Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 23. september 2025 07:31 „Besta leiðin til að læra tungumál er að fá að nota það.“ Verkefnið, Gefum íslensku séns minnir okkur á mikilvægi þess að tala íslensku við alla, líka þá sem eru nýkomnir til landsins. Margir Íslendingar skipta ósjálfrátt yfir í ensku, jafnvel áður en þeir vita hversu vel viðkomandi skilur eða talar íslensku. Það er vel meint, en getur í raun staðið í vegi fyrir því að fólk læri tungumálið og taki virkan þátt í samfélaginu. Ábyrgð íslenskra málhafa - Við erum öll almennakennarar Við, sem móðurmálsnotendur, berum ábyrgð á að skapa umhverfi þar sem íslenska er sjálfsagður samskiptamáti. Það krefst stundum þolinmæði og æfingar, en ávinningurinn er tvíþættur: nýir íbúar öðlast öryggi og máltaka tungumálsins styrkist. Almannakennari vísar í að það sé á okkar ábyrgð að inngilda nýbúa af erlendu bergi brotið í samfélagið. Þannig verða þau þátttakendur og samfélagslegur ábati vex. Hreimur er heimur Við þurfum líka að þjálfa okkur í að hlusta á ólíka íslensku. Tungumálið verður ríkara með mismunandi blæbrigðum og hreim. Með því að sýna jákvætt viðhorf til fjölbreyttrar íslensku styrkjum við bæði sjálfstraust þeirra sem eru að læra og auðveldum sveigjanleika í samskiptum. Samfélagsleg ábyrgð Að tala íslensku við alla er ekki aðeins menningarlegt val heldur samfélagsleg skuldbinding. Það er á okkar ábyrgð að viðhalda íslenskunni og á meðan íslenskan er opinbert mál hér á landi er það á ábyrgð samfélagsins alls að bjóða hana fram, þannig lærist málið. Rannsóknir sýna að fólk er líklegast til að læra tungumálið ef það fær að nota það í daglegu amstri, úti í búð, í grillveislum og samtali. Með því tryggjum við að íslenska haldi áfram að vera lifandi, notað og aðgengilegt tungumál fyrir alla sem vilja búa hér. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Íslensk tunga Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
„Besta leiðin til að læra tungumál er að fá að nota það.“ Verkefnið, Gefum íslensku séns minnir okkur á mikilvægi þess að tala íslensku við alla, líka þá sem eru nýkomnir til landsins. Margir Íslendingar skipta ósjálfrátt yfir í ensku, jafnvel áður en þeir vita hversu vel viðkomandi skilur eða talar íslensku. Það er vel meint, en getur í raun staðið í vegi fyrir því að fólk læri tungumálið og taki virkan þátt í samfélaginu. Ábyrgð íslenskra málhafa - Við erum öll almennakennarar Við, sem móðurmálsnotendur, berum ábyrgð á að skapa umhverfi þar sem íslenska er sjálfsagður samskiptamáti. Það krefst stundum þolinmæði og æfingar, en ávinningurinn er tvíþættur: nýir íbúar öðlast öryggi og máltaka tungumálsins styrkist. Almannakennari vísar í að það sé á okkar ábyrgð að inngilda nýbúa af erlendu bergi brotið í samfélagið. Þannig verða þau þátttakendur og samfélagslegur ábati vex. Hreimur er heimur Við þurfum líka að þjálfa okkur í að hlusta á ólíka íslensku. Tungumálið verður ríkara með mismunandi blæbrigðum og hreim. Með því að sýna jákvætt viðhorf til fjölbreyttrar íslensku styrkjum við bæði sjálfstraust þeirra sem eru að læra og auðveldum sveigjanleika í samskiptum. Samfélagsleg ábyrgð Að tala íslensku við alla er ekki aðeins menningarlegt val heldur samfélagsleg skuldbinding. Það er á okkar ábyrgð að viðhalda íslenskunni og á meðan íslenskan er opinbert mál hér á landi er það á ábyrgð samfélagsins alls að bjóða hana fram, þannig lærist málið. Rannsóknir sýna að fólk er líklegast til að læra tungumálið ef það fær að nota það í daglegu amstri, úti í búð, í grillveislum og samtali. Með því tryggjum við að íslenska haldi áfram að vera lifandi, notað og aðgengilegt tungumál fyrir alla sem vilja búa hér. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns á Ísafirði.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar