Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2025 14:22 Þröstur Jónsson, fulltrúi Miðflokksins í sveitarstjórn Múlaþings. Vísir Fulltrúi Miðflokksins í byggðaráði Múlaþings vildi að guð gamla testamentsins deildi við félaga hans í ráðinu eftir að þeir lögðust gegn tillögu hans um að fækka sveitarstjórnarmönnum. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem hann vísar til almættis á sveitarstjórnarfundum. Meirihlutinn í byggðaráði Múlaþings taldi ekki tímabært að fækka sveitarstjórnarfulltrúum um fjóra, úr ellefu í sjö, fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári á fundi sínum í gær. Þröstur Jónsson, fulltrúi Miðflokksins, lagði til að þetta yrði skoðað í vor og var ráðgjafarfyrirtækið KPMG fengið til þess að vinna minnisblað um slíka breytingu í sumar. Þröstur furðaði sig á afstöðu og meintum sinnaskiptum meirihlutans í ljósi þess að KPMG hafi ekki fundið neitt óæskilegt við fækkunina. Engin haldbæra rök hefðu komið fram gegn því að fækka fulltrúum úr ellefu í níu enda væru flest sveitarfélög af svipaðri stærð með níu eða sjö fulltrúa. „Eigi veit ég hvað „snerist í kýrhausnum“ en þykir þetta skondin kúvending, en græt þann kostnað sem lagt var út í vegna ráðgjafar sem nú ónýtist,“ sagði Þröstur í bókun og spurði sig hvort meirihlutinn hefði óttast að rugga bátnum rétt fyrir kosningar. Vísaði Þröstur næst til 35. Davíðssálms úr gamla testamenti Biblíu kristinna manna. „Best að leggja þetta í hendur Guðs: „Deil þú Drottinn við þá sem deila við mig“,“ sagði í bókun Þrastar. Stytta Michelangelos af Davíði sem Davíðssálmar eru kenndir við.Vísir/Getty Í sálminum biður höfundur drottinn sinn meðal annars um að rísa upp sér til hjálpar og „reið upp spjót og öxi til að mæta þeim sem ofsækja mig“ og refsa andstæðingum sínum á fleiri vegu. Hluta af sálminum má lesa hér fyrir neðan: Deil þú, Drottinn, við þá er deila við mig, berst þú við þá er berjast við mig. Gríp skjöld og brynju og rís upp mér til hjálpar. Reið upp spjót og öxi til að mæta þeim sem ofsækja mig og segðu við mig: Ég er hjálp þín. Lát þá er sitja um líf mitt hljóta smán og svívirðing, lát þá hverfa aftur með skömm er hyggja á illt gegn mér. Lát þá verða sem hismi í vindi þegar engill Drottins feykir þeim burt, lát veg þeirra verða myrkan og hálan þegar engill Drottins eltir þá. Því að án ástæðu lögðu þeir net fyrir mig, án tilefnis grófu þeir mér gryfju. Leið eyðingu yfir þá er minnst varir og lát netið, sem þeir lögðu, veiða þá sjálfa. Lát þá falla í eigin gryfju. Taldi bænahring hafa bjargað Seyðfirðingum og faraldurinn satanískan Þröstur hefur ítrekað borið fyrir sig Biblíuna og vísað til guðlegrar forsjónar á fundum Múlaþings í gegnum tíðina. Eftir miklar aurskriður á Seyðisfirði í desember 2020 þakkaði hann bænahring í Reykjavík fyrir að ekkert manntjón varð í þeim. „Ég trúi því að skaparinn hafi kippt aðeins í spottann þar,“ sagði Þröstur á fundi sveitarstjórnar í janúar 2021. Deilt var um hæfi Þrastar til þess að fjalla um leiðarval fyrir Fjarðaheiðargöng vegna náinn fjölskyldutengsla við landeiganda fyrir þremur árum. „Ég segi nú bara drottinn guð, forseti og aðrir fundarmenn,“ sagði Þröstur eftir að aðrir sveitarstjórnarmenn lögðu fram tillögu um vanhæfi hans. Ári seinna neitaði Þröstur að víkja af fundi þegar rætt var um skipulagsbreytingar vegna gangnaáformanna. Líkti hann sér þá við Pétur postula. „Það er búið að kjósa mig vanhæfan hér, og þar með eigi ég að víkja úr sæti. Og þá segi ég eins og Pétur postuli frami fyrir yfirvöldum í Jerúsalem: Til þess að gæta að lýðræði, kærleika, sannleika og tjáningarfrelsi í þessu landi. „Framar ber að hlýða Guði en mönnum.“ Og ég mun sitja sem fastast,“ útskýrði hann. Á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð tók Þröstur undir bandarískar samsæriskenningar um að hann hefði verið skipulagður af öflum sem sæktust eftir heimsyfirráðum. Kallaði hann faraldurinn „satanískan“ faraldur sem hefði verið skipulagður af mönnum. Sveitarstjórnarmál Trúmál Múlaþing Miðflokkurinn Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Meirihlutinn í byggðaráði Múlaþings taldi ekki tímabært að fækka sveitarstjórnarfulltrúum um fjóra, úr ellefu í sjö, fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári á fundi sínum í gær. Þröstur Jónsson, fulltrúi Miðflokksins, lagði til að þetta yrði skoðað í vor og var ráðgjafarfyrirtækið KPMG fengið til þess að vinna minnisblað um slíka breytingu í sumar. Þröstur furðaði sig á afstöðu og meintum sinnaskiptum meirihlutans í ljósi þess að KPMG hafi ekki fundið neitt óæskilegt við fækkunina. Engin haldbæra rök hefðu komið fram gegn því að fækka fulltrúum úr ellefu í níu enda væru flest sveitarfélög af svipaðri stærð með níu eða sjö fulltrúa. „Eigi veit ég hvað „snerist í kýrhausnum“ en þykir þetta skondin kúvending, en græt þann kostnað sem lagt var út í vegna ráðgjafar sem nú ónýtist,“ sagði Þröstur í bókun og spurði sig hvort meirihlutinn hefði óttast að rugga bátnum rétt fyrir kosningar. Vísaði Þröstur næst til 35. Davíðssálms úr gamla testamenti Biblíu kristinna manna. „Best að leggja þetta í hendur Guðs: „Deil þú Drottinn við þá sem deila við mig“,“ sagði í bókun Þrastar. Stytta Michelangelos af Davíði sem Davíðssálmar eru kenndir við.Vísir/Getty Í sálminum biður höfundur drottinn sinn meðal annars um að rísa upp sér til hjálpar og „reið upp spjót og öxi til að mæta þeim sem ofsækja mig“ og refsa andstæðingum sínum á fleiri vegu. Hluta af sálminum má lesa hér fyrir neðan: Deil þú, Drottinn, við þá er deila við mig, berst þú við þá er berjast við mig. Gríp skjöld og brynju og rís upp mér til hjálpar. Reið upp spjót og öxi til að mæta þeim sem ofsækja mig og segðu við mig: Ég er hjálp þín. Lát þá er sitja um líf mitt hljóta smán og svívirðing, lát þá hverfa aftur með skömm er hyggja á illt gegn mér. Lát þá verða sem hismi í vindi þegar engill Drottins feykir þeim burt, lát veg þeirra verða myrkan og hálan þegar engill Drottins eltir þá. Því að án ástæðu lögðu þeir net fyrir mig, án tilefnis grófu þeir mér gryfju. Leið eyðingu yfir þá er minnst varir og lát netið, sem þeir lögðu, veiða þá sjálfa. Lát þá falla í eigin gryfju. Taldi bænahring hafa bjargað Seyðfirðingum og faraldurinn satanískan Þröstur hefur ítrekað borið fyrir sig Biblíuna og vísað til guðlegrar forsjónar á fundum Múlaþings í gegnum tíðina. Eftir miklar aurskriður á Seyðisfirði í desember 2020 þakkaði hann bænahring í Reykjavík fyrir að ekkert manntjón varð í þeim. „Ég trúi því að skaparinn hafi kippt aðeins í spottann þar,“ sagði Þröstur á fundi sveitarstjórnar í janúar 2021. Deilt var um hæfi Þrastar til þess að fjalla um leiðarval fyrir Fjarðaheiðargöng vegna náinn fjölskyldutengsla við landeiganda fyrir þremur árum. „Ég segi nú bara drottinn guð, forseti og aðrir fundarmenn,“ sagði Þröstur eftir að aðrir sveitarstjórnarmenn lögðu fram tillögu um vanhæfi hans. Ári seinna neitaði Þröstur að víkja af fundi þegar rætt var um skipulagsbreytingar vegna gangnaáformanna. Líkti hann sér þá við Pétur postula. „Það er búið að kjósa mig vanhæfan hér, og þar með eigi ég að víkja úr sæti. Og þá segi ég eins og Pétur postuli frami fyrir yfirvöldum í Jerúsalem: Til þess að gæta að lýðræði, kærleika, sannleika og tjáningarfrelsi í þessu landi. „Framar ber að hlýða Guði en mönnum.“ Og ég mun sitja sem fastast,“ útskýrði hann. Á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð tók Þröstur undir bandarískar samsæriskenningar um að hann hefði verið skipulagður af öflum sem sæktust eftir heimsyfirráðum. Kallaði hann faraldurinn „satanískan“ faraldur sem hefði verið skipulagður af mönnum.
Sveitarstjórnarmál Trúmál Múlaþing Miðflokkurinn Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira