Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir, Steinunn Bergmann og Þóra Leósdóttir skrifa 18. september 2025 19:03 Árum saman hafa heilbrigðisstéttir hér á landi varað við því að stærsta auðlind heilbrigðiskerfisins, starfsfólkið, fari þverrandi. Í heimsfaraldrinum afhjúpaðist þessi staða og vert er að minna á að það er ekki heilbrigðiskerfinu sjálfu að þakka hversu vel Ísland kom út úr faraldrinum heldur fagfólkinu sem þar starfar. Nýlega kynnti spretthópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins tillögur til að styrkja geislameðferð á Landspítalanum en bið eftir meðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast á undanförnum vikum. Undanfarin ár hefur geislafræðingum sem starfa við deildina fækkað verulega og leggur spretthópur til að ráða geislafræðinga frá öðrum löndum til að leysa úr því eða senda sjúklinga í geislameðferð til Svíþjóðar. Formaður Félags geislafræðinga hefur á hinn bóginn bent á að miðað við fjölda starfa sé nóg af geislafræðingum hér á landi eins og staðan er í dag. Það útskrifist 15-20 geislafræðingar árlega og það þurfi að bæta kjör geislafræðinga svo þeir velji að starfa á deildinni. Félag geislafræðinga hafði ekki aðkomu að vinnu spretthópsins og ekki var leitað ráðgjafar hjá félaginu varðandi fram komnar tillögur. Mönnunarvandi er og hefur verið gríðarlegt vandamál. Það er almennt viðurkennt að bæta þurfi laun og starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks til að fá fleiri til starfa nú og til framtíðar. Það leysir ekki vandann að sækja heilbrigðisstarfsfólk erlendis frá og skapa um leið skort í öðrum löndum. Við erum stödd í velferðarkreppu sem við sjáum ekki fyrir endann á því aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast auk þess sem fólksfjölgun er meiri en nokkru sinni fyrr. Skortur á heilbrigðisstarfsfólki mun aukast á næstu árum. Við verðum að tryggja haldbært heilbrigðiskerfi annars stefnir í algjört óefni. Kvennastéttir og virðismat Skakkt virðismat á störfum kvenna og kynbundinn launamunur skýrist af kynskiptum vinnumarkaði og námsvali. Innan BHM eru átta fag- og stéttarfélög háskólamenntaðra sérfræðinga á heilbrigðissviði þar sem konur eru í meirihluta. Þessar fagstéttir eru alla jafna með fjögurra til sex ára háskólanám að baki og þurfa starfsleyfi frá Embætti landlæknis til að mega starfa hér á landi. Flestar sinna þær störfum á opinberum vinnumarkaði og eru svokallaðar einkeypisstéttir sem þýðir að launasetning þeirra lýtur sjaldnast lögmálum markaðarins. Launasetning háskólamenntaðra á opinberum vinnumarkaði er hvað lægst hjá heilbrigðisstéttum, þeim sem sinna menntun komandi kynslóða og fagstéttum í menningarstarfsemi. Þegar meðallaun ólíkra fagstétta innan BHM eru skoðuð sést að þau eru lægst þar sem konur eru í miklum meirihluta eða á bilinu 650 – 770 þúsund krónur. Þegar meðallaun annarra hópa háskólamenntaðra sérfræðinga eins og hjá þeim sem starfa við fjármál og rekstur, lögfræði og stjórnsýslu eru meðallaun á bilinu 837 – 846 þúsund krónur. Virðismat starfa fer nefnilega enn í dag eftir því hvers kyns meirihluti starfsfólks er og hvernig hefð er fyrir því að starfið sé launað. Fjárfestum í velferð Það þarf að fjárfesta í menntakerfinu og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Það þarf að setja lýðheilsu, forvarnir og endurhæfingu í algjöran forgang, með skýrri stefnu og aðgerðum þannig að fólk þurfi síður á kostnaðarsamri þriðja stigs þjónustu að halda. Að auki blasir við að fjölga þarf fagmenntuðu heilbrigðisstarfsfólki til muna og það strax. Íslenskt samfélag er ekki sjálfbært hvað varðar heilbrigðisstarfsfólk með nauðsynlega fagþekkingu. Nýliðunar- og mönnunarvandi er raunveruleg ógn í mörgum faggreinum. Þörf er á markvissum aðgerðum til að leiðrétta launasetningu og bæta starfsumhverfi heilbrigðisstétta hjá stofnunum ríkisins og víðar á opinberum vinnumarkaði. Þannig er hægt að laða fleira ungt fólk til menntunar og starfa í heilbrigðisgreinum og halda þeim í starfi. Hvað hyggjast stjórnvöld gera til að beina fleira ungu fólki í nám í heilbrigðisgreinum? Vandinn leysist ekki að sjálfu sér. Breytinga er þörf! Laufey Elísabet Gissurardóttir er formaður Þroskaþjálfafélag Íslands. Steinunn Bergmann er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Þóra Leósdóttir er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Árum saman hafa heilbrigðisstéttir hér á landi varað við því að stærsta auðlind heilbrigðiskerfisins, starfsfólkið, fari þverrandi. Í heimsfaraldrinum afhjúpaðist þessi staða og vert er að minna á að það er ekki heilbrigðiskerfinu sjálfu að þakka hversu vel Ísland kom út úr faraldrinum heldur fagfólkinu sem þar starfar. Nýlega kynnti spretthópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins tillögur til að styrkja geislameðferð á Landspítalanum en bið eftir meðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast á undanförnum vikum. Undanfarin ár hefur geislafræðingum sem starfa við deildina fækkað verulega og leggur spretthópur til að ráða geislafræðinga frá öðrum löndum til að leysa úr því eða senda sjúklinga í geislameðferð til Svíþjóðar. Formaður Félags geislafræðinga hefur á hinn bóginn bent á að miðað við fjölda starfa sé nóg af geislafræðingum hér á landi eins og staðan er í dag. Það útskrifist 15-20 geislafræðingar árlega og það þurfi að bæta kjör geislafræðinga svo þeir velji að starfa á deildinni. Félag geislafræðinga hafði ekki aðkomu að vinnu spretthópsins og ekki var leitað ráðgjafar hjá félaginu varðandi fram komnar tillögur. Mönnunarvandi er og hefur verið gríðarlegt vandamál. Það er almennt viðurkennt að bæta þurfi laun og starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks til að fá fleiri til starfa nú og til framtíðar. Það leysir ekki vandann að sækja heilbrigðisstarfsfólk erlendis frá og skapa um leið skort í öðrum löndum. Við erum stödd í velferðarkreppu sem við sjáum ekki fyrir endann á því aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast auk þess sem fólksfjölgun er meiri en nokkru sinni fyrr. Skortur á heilbrigðisstarfsfólki mun aukast á næstu árum. Við verðum að tryggja haldbært heilbrigðiskerfi annars stefnir í algjört óefni. Kvennastéttir og virðismat Skakkt virðismat á störfum kvenna og kynbundinn launamunur skýrist af kynskiptum vinnumarkaði og námsvali. Innan BHM eru átta fag- og stéttarfélög háskólamenntaðra sérfræðinga á heilbrigðissviði þar sem konur eru í meirihluta. Þessar fagstéttir eru alla jafna með fjögurra til sex ára háskólanám að baki og þurfa starfsleyfi frá Embætti landlæknis til að mega starfa hér á landi. Flestar sinna þær störfum á opinberum vinnumarkaði og eru svokallaðar einkeypisstéttir sem þýðir að launasetning þeirra lýtur sjaldnast lögmálum markaðarins. Launasetning háskólamenntaðra á opinberum vinnumarkaði er hvað lægst hjá heilbrigðisstéttum, þeim sem sinna menntun komandi kynslóða og fagstéttum í menningarstarfsemi. Þegar meðallaun ólíkra fagstétta innan BHM eru skoðuð sést að þau eru lægst þar sem konur eru í miklum meirihluta eða á bilinu 650 – 770 þúsund krónur. Þegar meðallaun annarra hópa háskólamenntaðra sérfræðinga eins og hjá þeim sem starfa við fjármál og rekstur, lögfræði og stjórnsýslu eru meðallaun á bilinu 837 – 846 þúsund krónur. Virðismat starfa fer nefnilega enn í dag eftir því hvers kyns meirihluti starfsfólks er og hvernig hefð er fyrir því að starfið sé launað. Fjárfestum í velferð Það þarf að fjárfesta í menntakerfinu og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Það þarf að setja lýðheilsu, forvarnir og endurhæfingu í algjöran forgang, með skýrri stefnu og aðgerðum þannig að fólk þurfi síður á kostnaðarsamri þriðja stigs þjónustu að halda. Að auki blasir við að fjölga þarf fagmenntuðu heilbrigðisstarfsfólki til muna og það strax. Íslenskt samfélag er ekki sjálfbært hvað varðar heilbrigðisstarfsfólk með nauðsynlega fagþekkingu. Nýliðunar- og mönnunarvandi er raunveruleg ógn í mörgum faggreinum. Þörf er á markvissum aðgerðum til að leiðrétta launasetningu og bæta starfsumhverfi heilbrigðisstétta hjá stofnunum ríkisins og víðar á opinberum vinnumarkaði. Þannig er hægt að laða fleira ungt fólk til menntunar og starfa í heilbrigðisgreinum og halda þeim í starfi. Hvað hyggjast stjórnvöld gera til að beina fleira ungu fólki í nám í heilbrigðisgreinum? Vandinn leysist ekki að sjálfu sér. Breytinga er þörf! Laufey Elísabet Gissurardóttir er formaður Þroskaþjálfafélag Íslands. Steinunn Bergmann er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Þóra Leósdóttir er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun