterna, ásamt því að vera virk í kirkjustarfi í sinni sókn, í Akella í Norðvestur-Stokkhólmi. Í frétt Expressen um málið kemur fram að Guðmundur hafi augljóslega, miðað við ástand hans í dómsal, misnotað vímuefni um langa hríð. Þar segir að hann sé 41 árs gamall, hafi fæðst í Hestra suður af Jönköping og að hann hafi unnið á veitingastöðum í Stokkhólmi og víðar. Í frétt mbl.is fyrr í dag kom fram að samkvæmt heimildum væri hann hálfíslenskur – ætti íslenska móður – og að hann hafi varið einhverjum hluta fullorðinsára sinna á Íslandi. Guðmundur er 41 árs og hálfíslenskur. Lögreglan í Svíþjóð Í fréttinni er það einnig rakið hvernig kom til að hann myrti Kristinu. Þar segir að hann hafi fengið verkefnið í hendurnar frá einhverjum sem tengist glæpasamtökum í Dalen og hann hafi boðist til þess að ljúka verkinu í staðinn fyrir að fá kókaín. Guðmundur hafi tekið upp samtal við manninn, vistað það og krafist 300 þúsund sænskra króna fyrir að skjóta konuna eða alla fjölskyldu hennar. Í samtalinu segir maðurinn að það sé ekki þörf á að skjóta fimm ára barn en það sé í lagi ef það er 12 til 13 ára barn. Eftir það fær Mogensen sex heimilisföng og planið hans hafi verið að skjóta þann fyrsta sem opni hurðina þegar hann kemur þangað. Kristina hafi verið síðust á listanum og þegar hún opnaði hurðina heima hjá sér skaut hann hana um leið. Játaði á Instagram Í fréttinni segir að í kjölfarið hafi kærastan hans hringt í neyðarlínu og gefið upp rangar upplýsingar í tilraun til að afvegaleiða lögregluna. Tveimur vikum síðar hafi Guðmundur farið til Berlínar með kærustunni en svo nokkrum dögum síðar snúið heim og sett þá tilkynningu á Instagram að það hafi verið hann sem myrti konuna í Akalla. Hann hafi svo verið handtekinn sex dögum síðar og kærastan hans líka. Í fréttinni segir að lögregla hafi mikið magn sönnunargagna, upptöku og myndbönd auk erfðasýna sem sanni að Guðmundur sé morðinginn. Þá segir að í gær, þegar réttarhöldin hófust, hafi Guðmundur játað að hafa myrt hana en sagt að honum hafi verið hótað og óskaði eftir því að það yrði tekið til greina við ákvörðun refsingar. Erlend sakamál Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Kærasta hans og annar karlmaður eru einnig ákærð í málinu. Samkvæmt umfjöllun sænska ríkisútvarpsins var konan sem var myrt, Kristina, móðir manns sem tengdist undirheimunum í Stokkhólmi og var morðið hefndaraðgerð vegna morðs sem sonur hennar var sakaður um að fremja í Husby í maí 2021. Sonur hennar var að enda sýknaður í málinu. Fram kemur í umfjöllun sænskra miðla að konan hafi verið virk í stjórnmálastarfi fyrir jafnaðarmannaflokk Svíþjóðar, Socialdemokraterna, ásamt því að vera virk í kirkjustarfi í sinni sókn, í Akella í Norðvestur-Stokkhólmi. Í frétt Expressen um málið kemur fram að Guðmundur hafi augljóslega, miðað við ástand hans í dómsal, misnotað vímuefni um langa hríð. Þar segir að hann sé 41 árs gamall, hafi fæðst í Hestra suður af Jönköping og að hann hafi unnið á veitingastöðum í Stokkhólmi og víðar. Í frétt mbl.is fyrr í dag kom fram að samkvæmt heimildum væri hann hálfíslenskur – ætti íslenska móður – og að hann hafi varið einhverjum hluta fullorðinsára sinna á Íslandi. Guðmundur er 41 árs og hálfíslenskur. Lögreglan í Svíþjóð Í fréttinni er það einnig rakið hvernig kom til að hann myrti Kristinu. Þar segir að hann hafi fengið verkefnið í hendurnar frá einhverjum sem tengist glæpasamtökum í Dalen og hann hafi boðist til þess að ljúka verkinu í staðinn fyrir að fá kókaín. Guðmundur hafi tekið upp samtal við manninn, vistað það og krafist 300 þúsund sænskra króna fyrir að skjóta konuna eða alla fjölskyldu hennar. Í samtalinu segir maðurinn að það sé ekki þörf á að skjóta fimm ára barn en það sé í lagi ef það er 12 til 13 ára barn. Eftir það fær Mogensen sex heimilisföng og planið hans hafi verið að skjóta þann fyrsta sem opni hurðina þegar hann kemur þangað. Kristina hafi verið síðust á listanum og þegar hún opnaði hurðina heima hjá sér skaut hann hana um leið. Játaði á Instagram Í fréttinni segir að í kjölfarið hafi kærastan hans hringt í neyðarlínu og gefið upp rangar upplýsingar í tilraun til að afvegaleiða lögregluna. Tveimur vikum síðar hafi Guðmundur farið til Berlínar með kærustunni en svo nokkrum dögum síðar snúið heim og sett þá tilkynningu á Instagram að það hafi verið hann sem myrti konuna í Akalla. Hann hafi svo verið handtekinn sex dögum síðar og kærastan hans líka. Í fréttinni segir að lögregla hafi mikið magn sönnunargagna, upptöku og myndbönd auk erfðasýna sem sanni að Guðmundur sé morðinginn. Þá segir að í gær, þegar réttarhöldin hófust, hafi Guðmundur játað að hafa myrt hana en sagt að honum hafi verið hótað og óskaði eftir því að það yrði tekið til greina við ákvörðun refsingar.
Erlend sakamál Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira