Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Agnar Már Másson skrifar 18. september 2025 19:39 Heilsutofnunin í Hveragerði, sem Náttúrulækningafélag Íslands rekur. Vísir/Vilhelm Forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði lýsir misrétti af hálfu heilbrigðisyfirvalda þar sem heilbrigðisráðuneytirð hyggist ekki veita stofnuninni nægilegt fjármagn. Hann segir starfsfólkið stofnunarinnar orðið útkeyrt og húsnæðið er úr sér gengið. Í dag starfa um 110 starfsmenn við endurhæfingu dvalargesta á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði. Starfsemin hefur byggt á þjónustusamningi við Sjúkratryggingar Íslands, sem rann út 2023 en hefur níu sinnum verið framlengdur til skamms meðan viðræður hafa staðið yfir milli NLFÍ og Sjúkratrygginga um nýjan þjónustusamning. „Heilsustofnun hefur unnið samkvæmt samningi heilbrigðisráðuneytisins við Sjúkratryggingar frá 1995. Núverandi samningur var undirritaður 2019,“ útskýrir Þórir Haraldsson, forstjóri Heilsustofnunarinnar, í samtali við Vísi. Stofnunin býður meðal annars upp á endurhæfingu fyrir fólk sem þurft hefur að leggjast inn á sjúkrahús, lent í slysum eða veikst af tilteknum sjúkdómum. Fái aðeins helming af því sem aðrir fá Síðasta apríl hafi sá áfangi náðst í viðræðum að SÍ viðurkenndu að Heilsustofnun væri vanfjármögnuð hvað varðaði framlög til rekstrar og fasteignaviðhalds. Heilsustofnunin fái aðeins fimmtíu prósent af því framlagi sem aðrir aðilar í heilbrigðisþjónustu fái fyrir að veita sambærilega þjónustu. Þannig hafi Sjúkratryggingar komist að þeirri niðurstöðu að um 230 milljónir króna þyrfti til viðbótar við núverandi fjárheimildir inn í rekstur Heilsustofnunar.“ En þegar SÍ hafi óskað eftir viðbótarfjármunum vegna þessa hafi heilbrigðisráðuneytið hafnað beiðninni. Þórir segir að fyrr í þessum mánuði hafi Sjúkratryggingar upplýst að þeir fjármunir fengjust ekki til verkefnisins. „Þetta er hreint misrétti,“ segir hann. „Við erum að keyra starfsfólkið okkar út og húsnæðið er úr sér gengið.“ Hann segir því kostnaðinn fyrir sjúklinga vera mikinn undir núverandi fyrirkomulagi. „Til viðbótar við það eru okkar sjúklingar að greiða dvalargjald upp á allt að 550 milljónir, þar af 250 milljónir — eða yfir átta þúsund krónur á dag — sem er greitt fyrir heilbrigðisþjónustuna í Hveragerði.“ En þeir vilja meina að sjúkratryggingar greiði allan meðferðarkostnaðinn. „Ég vil líka taka fram að við veitum afar góða þjónustu. Við skilum öllum upplýsingum og allar bækur okkar eru opnar,“ segir Þórir. „Þetta er bara rugl“ Árið 2022 greindi Kjarninn frá því að eftirlitsdeild SÍ hefði sett heilsuhælinu kröfur um úrbætur. Í fréttaflutningnum þá kom fram að Náttúrulækningafélag Íslands, eigandi stofnunarinnar, hefði með ólögmætum hætti tekið um 600 milljónir úr starfsemi Heilsustofnunarinnar og var þar sagt að kostnaðurinn ylti á sjúklinga. Þórir vill meina að fréttaflutningurinn hafi verið rangur. „Það var aldrei niðurstaða af hálfu Sjúkratrygginga. Þetta er bara rugl,“ segir Þórir, sem bendir á að þau skjöl sem fréttaflutningurinn hafi byggt á hafi verið vinnuskjöl sem ekki á endanum ekki verið gefin út. „[Skjölunum] var mótmælt og þau dregin til baka af hálfu forstjóra Sjúkratrygginga,“ bætir hann við. Þórir segir þó að Heilsustofnunin muni kappkosta að veita þjónustu við sjúklinga svo hægt sé að halda áfram að þjónusta þá ríflega 1.300 manns sem heyra í þeim á hverju ári. „En þetta er að okkar viti ekki skynsamleg ráðstöfun á ríkisfé, að fara svona með.“ Hveragerði Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Í dag starfa um 110 starfsmenn við endurhæfingu dvalargesta á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði. Starfsemin hefur byggt á þjónustusamningi við Sjúkratryggingar Íslands, sem rann út 2023 en hefur níu sinnum verið framlengdur til skamms meðan viðræður hafa staðið yfir milli NLFÍ og Sjúkratrygginga um nýjan þjónustusamning. „Heilsustofnun hefur unnið samkvæmt samningi heilbrigðisráðuneytisins við Sjúkratryggingar frá 1995. Núverandi samningur var undirritaður 2019,“ útskýrir Þórir Haraldsson, forstjóri Heilsustofnunarinnar, í samtali við Vísi. Stofnunin býður meðal annars upp á endurhæfingu fyrir fólk sem þurft hefur að leggjast inn á sjúkrahús, lent í slysum eða veikst af tilteknum sjúkdómum. Fái aðeins helming af því sem aðrir fá Síðasta apríl hafi sá áfangi náðst í viðræðum að SÍ viðurkenndu að Heilsustofnun væri vanfjármögnuð hvað varðaði framlög til rekstrar og fasteignaviðhalds. Heilsustofnunin fái aðeins fimmtíu prósent af því framlagi sem aðrir aðilar í heilbrigðisþjónustu fái fyrir að veita sambærilega þjónustu. Þannig hafi Sjúkratryggingar komist að þeirri niðurstöðu að um 230 milljónir króna þyrfti til viðbótar við núverandi fjárheimildir inn í rekstur Heilsustofnunar.“ En þegar SÍ hafi óskað eftir viðbótarfjármunum vegna þessa hafi heilbrigðisráðuneytið hafnað beiðninni. Þórir segir að fyrr í þessum mánuði hafi Sjúkratryggingar upplýst að þeir fjármunir fengjust ekki til verkefnisins. „Þetta er hreint misrétti,“ segir hann. „Við erum að keyra starfsfólkið okkar út og húsnæðið er úr sér gengið.“ Hann segir því kostnaðinn fyrir sjúklinga vera mikinn undir núverandi fyrirkomulagi. „Til viðbótar við það eru okkar sjúklingar að greiða dvalargjald upp á allt að 550 milljónir, þar af 250 milljónir — eða yfir átta þúsund krónur á dag — sem er greitt fyrir heilbrigðisþjónustuna í Hveragerði.“ En þeir vilja meina að sjúkratryggingar greiði allan meðferðarkostnaðinn. „Ég vil líka taka fram að við veitum afar góða þjónustu. Við skilum öllum upplýsingum og allar bækur okkar eru opnar,“ segir Þórir. „Þetta er bara rugl“ Árið 2022 greindi Kjarninn frá því að eftirlitsdeild SÍ hefði sett heilsuhælinu kröfur um úrbætur. Í fréttaflutningnum þá kom fram að Náttúrulækningafélag Íslands, eigandi stofnunarinnar, hefði með ólögmætum hætti tekið um 600 milljónir úr starfsemi Heilsustofnunarinnar og var þar sagt að kostnaðurinn ylti á sjúklinga. Þórir vill meina að fréttaflutningurinn hafi verið rangur. „Það var aldrei niðurstaða af hálfu Sjúkratrygginga. Þetta er bara rugl,“ segir Þórir, sem bendir á að þau skjöl sem fréttaflutningurinn hafi byggt á hafi verið vinnuskjöl sem ekki á endanum ekki verið gefin út. „[Skjölunum] var mótmælt og þau dregin til baka af hálfu forstjóra Sjúkratrygginga,“ bætir hann við. Þórir segir þó að Heilsustofnunin muni kappkosta að veita þjónustu við sjúklinga svo hægt sé að halda áfram að þjónusta þá ríflega 1.300 manns sem heyra í þeim á hverju ári. „En þetta er að okkar viti ekki skynsamleg ráðstöfun á ríkisfé, að fara svona með.“
Hveragerði Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent