Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar 22. september 2025 07:01 Þann 10. júlí 2021 má segja að ásýnd Selfoss hafi tekið jákvæðum breytingum þegar fyrsti áfangi miðbæjar Selfoss opnaði. Afleiðingarnar gátu fáir séð fyrir en á einni nóttu breyttist ásýnd Selfoss frá því að vera bær við þjóðveginn í að vera áfangastaður menningar, þjónustu og afþreyingar. Framkvæmdir áfram næstu árin Verkefnið var sannarlega umdeilt í samfélaginu í upphafi og fór m.a. í íbúakosningu sumarið 2018 þar sem íbúar í Árborg ákváðu að byggja ætti miðbæinn í þeim anda sem nú er að rísa. Hugmyndir þróast á sumarið 2023 var haldin íbúakönnun þar sem 90% þeirra íbúa sem tóku þátt leyst vel á að stækka miðbæinn og tengja enn frekar við Sigtúnsgarðinn sem kemur í framhaldi af miðbæjarsvæðinu. Spennandi hugmyndir sem sjá má betur á mynd að neðan. Mynd 1: Drög sem sýna áætlaða uppbyggingu miðbæjar Selfoss þegar hann er fullbyggður. Nú er bílastæðahús fyrir rúmlega 200 bíla tilbúið og framkvæmdir langt komnar með verslunar- og þjónustuhúsnæði ásamt íbúðum við hlið mathallarinnar. Framkvæmdaaðilar halda áfram og var skóflustunga að næsta áfanga tekin í síðustu viku af félögum eldri borgara á Selfossi. Næstu áfangar eiga svo að opna einn af öðrum næstu fjögur árin. Það verður því áfram ný og skemmtileg upplifun í miðbæ Selfoss og nágrenni. Mynd 2: Yfirlitsmynd af miðbæ Selfoss í ágúst 2025. Sigtúnsgarður órjúfanleg tenging Í nýju skipulagi er gert ráð fyrir einstakri göngugötu, “Menningarstræti” sem verður niðurgrafin og tengist beint í svokallaða söngskál og áfram inn í Sigtúnsgarðinn. Þessi tenging ásamt fleirum er samstarfsverkefni sveitarfélagsins og framkvæmdaaðila þar sem Sigtúnsgarður er ekki hluti af framkvæmdasvæði miðbæjarins heldur opið grænt svæði. Á myndinni má sjá hvernig miðbærinn og Sigtúnsgarður tengjast saman sem gefur tækifæri til að auka nýtingu garðsins stærri hluta ársins. Mynd 3: Tenging miðbæjarins við Sigtúnsgarð gefur spennandi tækifæri til framtíðar. Sveitarfélagið hefur stofnað samráðshóp sem vinnur með hönnuði, framkvæmdaaðilum miðbæjarins, hátíðarhöldurum og öðrum hagsmunaaðilum að þróun Sigtúnsgarðs. Horft er til nýtingarmöguleika, tenginga við miðbæ og nærliggjandi byggðar til að skapa svæði sem íbúar og gestir vilja heimsækja og njóta útivistar og viðburða. Gert er ráð fyrir að hönnun Sigtúnsgarðs verði tilbúin á þessu ári og framkvæmdir við garðinn unnist samhliða uppbyggingu miðbæjarins. Styður hvert annað! Uppbygging innan Sveitarfélagsins Árborgar hefur verið ótrúleg undanfarin ár og margir þættir sem spila þar saman. Öflugir framkvæmdaaðilar hafa byggt upp íbúðahverfi en nú eru yfir 400 íbúðir í byggingu. Sveitarfélagið byggir upp grunnþjónustuna ásamt því að miðbær Selfoss og fleiri atvinnusvæði auka enn frekar vægi verslunar, þjónustu og menningar á svæðinu. Allt styður þetta hvert annað og skapar um leið lifandi samfélag sem á svo sannarlega við Sveitarfélagið Árborg. Höfundur bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Arkitektúr Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 10. júlí 2021 má segja að ásýnd Selfoss hafi tekið jákvæðum breytingum þegar fyrsti áfangi miðbæjar Selfoss opnaði. Afleiðingarnar gátu fáir séð fyrir en á einni nóttu breyttist ásýnd Selfoss frá því að vera bær við þjóðveginn í að vera áfangastaður menningar, þjónustu og afþreyingar. Framkvæmdir áfram næstu árin Verkefnið var sannarlega umdeilt í samfélaginu í upphafi og fór m.a. í íbúakosningu sumarið 2018 þar sem íbúar í Árborg ákváðu að byggja ætti miðbæinn í þeim anda sem nú er að rísa. Hugmyndir þróast á sumarið 2023 var haldin íbúakönnun þar sem 90% þeirra íbúa sem tóku þátt leyst vel á að stækka miðbæinn og tengja enn frekar við Sigtúnsgarðinn sem kemur í framhaldi af miðbæjarsvæðinu. Spennandi hugmyndir sem sjá má betur á mynd að neðan. Mynd 1: Drög sem sýna áætlaða uppbyggingu miðbæjar Selfoss þegar hann er fullbyggður. Nú er bílastæðahús fyrir rúmlega 200 bíla tilbúið og framkvæmdir langt komnar með verslunar- og þjónustuhúsnæði ásamt íbúðum við hlið mathallarinnar. Framkvæmdaaðilar halda áfram og var skóflustunga að næsta áfanga tekin í síðustu viku af félögum eldri borgara á Selfossi. Næstu áfangar eiga svo að opna einn af öðrum næstu fjögur árin. Það verður því áfram ný og skemmtileg upplifun í miðbæ Selfoss og nágrenni. Mynd 2: Yfirlitsmynd af miðbæ Selfoss í ágúst 2025. Sigtúnsgarður órjúfanleg tenging Í nýju skipulagi er gert ráð fyrir einstakri göngugötu, “Menningarstræti” sem verður niðurgrafin og tengist beint í svokallaða söngskál og áfram inn í Sigtúnsgarðinn. Þessi tenging ásamt fleirum er samstarfsverkefni sveitarfélagsins og framkvæmdaaðila þar sem Sigtúnsgarður er ekki hluti af framkvæmdasvæði miðbæjarins heldur opið grænt svæði. Á myndinni má sjá hvernig miðbærinn og Sigtúnsgarður tengjast saman sem gefur tækifæri til að auka nýtingu garðsins stærri hluta ársins. Mynd 3: Tenging miðbæjarins við Sigtúnsgarð gefur spennandi tækifæri til framtíðar. Sveitarfélagið hefur stofnað samráðshóp sem vinnur með hönnuði, framkvæmdaaðilum miðbæjarins, hátíðarhöldurum og öðrum hagsmunaaðilum að þróun Sigtúnsgarðs. Horft er til nýtingarmöguleika, tenginga við miðbæ og nærliggjandi byggðar til að skapa svæði sem íbúar og gestir vilja heimsækja og njóta útivistar og viðburða. Gert er ráð fyrir að hönnun Sigtúnsgarðs verði tilbúin á þessu ári og framkvæmdir við garðinn unnist samhliða uppbyggingu miðbæjarins. Styður hvert annað! Uppbygging innan Sveitarfélagsins Árborgar hefur verið ótrúleg undanfarin ár og margir þættir sem spila þar saman. Öflugir framkvæmdaaðilar hafa byggt upp íbúðahverfi en nú eru yfir 400 íbúðir í byggingu. Sveitarfélagið byggir upp grunnþjónustuna ásamt því að miðbær Selfoss og fleiri atvinnusvæði auka enn frekar vægi verslunar, þjónustu og menningar á svæðinu. Allt styður þetta hvert annað og skapar um leið lifandi samfélag sem á svo sannarlega við Sveitarfélagið Árborg. Höfundur bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar