Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar 18. september 2025 06:00 Íslendingar eru rolluþjóð. Ég hef sagt það áður og segi það enn – þó mörgum þyki óþægilegt að gangast við því. Við segjum oft með stolti að við séum hestaþjóð, og það er vissulega rétt – en við erum þó fyrst og fremst rolluþjóð. Og hana nú! Við værum varla til sem þjóð ef ekki hefði verið fyrir sauðkindina. Engu að síður virðumst við hafa einhverja tilhneigingu til að afneita þessum nánasta bandamanni okkar í gegnum aldirnar. Kindinni er nefnilega oft kennt um flest sem miður fer í sveitum – og jafnvel þeir sem halda þær látnir fylgja þar með. Henni er kennt um jarðvegstap, rof og jafnvel loftslagsbreytingar – þótt hún hjálpi í raun til við að viðhalda vistkerfum. Hún stuðlar að bindingu kolefnis með beit, bindur kolefni í ullinni sinni, dreyfir fræjum og lífrænum áburði – og er oftar en ekki eina lífsmarkið í sumum sveitum landsins þegar túristar og við hin ökum þar um. Þá blasir hún við: ein og ein rolla á beit. Auðvitað er ofbeit aldrei góð, en hæfileg beit er til bóta. Margt annað en búfénaður skiptir líka máli þegar kemur að gróðurþekju og loftslagsmálum – en ég ætla ekki að fara út í það nánar, enda ekki efni þessara skrifa. Ég hef oft hugsað um það í gegnum tíðina hversu margt er sameiginlegt með íslensku þjóðarsálinni og sauðkindinni. Ég hef meira að segja skrifað um það áður – og pælt í hvers vegna það sé, og fyrst svo er, af hverju við kunnum þá ekki betur að meta hana. „Fé er jafnan fóstra líkt,“ segir jú máltækið. Kannski liggur þar hundurinn grafinn: við sjáum okkur sjálf í sauðkindinni. Og við kunnum ekkert alltaf við það sem við sjáum þar. Við speglum okkur í hjarðhegðun, undarlegum ákvörðunum án sýnilegrar skynsemi, þrjósku, kergju – og stundum hreinni heimsku. Sérstaklega þegar kemur að því að skipta um skoðun eða stefnu, þrátt fyrir að ófærur eða hættur blasi við framundan á þeirri leið sem verið er á. Nú standa yfir göngur, leitir og réttir víða um land og kindur eru því landsbyggðafólki ofarlega í huga þessa dagana. Ef allt gengur eftir í smalamennskum ættu þær flestar að vera komnar niður í byggð upp úr næstu mánaðamótum. Um það leyti fer fram metnaðarfull ráðstefna í Reykjavík – þar sem ekki er mikið um fé í ull, en hins vegar mikið um hugmyndir og fræðslu. Ráðstefnan heitir Hampur fyrir framtíðina, haldin af íslenskum aðilum – fyrir okkur hér á landi, og um leið fyrir jarðarbúa alla. Henni verður einnig streymt út fyrir landsteinana svo fleiri geti notið. Þar koma saman fyrirlesarar, vísindamenn, frumkvöðlar og hugmyndasmiðir til að fjalla um möguleika hampplöntunnar – þessarar fornu plöntu sem nú er að verða lykillinn að sjálfbærari framtíð. Hampur er nefnilega ekki bara eitthvað „nýtt og spennandi“ – eða eitthvað hættulegt og ólöglegt. Hann er líka hluti af gömlum grunni, reynslu og verkmenningu sem við höfum átt – og glatað. Ráðstefnan sameinar því gamalt og nýtt: þjóðlegar rætur og nýjustu vísindi. Þetta er suðupottur tækifæra – á sviði landnýtingar, vistvænna efna, næringar, bygginga, heilsu og fleira. Fólk kemur víða að og umræðuefnið snertir okkur öll. Hampurinn er ein fjölhæfasta planta sem við höfum aðgang að í dag og sú sem bundnar eru hvað mestar vonir við á mörgum sviðum. Á Íslandi eru einstakar aðstæður til staðar fyrir lyfjahamprækt. Við stýrðar aðstæður í gróðurhúsum, hituðum með jarðvarma og lýstum með grænni orku á stóriðjuverði er hægt að rækta lyfjahamp allt árið og skapa gríðarlegar tekjur. Hann væri hægt að selja í útflutning og/eða fullvinna í ýmsar heilsuvörur og skapa með því eftirsóknarverð störf út um allt land. Tilraunir með útiræktun á iðnaðarhampi eru nú þegar hafnar og lofa góðu. Þar verður til annars konar hráefni sem fyrirtæki í mismunandi geirum geta nýtt sér á ótal vegu. Listinn yfir þær vörur og efni sem hægt er að framleiða úr hampi er gríðarlega langur og spannar allt frá matvælum og olíu til byggingarefna, plasts, textíls og pappírs. Það væri hægt að halda áfram lengi að telja upp kosti hampsins og ástæður þess að kynna sér hamprækt og hampiðnað og möguleika tengda honum. Ég læt hér staðar numið og spyr í staðinn: Er ekki kominn tími til að stíga inn í framtíðina – hætta að þrjóskast og kergjast, og opna hugann og landið fyrir þeim tækifærum sem nú blasa við? Fylgja forystukindunum – og marka nýja stefnu og leiðir? Við getum það nefnilega svo vel. Höfundur er sveitakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Mest lesið Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru rolluþjóð. Ég hef sagt það áður og segi það enn – þó mörgum þyki óþægilegt að gangast við því. Við segjum oft með stolti að við séum hestaþjóð, og það er vissulega rétt – en við erum þó fyrst og fremst rolluþjóð. Og hana nú! Við værum varla til sem þjóð ef ekki hefði verið fyrir sauðkindina. Engu að síður virðumst við hafa einhverja tilhneigingu til að afneita þessum nánasta bandamanni okkar í gegnum aldirnar. Kindinni er nefnilega oft kennt um flest sem miður fer í sveitum – og jafnvel þeir sem halda þær látnir fylgja þar með. Henni er kennt um jarðvegstap, rof og jafnvel loftslagsbreytingar – þótt hún hjálpi í raun til við að viðhalda vistkerfum. Hún stuðlar að bindingu kolefnis með beit, bindur kolefni í ullinni sinni, dreyfir fræjum og lífrænum áburði – og er oftar en ekki eina lífsmarkið í sumum sveitum landsins þegar túristar og við hin ökum þar um. Þá blasir hún við: ein og ein rolla á beit. Auðvitað er ofbeit aldrei góð, en hæfileg beit er til bóta. Margt annað en búfénaður skiptir líka máli þegar kemur að gróðurþekju og loftslagsmálum – en ég ætla ekki að fara út í það nánar, enda ekki efni þessara skrifa. Ég hef oft hugsað um það í gegnum tíðina hversu margt er sameiginlegt með íslensku þjóðarsálinni og sauðkindinni. Ég hef meira að segja skrifað um það áður – og pælt í hvers vegna það sé, og fyrst svo er, af hverju við kunnum þá ekki betur að meta hana. „Fé er jafnan fóstra líkt,“ segir jú máltækið. Kannski liggur þar hundurinn grafinn: við sjáum okkur sjálf í sauðkindinni. Og við kunnum ekkert alltaf við það sem við sjáum þar. Við speglum okkur í hjarðhegðun, undarlegum ákvörðunum án sýnilegrar skynsemi, þrjósku, kergju – og stundum hreinni heimsku. Sérstaklega þegar kemur að því að skipta um skoðun eða stefnu, þrátt fyrir að ófærur eða hættur blasi við framundan á þeirri leið sem verið er á. Nú standa yfir göngur, leitir og réttir víða um land og kindur eru því landsbyggðafólki ofarlega í huga þessa dagana. Ef allt gengur eftir í smalamennskum ættu þær flestar að vera komnar niður í byggð upp úr næstu mánaðamótum. Um það leyti fer fram metnaðarfull ráðstefna í Reykjavík – þar sem ekki er mikið um fé í ull, en hins vegar mikið um hugmyndir og fræðslu. Ráðstefnan heitir Hampur fyrir framtíðina, haldin af íslenskum aðilum – fyrir okkur hér á landi, og um leið fyrir jarðarbúa alla. Henni verður einnig streymt út fyrir landsteinana svo fleiri geti notið. Þar koma saman fyrirlesarar, vísindamenn, frumkvöðlar og hugmyndasmiðir til að fjalla um möguleika hampplöntunnar – þessarar fornu plöntu sem nú er að verða lykillinn að sjálfbærari framtíð. Hampur er nefnilega ekki bara eitthvað „nýtt og spennandi“ – eða eitthvað hættulegt og ólöglegt. Hann er líka hluti af gömlum grunni, reynslu og verkmenningu sem við höfum átt – og glatað. Ráðstefnan sameinar því gamalt og nýtt: þjóðlegar rætur og nýjustu vísindi. Þetta er suðupottur tækifæra – á sviði landnýtingar, vistvænna efna, næringar, bygginga, heilsu og fleira. Fólk kemur víða að og umræðuefnið snertir okkur öll. Hampurinn er ein fjölhæfasta planta sem við höfum aðgang að í dag og sú sem bundnar eru hvað mestar vonir við á mörgum sviðum. Á Íslandi eru einstakar aðstæður til staðar fyrir lyfjahamprækt. Við stýrðar aðstæður í gróðurhúsum, hituðum með jarðvarma og lýstum með grænni orku á stóriðjuverði er hægt að rækta lyfjahamp allt árið og skapa gríðarlegar tekjur. Hann væri hægt að selja í útflutning og/eða fullvinna í ýmsar heilsuvörur og skapa með því eftirsóknarverð störf út um allt land. Tilraunir með útiræktun á iðnaðarhampi eru nú þegar hafnar og lofa góðu. Þar verður til annars konar hráefni sem fyrirtæki í mismunandi geirum geta nýtt sér á ótal vegu. Listinn yfir þær vörur og efni sem hægt er að framleiða úr hampi er gríðarlega langur og spannar allt frá matvælum og olíu til byggingarefna, plasts, textíls og pappírs. Það væri hægt að halda áfram lengi að telja upp kosti hampsins og ástæður þess að kynna sér hamprækt og hampiðnað og möguleika tengda honum. Ég læt hér staðar numið og spyr í staðinn: Er ekki kominn tími til að stíga inn í framtíðina – hætta að þrjóskast og kergjast, og opna hugann og landið fyrir þeim tækifærum sem nú blasa við? Fylgja forystukindunum – og marka nýja stefnu og leiðir? Við getum það nefnilega svo vel. Höfundur er sveitakona.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar