Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. september 2025 23:02 Ásgeir segir lögregluna alltaf taka vel í hugmyndir um hvernig mega bæta starf hennar. Hann hafi mestar áhyggjur af mönnun. Vísir/Vilhelm Aðstoðarlögreglustjóra hugnast ekki hugmyndir borgarfulltrúa um hverfislögreglustöð í Breiðholti. Fjöldi lögreglustöðva á höfuðborgarsvæðinu sé með því mesta sem gerist á Norðurlöndum, mikilvægara sé að fjölga lögreglumönnum. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu á borgarstjórnarfundi um að hverfislögreglustöð í Breiðholti í Mjódd yrði opnuð á ný en samþykkt var að fresta afgreiðslu málsins í borgarstjórn. Stöðinni var lokað árið 2009 vegna skipulagsbreytinga en Kjartan segir íbúa í efra Breiðholti reglulega kvarta yfir viðbragðstíma lögreglu. Bráðavandinn snúi að mönnun Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir stuttan útkallstíma í fremsta forgangi, lögreglan komi þar vel út í alþjóðlegum samanburði. Þar skipti mönnun lykilmáli frekar en fjöldi lögreglustöðva. „Bráðavandi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er sá að hér vantar auðvitað tvær áhafnir að minnsta kosti til að leysa bráðavandann, tvær áhafnir á vakt allan sólarhringinn. Það auðvitað bara kostar fullt af peningum, það kostar þrjátíu lögreglumenn því það tekur fimmtán lögreglumenn að manna eina áhöfn með öllu því sem fylgir á ársgrundvelli.“ Styttri útkallstími en áður Lögreglumennirnir í Mjódd á sínum tíma hafi unnið gríðarlega gott starf en starf þeirra hafi ekki einungis falist í að sinna útköllum, hluti starfsins hafi falið í sér viðveru á skrifstofu. Breiðholtið hafi 2009 færst til lögreglustöðvarinnar á Dalvegi en meginlögreglustöðin hafi áður verið á Hverfisgötu. „Lögreglustöðin við Dalveg er nú nánast alveg í útjaðri Breiðholtsins þannig þessi venjulegi útkallstími var að mínu mati styttri heldur en áður.“ Lögregla hafi fengið fjárveitingu á síðasta ári til að bæta samfélagslöggæslu, forvarnarstarf fyrir ungmenni og tengsl við íbúa. Ásgeir bendir á að fjöldi lögreglustöðva hérlendis sé með því mesta sem gerist á Norðurlöndum en Reykjavík sé hinsvegar verst mannaða höfuðborgin í Evrópu. „Svo þarf alltaf að taka umræðuna um það hvað þú eyðir miklum peningum í steypu og lögreglumenn sem eru þá bara að manna þessa steypu, eða þá hvort þú viljir hafa lögreglumennina úti meðal fólksins, það er önnur umræða en bara mjög mikilvæg.“ Lögreglan Reykjavík Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu á borgarstjórnarfundi um að hverfislögreglustöð í Breiðholti í Mjódd yrði opnuð á ný en samþykkt var að fresta afgreiðslu málsins í borgarstjórn. Stöðinni var lokað árið 2009 vegna skipulagsbreytinga en Kjartan segir íbúa í efra Breiðholti reglulega kvarta yfir viðbragðstíma lögreglu. Bráðavandinn snúi að mönnun Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir stuttan útkallstíma í fremsta forgangi, lögreglan komi þar vel út í alþjóðlegum samanburði. Þar skipti mönnun lykilmáli frekar en fjöldi lögreglustöðva. „Bráðavandi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er sá að hér vantar auðvitað tvær áhafnir að minnsta kosti til að leysa bráðavandann, tvær áhafnir á vakt allan sólarhringinn. Það auðvitað bara kostar fullt af peningum, það kostar þrjátíu lögreglumenn því það tekur fimmtán lögreglumenn að manna eina áhöfn með öllu því sem fylgir á ársgrundvelli.“ Styttri útkallstími en áður Lögreglumennirnir í Mjódd á sínum tíma hafi unnið gríðarlega gott starf en starf þeirra hafi ekki einungis falist í að sinna útköllum, hluti starfsins hafi falið í sér viðveru á skrifstofu. Breiðholtið hafi 2009 færst til lögreglustöðvarinnar á Dalvegi en meginlögreglustöðin hafi áður verið á Hverfisgötu. „Lögreglustöðin við Dalveg er nú nánast alveg í útjaðri Breiðholtsins þannig þessi venjulegi útkallstími var að mínu mati styttri heldur en áður.“ Lögregla hafi fengið fjárveitingu á síðasta ári til að bæta samfélagslöggæslu, forvarnarstarf fyrir ungmenni og tengsl við íbúa. Ásgeir bendir á að fjöldi lögreglustöðva hérlendis sé með því mesta sem gerist á Norðurlöndum en Reykjavík sé hinsvegar verst mannaða höfuðborgin í Evrópu. „Svo þarf alltaf að taka umræðuna um það hvað þú eyðir miklum peningum í steypu og lögreglumenn sem eru þá bara að manna þessa steypu, eða þá hvort þú viljir hafa lögreglumennina úti meðal fólksins, það er önnur umræða en bara mjög mikilvæg.“
Lögreglan Reykjavík Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira