SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Árni Sæberg skrifar 17. september 2025 16:08 Áletruninni á bol Kirks hefur verið snarað yfir á íslensku. SUS/Getty/The Salt Lake Tribune Samband ungra Sjálfstæðismanna hefur boðað til sambandsþings helgina 3. til 5. október. Allir sem skrá sig til þátttöku á þinginu fá að gjöf hvítan bol með orðinu „FRELSI“ á. Bolurinn er í sama stíl og sá sem Charlie Kirk, áhrifavaldur lengst til hægri á hinu pólitíska rófi, klæddist þegar hann var ráðinn af dögum. Í tölvubréfi til ungra Sjálfstæðismanna segir að nú séu aðeins fáeinir dagar til stefnu til að skrá sig á sambandsþing ungra Sjálfstæðismanna og að í ár fylgi einstök gjöf með. Allir sem skrá sig á þingið fái að gjöf hvítan bol með áletruninni „FRELSI“. „Bolurinn er í sama stíl og Charlie Kirk klæddist þegar honum var sýnt banatilræði fyrr í mánuðinum. Með bolnum viljum við minna á að frelsið er grunnstef í allri stefnu SUS og að tjáningarfrelsið er hornsteinn vestrænna samfélaga. Frelsið er aldrei sjálfgefið, fyrir því þarf ávallt að berjast. Sú barátta á sér stað með orðum, en aldrei með ofbeldi,“ segir í póstinum. Tákn um það sem ungir Sjálfstæðismenn trúa á Þar er vísað til þess þegar Charlie Kirk sem var 31 árs gamall og tveggja barna faðir, var skotinn til bana á viðburði þar sem hann rökræddi við háskólanema í Utah þann 10. september. Þrátt fyrir ungan aldur var Kirk áhrifamikill á hægri væng bandarískra stjórnmála og innsti koppur í búri hjá Trump-fjölskyldunni. Ítarlega er fjallað um Kirk í fréttinni hér að neðan. Í tölvubréfi Sambands ungra Sjálfstæðismanna segir að bolurinn sé ekki aðeins bolur heldur tákn um það sem ungir Sjálfstæðismenn trúa á og berjast fyrir. „Hann er einnig áminning um að ofbeldisöflum mun aldrei takast að þagga niður í málsvörum frelsisins.“ Eitt framboð boðað Sem áður segir fer sambandsþingið fram helgina 3. til 5. október næstkomandi. Það verður haldið í gamla Landsbankahúsinu í Austurstræti í Reykjavík, sem Landsbyggð ehf. eignaðist í sumar. Landsbyggð er í eigu þeirra Kristjáns Vilhelmsonar og Leós Árnasonar. Á þinginu verður nýr formaður kosinn ásamt stjórn. Aðeins eitt stjórnarframboð hefur verið tilkynnt en það er undir forystu Júlíusar Viggós Ólafssonar, fyrrverandi formanns Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Morðið á Charlie Kirk Sjálfstæðisflokkurinn Bandaríkin Félagasamtök Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Í tölvubréfi til ungra Sjálfstæðismanna segir að nú séu aðeins fáeinir dagar til stefnu til að skrá sig á sambandsþing ungra Sjálfstæðismanna og að í ár fylgi einstök gjöf með. Allir sem skrá sig á þingið fái að gjöf hvítan bol með áletruninni „FRELSI“. „Bolurinn er í sama stíl og Charlie Kirk klæddist þegar honum var sýnt banatilræði fyrr í mánuðinum. Með bolnum viljum við minna á að frelsið er grunnstef í allri stefnu SUS og að tjáningarfrelsið er hornsteinn vestrænna samfélaga. Frelsið er aldrei sjálfgefið, fyrir því þarf ávallt að berjast. Sú barátta á sér stað með orðum, en aldrei með ofbeldi,“ segir í póstinum. Tákn um það sem ungir Sjálfstæðismenn trúa á Þar er vísað til þess þegar Charlie Kirk sem var 31 árs gamall og tveggja barna faðir, var skotinn til bana á viðburði þar sem hann rökræddi við háskólanema í Utah þann 10. september. Þrátt fyrir ungan aldur var Kirk áhrifamikill á hægri væng bandarískra stjórnmála og innsti koppur í búri hjá Trump-fjölskyldunni. Ítarlega er fjallað um Kirk í fréttinni hér að neðan. Í tölvubréfi Sambands ungra Sjálfstæðismanna segir að bolurinn sé ekki aðeins bolur heldur tákn um það sem ungir Sjálfstæðismenn trúa á og berjast fyrir. „Hann er einnig áminning um að ofbeldisöflum mun aldrei takast að þagga niður í málsvörum frelsisins.“ Eitt framboð boðað Sem áður segir fer sambandsþingið fram helgina 3. til 5. október næstkomandi. Það verður haldið í gamla Landsbankahúsinu í Austurstræti í Reykjavík, sem Landsbyggð ehf. eignaðist í sumar. Landsbyggð er í eigu þeirra Kristjáns Vilhelmsonar og Leós Árnasonar. Á þinginu verður nýr formaður kosinn ásamt stjórn. Aðeins eitt stjórnarframboð hefur verið tilkynnt en það er undir forystu Júlíusar Viggós Ólafssonar, fyrrverandi formanns Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Morðið á Charlie Kirk Sjálfstæðisflokkurinn Bandaríkin Félagasamtök Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira