Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar 17. september 2025 08:31 Það er ekki ólíklegt að lesendur þessarar greinar hafi tekið eftir allskonar fjársöfnunum fyrir fjölskyldur á Gaza. Í sumum tilvikum er söfnunin á vegum palestínskra íbúa á Íslandi sem safna fyrir ættingja sína en í öðrum er um að ræða barnfædda Íslendinga sem kynntust fólkinu yfir netið. Hjálparsamtökin Vonarbrú eru án efa þekktasta dæmi slíkra fjársafnana sem eru orðnar helsta líflína fólks á Gaza. Á þessum söfnunum er ákveðið sérkenni: Upphæðirnar sem þarf að safna til að halda fjölskyldu á Gaza réttu megin við hungurmörk eru á allt öðrum skala en hingað til hefur þekkst í alþjóðlegu hjálparstarfi. Gaza er í dag dýrasti staður á jarðríki. Þar ríkir hungursneyð samkvæmt formlegum úrskurði SÞ þann 22. ágúst 2025, vöruskortur á áður óþekktum skala í sögu 21. aldarinnar og peningaskortur. Með því er ekki átt við skorti á fjármagni heldur reiðufé, seðlum. Þessi skortur veldur því að fólk sem ætlar að taka út peninga þarf að greiða álag sem flöktir á milli 35-50%. Þegar kemur að því að nota það sem eftir er af peningunum blasir í senn við vöruskortur og óðaverðbólga. Það er næstum ekkert hægt að kaupa. Vöruskorturinn á Gaza í dag á sér sömu rætur og hann hefur haft síðan 2005 en það er algjör stjórn Ísraels (með hjálp frá Egyptalandi) á öllum inn- og útflutningi á Gaza. Þetta ástand gerði íbúa Gaza háða hjálpargögnum. Um leið og loftárásir Ísraels hófust á Gaza í október 2023 var klóin hert. Ásökunin um að Ísrael beiti almenna borgara á Gaza vísvitandi svelti var mikilvægur hluti af þjóðarmorðsákæru Suður-Afríku gegn Ísraelstrax í árslok 2023. Árin 2023-2024 var eitt stærsta vandamálið aðskilnaður Suður- og Norður-Gaza sem olli því að það var banvæn hungursneyð í norðrinu en fólk skrimti bærilega í suðrinu. Í dag hefur flestum íbúum verið þjappað á örlítið landsvæði og sami skorturinn ríkir alls staðar. Í hvert sinn sem þetta vekur heimsathygli er slakað tímabundið á klónni, en aldrei nóg. Gaza er mjög lítið landsvæði, aðeins stærra en höfuðborgarsvæðið á Íslandi, og landslag þvælist ekki fyrir samgöngum. Það er auðvelt að ráðskast með aðstæður innan svo lítils svæðis. En hvað er það sem fólk á Gaza og velunnarar þeirra er að safna fyrir? Flutningar: Reglulega skipar Ísrael íbúum að rýma svæði. Ég hef séð frásagnir fólks sem hefur flúið innan Gaza 15-20 sinnum á þessum tæpum tveimur árum en þetta hlýtur að vera farið að renna saman í eitt fyrir flestum. Í hvert sinn sem þau flýja taka þau minna með sér. Líkurnar á að komast heil á húfi frá Ísraelsher og að geta dregið fram lífið í kjölfarið aukast ef hægt er að leigja bíl eða kerru. Það eru ekki margir bílar eftir á Gaza, eldsneyti nær ekkert og aksturinn hættulegur. Þetta er þess vegna mjög dýrt, jafnvel 120-180 þúsund krónur. (Algeng mánaðarlaun á Gaza meðan þar var enn hægt að lifa til þess að gera eðlilegu lífi var um 25 þúsund krónur) Vatn: Það eru enn ýmis hjálparsamtök sem geta dreift vatni á Gaza en margir þurfa samt að kaupa vatn. Jafnvel þó það sé hægt að finna ókeypis vatn er mikil vinna að ná í það, það þarf að ganga langar vegalengdir, bera vatnið til baka og alltaf er hættan á því að verða að skotmarki. Staður til að vera á: Enn eru til skólar eða önnur almannarými þar sem einhverjir fá að leita skjóls. En þau eru ekki mörg og flestir á Gaza álíta þessa staði líklegri til að vera sprengdir að nóttu til en aðra. Sumar fjölskyldur á Gaza eru heppnar og eru að safna fyrir svimandi upphæðum til að leigja einhvers konar húsnæði. En þúsundir heimila eru eyðilögð í hverri viku, með jarðýtum eða flugskeytum, og alltaf er hraðað á eyðileggingunni. Aðrar fjölskyldur eru að safna fyrir leigu á nokkrum fermetrum til að tjalda á. Það eru hins vegar ekki margir að reyna að safna fyrir tjaldi af því að í dag er varla tjald að fá á Gaza og þau sem eru í boði kosta á bilinu 100-180 þúsund krónur. Innflutningur á öruggum framtíðartjaldbúðum var eitt lykilatriði í vopnahléssamningnum í byrjun árs og eitt af þeim sem fyrst var rofið. Margar fjölskyldur hafa glatað tjöldunum sínum í eilífum rýmingum, aðrar hírast í tjöldum sem eru morkin og slitin eftir tvö ár af sterku sólskini og rigningu. Jafnvel þó Ísrael myndi hætta að sprengja og skjóta í dag þá er þetta eitt nóg til að valda risastórri bylgju dauðsfalla þegar það kólnar í vetur. Matur: Áætlar er að Ísrael hafi eyðilagt 86% ræktarlands á Gaza. Í lok júlí lagði Ísrael svo bann við fiskveiðum Gazabúa. Íbúarnir þurfa því að reiða sig algerlega á innflutning. Á Gaza var nokkurs konar vopnahlé í byrjun árs sem formlega varði frá 19. janúar til 18. mars. Þann 2. mars var hins vegar lagt á algert innflutningsbann og það ríkti í 11 vikur eða til 19. maí. Þá þegar voru íbúar orðnir máttvana eftir meira en ár af skorti. Þegar innflutningur var loks leyfður aftur eftir 19. maí var öllum alþjóðlegum hjálparsamtökum enn bannað að aka vistum inn á Gaza og sjá um dreifingu þeirra. Sá litli matur sem hefur verið fluttur inn á Gaza síðan þá er annars vegar hefðbundinn vöruinnflutningur sem greitt er fyrir með peningum og svo vistir sem dreift er af bandarísk-ísraelsku samtökunum GHF. Þau eru bæði afar dýr í rekstri og leggja kapp á að skjóta einhvern á hverjum degi. Nærri 2500 manns hafa verið skotnir til bana við úthlutunarstöðvarnar og 17.800 hafa særst. Það sem er í þessum fáu vörubílum sem hleypt er yfir landamærin eru aðallega kolvetni. Fólkið á Gaza er því að safna fyrir hveiti, hrísgrjónum, pasta, jurtaolíu og dósamat. Eftir upphlaup vestrænna fjölmiðla í sumar yfir sveltandi börnum birtust aftur um stund hlutir eins og súputeningar og ávextir og kjöt í dósum en allt var þetta rándýrt. Stundum er hægt að kaupa fersk eggaldin, sterkan pipar, tómata og gúrkur, kartöflur eða lauk. Sömuleiðis rándýrt. Fæðuflokkar á borð við banana, jógúrt og egg eru ekki í boði. En, af því að þetta er manngert ástand sem ekkert mál er að leysa, þá sjáum við kannski til skiptis mynd af sveltandi nýbura og aðra af tötralegum krökkum að drekka safa í fernu með röri. Andstæður sem ekki myndu sjást á nokkru öðru svæði í heiminum sem líður skort. Það er einnig mjög dýrt að fá eldsneyti til að matreiða með. Það er ekki hægt að kaupa sápu, tannbursta, tannkrem. Það er ekki hægt að kaupa ný föt eða skó. Það er ekki hægt að kaupa sótthreinsi og plástra. Sumir á Gaza eru að safna fyrir þeim peningum sem þarf til að öðlast sjúkraflutning til annarra landa. Æ fleiri þurfa á slíkum flutningi að halda á sama tíma og æ færri fá leyfi til að fara. Þau sem það fá þurfa að skilja hálfa fjölskylduna eftir, til dæmis elstu börnin. Reglulega birtast fyrirsagnir í fjölmiðlum um að ísraelskur stjórnmálamaður eða jafnvel Bandaríkjaforseti hafi gefið í skyn að ætlunin með öllu þessu sé að kvelja íbúana þar til þeir samþykkja glaðir að láta flytja sig til Úganda eða annars ótilgreinds lands. Ég er bara venjuleg kona á Íslandi og ég bý ég ekki yfir neinum hæfileika til að sjá fyrir framtíðina. Ég get bara dregið ályktanir af því sem ég sé og les, rétt eins og hver annar, og þær eru þessar: Það ætlar aldrei neinn að flytja þetta fólk til Úganda. Það á að veikja það þar til það gengur af fúsum og frjálsum vilja í átt að ísraelskri skyttu, ákveður að hlaupa ekki þegar það fær sms um að byggingin verði sprengd eftir 15 mínútur, sé orðið svo illa haldið að það deyji úr kulda innan um húsarústir, týni símanum sínum og geti ekki lengur tekið á móti peningasendingum fyrir hveiti eða veikist af umgangspest sem vannærður líkami þeirra ræður ekki við. Það eru margar leiðir fyrir fólk sem ekki hefur borðað sig satt, ekki drukkið nægju sína, ekki sofið fullan nætursvefn, ekki getað þvegið sér, ekki átt sér skjól innandyra, allt í næstum tvö ár, til að láta undan dauðanum. Ég hef heldur enga trú á Ísraelum og Bandaríkjamönnum sem tala um að innlima Gaza í Ísrael eða Tony Blair sem ætlar að byggja þar gervigreindarparadís. Ef ætlunin væri að eignast svæðið og nota það þá væri eyðileggingin ekki svona alger. Eina framtíðin sem ég sé er eitruð auðn sem við verðum öll í framtíðinni skikkuð til að heimsækja grátandi til að horfast í augu við blinda illsku í sinni tærustu mynd. Við okkur blasir tvenns konar framtíð. Annars vegar sú þar sem þetta gerðist og við samþykktum það þegjandi. Hins vegar sú þar sem þetta gerðist og við sögðum nei. Önnur þessara leiða er að lokast hratt. Hættum að keppa í Eurovision við Ísrael. Hættum að keppa í íþróttum við Ísrael. Hættum að kaupa vörur og þjónustu frá Ísrael. Á laugardaginn milli tvö og fimm verður mótmælagangan Sniðgangan haldin í annað sinn, bæði á höfuðborgarsvæðinu í Reykjavík og á Akureyri. Þá göngum við saman til að vekja athygli á vörumerkjunum sem eru í brennidepli sniðgöngunnar fyrir Palestínu á Íslandi og þrýsta á stjórnvöld að beita sér. Höfundur er sjálfboðaliði í íslensku sniðgönguhreyfingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Það er ekki ólíklegt að lesendur þessarar greinar hafi tekið eftir allskonar fjársöfnunum fyrir fjölskyldur á Gaza. Í sumum tilvikum er söfnunin á vegum palestínskra íbúa á Íslandi sem safna fyrir ættingja sína en í öðrum er um að ræða barnfædda Íslendinga sem kynntust fólkinu yfir netið. Hjálparsamtökin Vonarbrú eru án efa þekktasta dæmi slíkra fjársafnana sem eru orðnar helsta líflína fólks á Gaza. Á þessum söfnunum er ákveðið sérkenni: Upphæðirnar sem þarf að safna til að halda fjölskyldu á Gaza réttu megin við hungurmörk eru á allt öðrum skala en hingað til hefur þekkst í alþjóðlegu hjálparstarfi. Gaza er í dag dýrasti staður á jarðríki. Þar ríkir hungursneyð samkvæmt formlegum úrskurði SÞ þann 22. ágúst 2025, vöruskortur á áður óþekktum skala í sögu 21. aldarinnar og peningaskortur. Með því er ekki átt við skorti á fjármagni heldur reiðufé, seðlum. Þessi skortur veldur því að fólk sem ætlar að taka út peninga þarf að greiða álag sem flöktir á milli 35-50%. Þegar kemur að því að nota það sem eftir er af peningunum blasir í senn við vöruskortur og óðaverðbólga. Það er næstum ekkert hægt að kaupa. Vöruskorturinn á Gaza í dag á sér sömu rætur og hann hefur haft síðan 2005 en það er algjör stjórn Ísraels (með hjálp frá Egyptalandi) á öllum inn- og útflutningi á Gaza. Þetta ástand gerði íbúa Gaza háða hjálpargögnum. Um leið og loftárásir Ísraels hófust á Gaza í október 2023 var klóin hert. Ásökunin um að Ísrael beiti almenna borgara á Gaza vísvitandi svelti var mikilvægur hluti af þjóðarmorðsákæru Suður-Afríku gegn Ísraelstrax í árslok 2023. Árin 2023-2024 var eitt stærsta vandamálið aðskilnaður Suður- og Norður-Gaza sem olli því að það var banvæn hungursneyð í norðrinu en fólk skrimti bærilega í suðrinu. Í dag hefur flestum íbúum verið þjappað á örlítið landsvæði og sami skorturinn ríkir alls staðar. Í hvert sinn sem þetta vekur heimsathygli er slakað tímabundið á klónni, en aldrei nóg. Gaza er mjög lítið landsvæði, aðeins stærra en höfuðborgarsvæðið á Íslandi, og landslag þvælist ekki fyrir samgöngum. Það er auðvelt að ráðskast með aðstæður innan svo lítils svæðis. En hvað er það sem fólk á Gaza og velunnarar þeirra er að safna fyrir? Flutningar: Reglulega skipar Ísrael íbúum að rýma svæði. Ég hef séð frásagnir fólks sem hefur flúið innan Gaza 15-20 sinnum á þessum tæpum tveimur árum en þetta hlýtur að vera farið að renna saman í eitt fyrir flestum. Í hvert sinn sem þau flýja taka þau minna með sér. Líkurnar á að komast heil á húfi frá Ísraelsher og að geta dregið fram lífið í kjölfarið aukast ef hægt er að leigja bíl eða kerru. Það eru ekki margir bílar eftir á Gaza, eldsneyti nær ekkert og aksturinn hættulegur. Þetta er þess vegna mjög dýrt, jafnvel 120-180 þúsund krónur. (Algeng mánaðarlaun á Gaza meðan þar var enn hægt að lifa til þess að gera eðlilegu lífi var um 25 þúsund krónur) Vatn: Það eru enn ýmis hjálparsamtök sem geta dreift vatni á Gaza en margir þurfa samt að kaupa vatn. Jafnvel þó það sé hægt að finna ókeypis vatn er mikil vinna að ná í það, það þarf að ganga langar vegalengdir, bera vatnið til baka og alltaf er hættan á því að verða að skotmarki. Staður til að vera á: Enn eru til skólar eða önnur almannarými þar sem einhverjir fá að leita skjóls. En þau eru ekki mörg og flestir á Gaza álíta þessa staði líklegri til að vera sprengdir að nóttu til en aðra. Sumar fjölskyldur á Gaza eru heppnar og eru að safna fyrir svimandi upphæðum til að leigja einhvers konar húsnæði. En þúsundir heimila eru eyðilögð í hverri viku, með jarðýtum eða flugskeytum, og alltaf er hraðað á eyðileggingunni. Aðrar fjölskyldur eru að safna fyrir leigu á nokkrum fermetrum til að tjalda á. Það eru hins vegar ekki margir að reyna að safna fyrir tjaldi af því að í dag er varla tjald að fá á Gaza og þau sem eru í boði kosta á bilinu 100-180 þúsund krónur. Innflutningur á öruggum framtíðartjaldbúðum var eitt lykilatriði í vopnahléssamningnum í byrjun árs og eitt af þeim sem fyrst var rofið. Margar fjölskyldur hafa glatað tjöldunum sínum í eilífum rýmingum, aðrar hírast í tjöldum sem eru morkin og slitin eftir tvö ár af sterku sólskini og rigningu. Jafnvel þó Ísrael myndi hætta að sprengja og skjóta í dag þá er þetta eitt nóg til að valda risastórri bylgju dauðsfalla þegar það kólnar í vetur. Matur: Áætlar er að Ísrael hafi eyðilagt 86% ræktarlands á Gaza. Í lok júlí lagði Ísrael svo bann við fiskveiðum Gazabúa. Íbúarnir þurfa því að reiða sig algerlega á innflutning. Á Gaza var nokkurs konar vopnahlé í byrjun árs sem formlega varði frá 19. janúar til 18. mars. Þann 2. mars var hins vegar lagt á algert innflutningsbann og það ríkti í 11 vikur eða til 19. maí. Þá þegar voru íbúar orðnir máttvana eftir meira en ár af skorti. Þegar innflutningur var loks leyfður aftur eftir 19. maí var öllum alþjóðlegum hjálparsamtökum enn bannað að aka vistum inn á Gaza og sjá um dreifingu þeirra. Sá litli matur sem hefur verið fluttur inn á Gaza síðan þá er annars vegar hefðbundinn vöruinnflutningur sem greitt er fyrir með peningum og svo vistir sem dreift er af bandarísk-ísraelsku samtökunum GHF. Þau eru bæði afar dýr í rekstri og leggja kapp á að skjóta einhvern á hverjum degi. Nærri 2500 manns hafa verið skotnir til bana við úthlutunarstöðvarnar og 17.800 hafa særst. Það sem er í þessum fáu vörubílum sem hleypt er yfir landamærin eru aðallega kolvetni. Fólkið á Gaza er því að safna fyrir hveiti, hrísgrjónum, pasta, jurtaolíu og dósamat. Eftir upphlaup vestrænna fjölmiðla í sumar yfir sveltandi börnum birtust aftur um stund hlutir eins og súputeningar og ávextir og kjöt í dósum en allt var þetta rándýrt. Stundum er hægt að kaupa fersk eggaldin, sterkan pipar, tómata og gúrkur, kartöflur eða lauk. Sömuleiðis rándýrt. Fæðuflokkar á borð við banana, jógúrt og egg eru ekki í boði. En, af því að þetta er manngert ástand sem ekkert mál er að leysa, þá sjáum við kannski til skiptis mynd af sveltandi nýbura og aðra af tötralegum krökkum að drekka safa í fernu með röri. Andstæður sem ekki myndu sjást á nokkru öðru svæði í heiminum sem líður skort. Það er einnig mjög dýrt að fá eldsneyti til að matreiða með. Það er ekki hægt að kaupa sápu, tannbursta, tannkrem. Það er ekki hægt að kaupa ný föt eða skó. Það er ekki hægt að kaupa sótthreinsi og plástra. Sumir á Gaza eru að safna fyrir þeim peningum sem þarf til að öðlast sjúkraflutning til annarra landa. Æ fleiri þurfa á slíkum flutningi að halda á sama tíma og æ færri fá leyfi til að fara. Þau sem það fá þurfa að skilja hálfa fjölskylduna eftir, til dæmis elstu börnin. Reglulega birtast fyrirsagnir í fjölmiðlum um að ísraelskur stjórnmálamaður eða jafnvel Bandaríkjaforseti hafi gefið í skyn að ætlunin með öllu þessu sé að kvelja íbúana þar til þeir samþykkja glaðir að láta flytja sig til Úganda eða annars ótilgreinds lands. Ég er bara venjuleg kona á Íslandi og ég bý ég ekki yfir neinum hæfileika til að sjá fyrir framtíðina. Ég get bara dregið ályktanir af því sem ég sé og les, rétt eins og hver annar, og þær eru þessar: Það ætlar aldrei neinn að flytja þetta fólk til Úganda. Það á að veikja það þar til það gengur af fúsum og frjálsum vilja í átt að ísraelskri skyttu, ákveður að hlaupa ekki þegar það fær sms um að byggingin verði sprengd eftir 15 mínútur, sé orðið svo illa haldið að það deyji úr kulda innan um húsarústir, týni símanum sínum og geti ekki lengur tekið á móti peningasendingum fyrir hveiti eða veikist af umgangspest sem vannærður líkami þeirra ræður ekki við. Það eru margar leiðir fyrir fólk sem ekki hefur borðað sig satt, ekki drukkið nægju sína, ekki sofið fullan nætursvefn, ekki getað þvegið sér, ekki átt sér skjól innandyra, allt í næstum tvö ár, til að láta undan dauðanum. Ég hef heldur enga trú á Ísraelum og Bandaríkjamönnum sem tala um að innlima Gaza í Ísrael eða Tony Blair sem ætlar að byggja þar gervigreindarparadís. Ef ætlunin væri að eignast svæðið og nota það þá væri eyðileggingin ekki svona alger. Eina framtíðin sem ég sé er eitruð auðn sem við verðum öll í framtíðinni skikkuð til að heimsækja grátandi til að horfast í augu við blinda illsku í sinni tærustu mynd. Við okkur blasir tvenns konar framtíð. Annars vegar sú þar sem þetta gerðist og við samþykktum það þegjandi. Hins vegar sú þar sem þetta gerðist og við sögðum nei. Önnur þessara leiða er að lokast hratt. Hættum að keppa í Eurovision við Ísrael. Hættum að keppa í íþróttum við Ísrael. Hættum að kaupa vörur og þjónustu frá Ísrael. Á laugardaginn milli tvö og fimm verður mótmælagangan Sniðgangan haldin í annað sinn, bæði á höfuðborgarsvæðinu í Reykjavík og á Akureyri. Þá göngum við saman til að vekja athygli á vörumerkjunum sem eru í brennidepli sniðgöngunnar fyrir Palestínu á Íslandi og þrýsta á stjórnvöld að beita sér. Höfundur er sjálfboðaliði í íslensku sniðgönguhreyfingunni.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar