Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2025 13:52 Málmstangirnar hafa verið einhvern vegin svona nema svartar. Getty 35 ára pólskur karlmaður, Wojciech Pawelczyk, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir innflutning á 5,2 lítrum af amfetamínbasa frá Póllandi til Íslands. Efnið var falið í barnakoju, þó að maðurinn væri barnlaus. Tollverðir skoðuðu sendinguna föstudaginn 30. maí eftir að röntgenmynd sýndi óeðlilegt innihald í tveimur pökkum sem skráðir voru sem svört málmkoja. Í hvorum pakka fundust tuttugu málmstangir með slöngum fullum af vökva sem reyndist amfetamínbasi. Lögregla fjarlægði efnin, setti gerviefni í staðinn og útbjó pakkann með eftirfararbúnaði. Viðtakandi sendingarinnar í Reykjavík mætti á póstafgreiðslu í Hafnarfirði ásamt Pawelczyk, en ekki tókst að afhenda pakkann. Þremur dögum síðar var hann þó borinn út, og viðtakandinn, sem lögregla hleraði, hringdi strax í Pawelczyk. Hann spurði hvers vegna Pawelczyk hefði pantað barnakoju án þess að eiga barn, en Pawelczyk svaraði ekki því heldur sagðist sækja pakkann eftir vinnu, sem hann gerði. Hann var handtekinn sama kvöld á heimili sínu. Í yfirheyrslum var Pawelczyk margsaga og dómari taldi hann ótrúverðugan. Hann hafði sótt pakkann tafarlaust, rifið farmseðlana og hent þeim í ruslið. Dómurinn taldi sannað að hann hefði sjálfur staðið að innflutningnum, skráð nafn kunningja sem viðtakanda og vitað af efnunum. Gögn frá Póllandi sýndu að tveir menn á BMW hefðu komið sendingunni á pósthús þar í landi, og að bíllinn væri skráður á mann með tengsl við fíkniefnamál. Samkvæmt dómi hefði mátt framleiða 24,2 kíló af amfetamíni með tíu prósenta styrkleika úr efnunum. Pawelczyk gagnrýndi að lögregla hefði ekki reynt að rekja málið lengra upp keðjuna, en dómurinn sagði ljóst að hann ætti samverkamenn í Póllandi. Engar vísbendingar hefðu þó komið fram um að hann ætlaði að afhenda efnin áfram hér á landi. Pawelczyk var dæmdur í fimm ára fangelsi, að frádregnu gæsluvarðhaldi frá júní. Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Pólland Smygl Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Tollverðir skoðuðu sendinguna föstudaginn 30. maí eftir að röntgenmynd sýndi óeðlilegt innihald í tveimur pökkum sem skráðir voru sem svört málmkoja. Í hvorum pakka fundust tuttugu málmstangir með slöngum fullum af vökva sem reyndist amfetamínbasi. Lögregla fjarlægði efnin, setti gerviefni í staðinn og útbjó pakkann með eftirfararbúnaði. Viðtakandi sendingarinnar í Reykjavík mætti á póstafgreiðslu í Hafnarfirði ásamt Pawelczyk, en ekki tókst að afhenda pakkann. Þremur dögum síðar var hann þó borinn út, og viðtakandinn, sem lögregla hleraði, hringdi strax í Pawelczyk. Hann spurði hvers vegna Pawelczyk hefði pantað barnakoju án þess að eiga barn, en Pawelczyk svaraði ekki því heldur sagðist sækja pakkann eftir vinnu, sem hann gerði. Hann var handtekinn sama kvöld á heimili sínu. Í yfirheyrslum var Pawelczyk margsaga og dómari taldi hann ótrúverðugan. Hann hafði sótt pakkann tafarlaust, rifið farmseðlana og hent þeim í ruslið. Dómurinn taldi sannað að hann hefði sjálfur staðið að innflutningnum, skráð nafn kunningja sem viðtakanda og vitað af efnunum. Gögn frá Póllandi sýndu að tveir menn á BMW hefðu komið sendingunni á pósthús þar í landi, og að bíllinn væri skráður á mann með tengsl við fíkniefnamál. Samkvæmt dómi hefði mátt framleiða 24,2 kíló af amfetamíni með tíu prósenta styrkleika úr efnunum. Pawelczyk gagnrýndi að lögregla hefði ekki reynt að rekja málið lengra upp keðjuna, en dómurinn sagði ljóst að hann ætti samverkamenn í Póllandi. Engar vísbendingar hefðu þó komið fram um að hann ætlaði að afhenda efnin áfram hér á landi. Pawelczyk var dæmdur í fimm ára fangelsi, að frádregnu gæsluvarðhaldi frá júní.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Pólland Smygl Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira