Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar 18. september 2025 09:33 Nú um mánaðamótin tók nýtt kerfi örorkulífeyris almannatrygginga loks gildi eftir ítrekaðar tilraunir og áralanga vinnu. Alþýðusambandið fangnar þessum tímamótum en um leið verður ekki hjá því komist að gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir samráðsleysi og þá ákvörðun að hvika hvergi frá áformum fyrri ríkisstjórnar um að fjármagna breytingar með því að fella niður framlag til jöfnunar á örorkubyrgði lífeyrissjóða. Með þessu rjúfa stjórnvöld einhliða það samkomulag sem gert var við aðila vinnumarkaðarins um jöfnun á örorkubyrði árið 2005 án þess að forsendur þess hafi breyst eða um annað hafi verið samið. Lífeyrisréttindum verka- og láglaunafólks fórnað Fyrir liggur að þessi áform ríkisstjórnarinnar munu koma af mestum þunga niður á fimm lífeyrissjóðum verka- og láglaunafólks og verði þau að veruleika munu lífeyrisréttindi félaga í þessum sjóðum, sem nú þegar eru þau lökustu á vinnumarkaði verða skert enn frekar. Það hlýtur að teljast verðugt rannsóknarefni hvernig fólk sem treyst hefur verið fyrir forystustörfum í samfélaginu geti komist að svo hróplega óréttlátri niðurstöðu. Alþýðusambandið hefur ítrekað bent á þann vanda sem fyrir liggur og þeir aðilar sem eiga aðkomu að lífeyriskerfinu verið samdóma í mati sínu á áhrifum þess að fella niður framlagið. Jöfnunarframlagið færir réttindamyndun innan lífeyrissjóða með háa örorkutíðni nær því sem gerist í öðrum lífeyrisjóðum. Framlagið hefur nýst til aukinnar réttindamyndunar í þeim sjóðum og létt undir þar sem örorka er tíðust. Þrátt fyrir það hefur framlagið ekki dugað til að færa lífeyrisréttindi innan sjóða verkafólks að þeim sem eru í öðrum lífeyrissjóðum. Ábyrgðin er stjórnvalda Þær breytingar sem innleiddar voru á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga eru að mestu í samræmi við málflutning Alþýðusambandsins á undan liðnum árum. Hins vegar verður illa við það unað að samhliða breytingunni hafi stjórnvöld ekki haft samráð við vinnumarkaðinn til að tryggja að horft væri heildstætt á þau tvö tryggingakerfi sem tryggja afkomu þeirra sem missa starfsorkuna þ.e.a.s. almannatrygginga og lífeyrissjóða. Skörun þessara kerfa skapar vanda i formi víxlverkunar og veldur óvissu og óhagræði fyrir sjóðfélaga og lífeyriskerfið í heild. Alþýðusambandið hefur ávallt lýst sig reiðubúið til samstarfs við að skilgreina hlutverk, samspil og verkaskiptingu þeirra ólíku aðila sem koma að því að tryggja afkomuöryggi félaga okkar sem veikjast, slasast og missa starfsorkuna. Breytt nálgun almannatrygginga en ekki síður breytingar í samfélaginu og á vinnumarkaði kalla á slíka vinnu og hún þolir ekki bið. Markmiðið er augljóslega að tryggja það fyrirkomulag til frambúðar að ójöfn örorkubyrði bitni ekki harkalegast á lífeyrisréttindum tekjulægstu hópanna á vinnumarkaði. Til þess að skapa vinnufrið um þessa þætti þurfa stjórnvöld að axla ábyrgð og gefa skýr skilaboð um að samkomulag það sem gert var um jöfnunarframlag til lífeyrissjóðanna verði virt og framlaginu viðhaldið þar til um annað verður samið. Alþýðusamband Íslands mun aldrei fallast á að verka- og láglaunafólk eitt verði látið bera byrgðarnar af þungri örorkubyrði með frekari lækkun á ellilífeyrisréttindum sínum. Ég hef gert fjármálaráðherra grein fyrir þessari afstöðu okkar. Nú bíðum við viðbragða hans. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Nú um mánaðamótin tók nýtt kerfi örorkulífeyris almannatrygginga loks gildi eftir ítrekaðar tilraunir og áralanga vinnu. Alþýðusambandið fangnar þessum tímamótum en um leið verður ekki hjá því komist að gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir samráðsleysi og þá ákvörðun að hvika hvergi frá áformum fyrri ríkisstjórnar um að fjármagna breytingar með því að fella niður framlag til jöfnunar á örorkubyrgði lífeyrissjóða. Með þessu rjúfa stjórnvöld einhliða það samkomulag sem gert var við aðila vinnumarkaðarins um jöfnun á örorkubyrði árið 2005 án þess að forsendur þess hafi breyst eða um annað hafi verið samið. Lífeyrisréttindum verka- og láglaunafólks fórnað Fyrir liggur að þessi áform ríkisstjórnarinnar munu koma af mestum þunga niður á fimm lífeyrissjóðum verka- og láglaunafólks og verði þau að veruleika munu lífeyrisréttindi félaga í þessum sjóðum, sem nú þegar eru þau lökustu á vinnumarkaði verða skert enn frekar. Það hlýtur að teljast verðugt rannsóknarefni hvernig fólk sem treyst hefur verið fyrir forystustörfum í samfélaginu geti komist að svo hróplega óréttlátri niðurstöðu. Alþýðusambandið hefur ítrekað bent á þann vanda sem fyrir liggur og þeir aðilar sem eiga aðkomu að lífeyriskerfinu verið samdóma í mati sínu á áhrifum þess að fella niður framlagið. Jöfnunarframlagið færir réttindamyndun innan lífeyrissjóða með háa örorkutíðni nær því sem gerist í öðrum lífeyrisjóðum. Framlagið hefur nýst til aukinnar réttindamyndunar í þeim sjóðum og létt undir þar sem örorka er tíðust. Þrátt fyrir það hefur framlagið ekki dugað til að færa lífeyrisréttindi innan sjóða verkafólks að þeim sem eru í öðrum lífeyrissjóðum. Ábyrgðin er stjórnvalda Þær breytingar sem innleiddar voru á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga eru að mestu í samræmi við málflutning Alþýðusambandsins á undan liðnum árum. Hins vegar verður illa við það unað að samhliða breytingunni hafi stjórnvöld ekki haft samráð við vinnumarkaðinn til að tryggja að horft væri heildstætt á þau tvö tryggingakerfi sem tryggja afkomu þeirra sem missa starfsorkuna þ.e.a.s. almannatrygginga og lífeyrissjóða. Skörun þessara kerfa skapar vanda i formi víxlverkunar og veldur óvissu og óhagræði fyrir sjóðfélaga og lífeyriskerfið í heild. Alþýðusambandið hefur ávallt lýst sig reiðubúið til samstarfs við að skilgreina hlutverk, samspil og verkaskiptingu þeirra ólíku aðila sem koma að því að tryggja afkomuöryggi félaga okkar sem veikjast, slasast og missa starfsorkuna. Breytt nálgun almannatrygginga en ekki síður breytingar í samfélaginu og á vinnumarkaði kalla á slíka vinnu og hún þolir ekki bið. Markmiðið er augljóslega að tryggja það fyrirkomulag til frambúðar að ójöfn örorkubyrði bitni ekki harkalegast á lífeyrisréttindum tekjulægstu hópanna á vinnumarkaði. Til þess að skapa vinnufrið um þessa þætti þurfa stjórnvöld að axla ábyrgð og gefa skýr skilaboð um að samkomulag það sem gert var um jöfnunarframlag til lífeyrissjóðanna verði virt og framlaginu viðhaldið þar til um annað verður samið. Alþýðusamband Íslands mun aldrei fallast á að verka- og láglaunafólk eitt verði látið bera byrgðarnar af þungri örorkubyrði með frekari lækkun á ellilífeyrisréttindum sínum. Ég hef gert fjármálaráðherra grein fyrir þessari afstöðu okkar. Nú bíðum við viðbragða hans. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun