Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar 22. september 2025 07:30 Vegferð ríkisstjórnarinnar í menntamálum hefur einkennst af metnaðar- og áhugaleysi sem sést vel á þingmálaskrá hennar sem og þeirri forgangsröð hún setur málaflokkinn. Nú hefur skilningsleysi bæst við. Fyrir síðustu helgi kynnti menntamálaráðherra gamlar furðu hugmyndir fyrir framhaldsskólann. Koma á fót 4-6 svæðisskrifstofum og setja mannauð þangað sem heima á í skólunum sjálfum. Það á að styrkja skólana en í stað þess á reisa spilaborgir í þágu nýrrar stjórnsýslu Hér er Reykjavíkurleiðin í grunnskólum endurfædd. Leið þar sem þjónustumiðstöðvar/svæðisskrifstofur voru settar á nokkra staði í borginni þegar fjölbreyttni nemendahópsins óx mikið. Leið sem kostar mikið, skilar litlu og skólarnir sitja áfram uppi með mestan vandann enda skólar samfélög þar sem tengsl, þekking og reynsla á gólfinu skipta öllu máli hvað árangur varðar. Þegar mannauður fer úr skólunum rofna tengsl hans við þau úrlausnarefni sem upp koma, hvort sem það eru nemenda-, starfsmanna- eða efnisleg mál skólanna. Þetta er algert lykilatriði Það á sér enga stoð í raunveruleikanum að hægt sé útvista ,,vandamálum“ skólanna til 4-6 stofnananna, þó að einhverja dreymi um það. Þú sendir ekki vanda fjölbreyttari nemendafánu inn í töflureikni á skrifstofu. Vandann þarf að leysa á staðnum með þeim sem eiga í hlut og hafa getu til, þ.e. ef menn vilja leysa vandann en ekki bara fjarlægja hann. Það er rangt að framhaldsskólar hafi ekki mætt áskorunum samtímans eins og ráðuneytið heldur fram. Þeir hafa einmitt gert það með innanhúss þekkingu og reynslu, eða eins og skólameistari Borgarholtsskóla segir: ,,…framhaldsskólar og kennarar í framhaldsskólum hafa verið mjög duglegir við að mæta kröfum samtímans og aðlaga sig“. Aldrei hafa fleiri útskrifast úr iðnnámi, 27% aukning frá því í fyrra og hlutfall brottfalls er lækkandisem er jákvæð vísbending um bætt framhaldsskólastarf og markvissari stuðning við nemendur. Eru þetta merki um að framhaldsskólarnir geti ekki tekist á við áskoranir samtímans eins og ráðuneytið heldur fram? Það er fólkið á gólfinu: 1. Sem þekkir nemendur, tengist þeim og er færast og sneggst að leysa málin fái það tíma til þess, ólíklega fólk sem hefur ekki séð eða talað við nemendur áður. 2. Sem þekkir það best hvað þarf að gera til að árangur náist, ekki sérfræðingur úr ráðuneytinu. 3. Sem þekkir skólana sína best. Það veit hvar hægt er að sýna ráðdeild, nýta fjármagn vel og gera mikið úr litlu, ekki konan með excel-skjalið. Það er ljóst að þessar hugmyndir eru illa ígrundaðar, ólíklegar að leysa nokkuð og hafa verið reyndar áður með litlum árangri og miklum kostnaði. Sköðum ekki gott starf framhaldsskólanna með pólitískum flumbrugangi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Vegferð ríkisstjórnarinnar í menntamálum hefur einkennst af metnaðar- og áhugaleysi sem sést vel á þingmálaskrá hennar sem og þeirri forgangsröð hún setur málaflokkinn. Nú hefur skilningsleysi bæst við. Fyrir síðustu helgi kynnti menntamálaráðherra gamlar furðu hugmyndir fyrir framhaldsskólann. Koma á fót 4-6 svæðisskrifstofum og setja mannauð þangað sem heima á í skólunum sjálfum. Það á að styrkja skólana en í stað þess á reisa spilaborgir í þágu nýrrar stjórnsýslu Hér er Reykjavíkurleiðin í grunnskólum endurfædd. Leið þar sem þjónustumiðstöðvar/svæðisskrifstofur voru settar á nokkra staði í borginni þegar fjölbreyttni nemendahópsins óx mikið. Leið sem kostar mikið, skilar litlu og skólarnir sitja áfram uppi með mestan vandann enda skólar samfélög þar sem tengsl, þekking og reynsla á gólfinu skipta öllu máli hvað árangur varðar. Þegar mannauður fer úr skólunum rofna tengsl hans við þau úrlausnarefni sem upp koma, hvort sem það eru nemenda-, starfsmanna- eða efnisleg mál skólanna. Þetta er algert lykilatriði Það á sér enga stoð í raunveruleikanum að hægt sé útvista ,,vandamálum“ skólanna til 4-6 stofnananna, þó að einhverja dreymi um það. Þú sendir ekki vanda fjölbreyttari nemendafánu inn í töflureikni á skrifstofu. Vandann þarf að leysa á staðnum með þeim sem eiga í hlut og hafa getu til, þ.e. ef menn vilja leysa vandann en ekki bara fjarlægja hann. Það er rangt að framhaldsskólar hafi ekki mætt áskorunum samtímans eins og ráðuneytið heldur fram. Þeir hafa einmitt gert það með innanhúss þekkingu og reynslu, eða eins og skólameistari Borgarholtsskóla segir: ,,…framhaldsskólar og kennarar í framhaldsskólum hafa verið mjög duglegir við að mæta kröfum samtímans og aðlaga sig“. Aldrei hafa fleiri útskrifast úr iðnnámi, 27% aukning frá því í fyrra og hlutfall brottfalls er lækkandisem er jákvæð vísbending um bætt framhaldsskólastarf og markvissari stuðning við nemendur. Eru þetta merki um að framhaldsskólarnir geti ekki tekist á við áskoranir samtímans eins og ráðuneytið heldur fram? Það er fólkið á gólfinu: 1. Sem þekkir nemendur, tengist þeim og er færast og sneggst að leysa málin fái það tíma til þess, ólíklega fólk sem hefur ekki séð eða talað við nemendur áður. 2. Sem þekkir það best hvað þarf að gera til að árangur náist, ekki sérfræðingur úr ráðuneytinu. 3. Sem þekkir skólana sína best. Það veit hvar hægt er að sýna ráðdeild, nýta fjármagn vel og gera mikið úr litlu, ekki konan með excel-skjalið. Það er ljóst að þessar hugmyndir eru illa ígrundaðar, ólíklegar að leysa nokkuð og hafa verið reyndar áður með litlum árangri og miklum kostnaði. Sköðum ekki gott starf framhaldsskólanna með pólitískum flumbrugangi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar