Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar 19. september 2025 07:47 Höfuðborgarsvæðið stendur á krossgötum. Ef við ætlum að tryggja uppbyggingu næstu áratuga þurfum við að endurskoða vaxtarmörkin í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Í dag eru þau of þröng og setja okkur skorður sem ganga ekki upp til lengri tíma. Í Hafnarfirði er staðan mjög skýr: við erum að verða uppseld með land. Næsta stóra uppbyggingarsvæðið er Vatnshlíðin, auk nokkurra þéttingarreita sem eru þegar í vinnslu. En þegar sú uppbygging er farin af stað eða lokið, um 2030, verður ekkert land eftir til frekari framkvæmda. Það er stuttur tími þegar horft er til skipulags sem þarf að ná áratugi fram í tímann. Tryggjum ungu fólki þak yfir höfuðið Þess vegna segi ég skýrt: vaxtarmörkin verða að breytast. Þetta er ekki bara hagsmunamál Hafnarfjarðar, heldur alls höfuðborgarsvæðisins. Ungt fólk sem vill koma sér upp heimili þarf að vita að það sé hægt. Fyrirtæki sem vilja fjárfesta og vaxa þurfa land til að starfa á. Sveitarfélögin þurfa svigrúm til að byggja upp innviði eins og skóla, samgöngur og þjónustu. Ef við sköpum ekki þennan fyrirsjáanleika, þá stöðnum við. Ég fagna því að félagsmálaráðherra, Inga Sæland, skuli vera jákvæð fyrir slíkum breytingum, en við hér í Hafnarfirði höfum bent á þessa þörf árum saman. Því miður fyrir daufum eyrum. Það er staðreynd að Reykjavíkurborg hefur barist hvað harðast gegn breytingum á vaxtarmörkum sem tafið hefur fyrir allri umræðu um lausnir. Nú heyrist þó nýr tónn úr þeim herbúðum, sem er jákvætt. Ég vona að það sé merki um að Reykjavík sé loksins tilbúin að horfa til framtíðar með okkur hinum. Á síðustu árum hafa verið lögð fram frumvörp, m.a. af hálfu Ágústar Bjarna, frv. þingmanns Framsóknar, sem hafa það að markmiði að tryggja að sveitarfélög, eins og Hafnarfjörður, hafi það svigrúm innan svæðisskipulagsins sem nauðsynlegt er til að geta haldið áfram að byggja upp með því að brjóta nýtt land samhliða því að þétta byggð með skynsamlegum hætti. Það er það sem við höfum kallað „hafnfirsku leiðina“ í uppbyggingu íbúða. Lausnin er einföld Við þurfum bæði þéttingu og ný svæði. Það er ekki annaðhvort eða, heldur jafnvægi. Með því tryggjum við nægt framboð af íbúðar- og atvinnusvæðum og getum byggt sterkt og fjölbreytt samfélag. Það er forsenda þess að höfuðborgarsvæðið geti vaxið og dafnað og verið raunverulegur kostur fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Húsnæðismál Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Höfuðborgarsvæðið stendur á krossgötum. Ef við ætlum að tryggja uppbyggingu næstu áratuga þurfum við að endurskoða vaxtarmörkin í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Í dag eru þau of þröng og setja okkur skorður sem ganga ekki upp til lengri tíma. Í Hafnarfirði er staðan mjög skýr: við erum að verða uppseld með land. Næsta stóra uppbyggingarsvæðið er Vatnshlíðin, auk nokkurra þéttingarreita sem eru þegar í vinnslu. En þegar sú uppbygging er farin af stað eða lokið, um 2030, verður ekkert land eftir til frekari framkvæmda. Það er stuttur tími þegar horft er til skipulags sem þarf að ná áratugi fram í tímann. Tryggjum ungu fólki þak yfir höfuðið Þess vegna segi ég skýrt: vaxtarmörkin verða að breytast. Þetta er ekki bara hagsmunamál Hafnarfjarðar, heldur alls höfuðborgarsvæðisins. Ungt fólk sem vill koma sér upp heimili þarf að vita að það sé hægt. Fyrirtæki sem vilja fjárfesta og vaxa þurfa land til að starfa á. Sveitarfélögin þurfa svigrúm til að byggja upp innviði eins og skóla, samgöngur og þjónustu. Ef við sköpum ekki þennan fyrirsjáanleika, þá stöðnum við. Ég fagna því að félagsmálaráðherra, Inga Sæland, skuli vera jákvæð fyrir slíkum breytingum, en við hér í Hafnarfirði höfum bent á þessa þörf árum saman. Því miður fyrir daufum eyrum. Það er staðreynd að Reykjavíkurborg hefur barist hvað harðast gegn breytingum á vaxtarmörkum sem tafið hefur fyrir allri umræðu um lausnir. Nú heyrist þó nýr tónn úr þeim herbúðum, sem er jákvætt. Ég vona að það sé merki um að Reykjavík sé loksins tilbúin að horfa til framtíðar með okkur hinum. Á síðustu árum hafa verið lögð fram frumvörp, m.a. af hálfu Ágústar Bjarna, frv. þingmanns Framsóknar, sem hafa það að markmiði að tryggja að sveitarfélög, eins og Hafnarfjörður, hafi það svigrúm innan svæðisskipulagsins sem nauðsynlegt er til að geta haldið áfram að byggja upp með því að brjóta nýtt land samhliða því að þétta byggð með skynsamlegum hætti. Það er það sem við höfum kallað „hafnfirsku leiðina“ í uppbyggingu íbúða. Lausnin er einföld Við þurfum bæði þéttingu og ný svæði. Það er ekki annaðhvort eða, heldur jafnvægi. Með því tryggjum við nægt framboð af íbúðar- og atvinnusvæðum og getum byggt sterkt og fjölbreytt samfélag. Það er forsenda þess að höfuðborgarsvæðið geti vaxið og dafnað og verið raunverulegur kostur fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun