Innlent

Bein út­sending: Gervi­greind og vísinda­miðlun

Atli Ísleifsson skrifar
Málþingið fer fram milli klukkan 15:00 til 16:30.
Málþingið fer fram milli klukkan 15:00 til 16:30. Vísir/Vilhelm

„Gervigreind og vísindamiðlun“ er yfirskrift 25 ára afmælismálþings Vísindavef Háskóla Íslands sem fram fram fer milli klukkan 15 og 16:30 í dag. 

Hægt verður að fylgjast með málþinginu í beinu streymi í spilaranum að neðan .

„Verða háskólar óþarfir með tilkomu gervigreindar? Getur gervigreindin tekið að sér að skrifa svör við spurningum á Vísindavefinn? Er hægt að treysta gervigreind? Hversu góð er gervigreindin í íslensku og hvernig er hægt að mæla það? Hvað eru gríðargögn og hvernig er gervigreind nýtt í fjarkönnun? Hvernig eiga nemendur og kennarar í grunnskólum að takast á við gervigreind? Þarf að kenna fólki gervigreindarlæsi og getur gervigreind nýst í íslensku heilbrigðiskerfi?

Þessum spurningum og mörgum fleiri verður svarað á 25 ára afmælismálþingi Vísindavefs HÍ um gervigreind og vísindamiðlun.

Málþingið fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands miðvikudaginn 24. september kl. 15.00-16.30,“ segir í tilkynningunni. 

iframe src=https://vimeo.com/event/5385656/embed width='640' height='360' frameborder='0' allow='autoplay; fullscreen; picture-in-picture; clipboard-write; encrypted-media; web-share' referrerpolicy='strict-origin-when-cross-origin'>

Dagskrá

  • Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands — setning
  • Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands — Ábyrg notkun gervigreindar: Getur gervigreind skrifað greinar á Vísindavefnum?
  • Iris Edda Nowenstein, lektor í íslenskri málfræði og máltækni við Háskóla Íslands og talmeinafræðingur á Landspítalanum — Gervigreind og máltækni: Virkar þetta á íslensku og af hverju skiptir það máli?
  • Tryggvi Thayer, aðjúnkt í upplýsingatækni, nýsköpun og miðlun við Háskóla Íslands — Þegar spunagreind mætir í skólann: Að takast á við vanda utan ramma
  • Jón Atli Benediktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands — Þróun fjarkönnunar og úrvinnsla fjarkönnunarmynda með gervigreind
  • Sigrún Helga Lund, prófessor í tölfræði við Háskóla Íslands — Verða háskólar óþarfir með tilkomu gervigreindar?
  • Fundarstjóri er Magnús Karl Magnússon, formaður faglegrar ritnefndar Vísindavefsins og prófessor í læknisfræði við Háskóla Íslands.

Efnt er til málþingsins í tilefni af 25 ára afmæli Vísindavefs HÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×