Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. september 2025 22:04 Formaður félags Fasteignasala vill breyta þeirri menningu sem hefur skapast á fasteignamarkaði hér á landi. Betra sé að fólk selji fyrst og kaupi svo í stað þess að kaupa með fyrirvara um sölu og enda mögulega í margra eigna keðju sem slitnar. Langar fasteignakeðjur tefja fyrir fyrir viðskiptum á markaði og geta slitnað auðveldlega, enda eru dæmi um að sjö eða fleiri eignir séu á bak við eina sölu. Formaður Félags fasteignasala kallar eftir þjóðarátaki hjá kaupendum til að breyta markaðnum; selja fyrst, kaupa svo! Í Bítinu í gær greindi fasteignasali frá því að um helmingur allra fasteignakeðja á Íslandi slitni. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, segir að seljendur ættu að búa sig undir að sölutíminn gæti orðið langur. „Það er ekkert óeðlilegt að það taki sex mánuði að selja, til dæmis, sérstaklega ef sölurnar hanga saman í keðjum.“ Fasteignakeðjur verða til þegar kaupendur gera kauptilboð með fyrirvara um sölu. Fjöldi eigna í keðju getur orðið ansi mikill. „Það geta verið alveg fimm til sjö eignir í keðjum sem hanga á einum tímapunkti saman. Einhver setur hús á sölu og annar aðili býður í þá fasteign með fyrirvara um sölu á sinni eign og síðan gengur það koll af kolli þannig að þá lengist mjög mikið í hlutunum þegar þetta fyrirkomulag er á markaðnum, að fólk festir sér fyrst fasteign og setur svo á sölu.“ Vonbrigðin taki síðan yfir þegar keðjan slitnar. „Fólkið sem er í þessum keðjum, það er að bíða og vona. Það er kannski búið að festa sér draumaeignina sína og svo gengur það ekki upp og það er búið að gefa þessu allan þennan tíma.“ Reglur Seðlabankans komi oft aftan að fólki Það sé algengt að regla Seðlabankans um 35 prósenta hámarkshlutfall af útborguðum launum komi aftan að fólki og setji keðjur í uppnám en prósentan er hærri hjá fyrstu kaupendum. „Það fer kannski í gegnum greiðslumat eða bráðabirgðagreiðslumat og það er ekki gert ráð fyrir þessari reglu og telur sig geta staðið við kaupin sem búið er að festa sig inn í en svo kemur á daginn að þetta gengur ekki upp. Ég myndi segja að þessi regla komi svolítið aftan að fólki, fyrst og fremst.“ Hún kallar eftir þjóðarátaki. Best sé að selja fyrst og kaupa svo. „Það þarf svolítið átak í þessu. Ég myndi segja að það sé pínu vandi sem hefur þróast hér á landi hvernig fyrirkomulagið er að fara alltaf hina leiðina.” Ef fólk sé hrætt við að selja ofan af sér án þess að vera búið að finna sér eign þá sé hægt að gera fyrirvara um kaup þegar eignin er sett á sölu. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Páll Pálsson fasteignasali segir jafnvægi á fasteignamarkaði í dag. Það sé frábær tími fyrir kaupendur því það sé mikið framboð og verð hækki ekki það mikið milli mánaða. Íbúðir í eldri byggingum seljist betur en í nýbyggingum. Páll fór yfir stöðuna á fasteignamarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 15. september 2025 09:06 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Í Bítinu í gær greindi fasteignasali frá því að um helmingur allra fasteignakeðja á Íslandi slitni. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, segir að seljendur ættu að búa sig undir að sölutíminn gæti orðið langur. „Það er ekkert óeðlilegt að það taki sex mánuði að selja, til dæmis, sérstaklega ef sölurnar hanga saman í keðjum.“ Fasteignakeðjur verða til þegar kaupendur gera kauptilboð með fyrirvara um sölu. Fjöldi eigna í keðju getur orðið ansi mikill. „Það geta verið alveg fimm til sjö eignir í keðjum sem hanga á einum tímapunkti saman. Einhver setur hús á sölu og annar aðili býður í þá fasteign með fyrirvara um sölu á sinni eign og síðan gengur það koll af kolli þannig að þá lengist mjög mikið í hlutunum þegar þetta fyrirkomulag er á markaðnum, að fólk festir sér fyrst fasteign og setur svo á sölu.“ Vonbrigðin taki síðan yfir þegar keðjan slitnar. „Fólkið sem er í þessum keðjum, það er að bíða og vona. Það er kannski búið að festa sér draumaeignina sína og svo gengur það ekki upp og það er búið að gefa þessu allan þennan tíma.“ Reglur Seðlabankans komi oft aftan að fólki Það sé algengt að regla Seðlabankans um 35 prósenta hámarkshlutfall af útborguðum launum komi aftan að fólki og setji keðjur í uppnám en prósentan er hærri hjá fyrstu kaupendum. „Það fer kannski í gegnum greiðslumat eða bráðabirgðagreiðslumat og það er ekki gert ráð fyrir þessari reglu og telur sig geta staðið við kaupin sem búið er að festa sig inn í en svo kemur á daginn að þetta gengur ekki upp. Ég myndi segja að þessi regla komi svolítið aftan að fólki, fyrst og fremst.“ Hún kallar eftir þjóðarátaki. Best sé að selja fyrst og kaupa svo. „Það þarf svolítið átak í þessu. Ég myndi segja að það sé pínu vandi sem hefur þróast hér á landi hvernig fyrirkomulagið er að fara alltaf hina leiðina.” Ef fólk sé hrætt við að selja ofan af sér án þess að vera búið að finna sér eign þá sé hægt að gera fyrirvara um kaup þegar eignin er sett á sölu.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Páll Pálsson fasteignasali segir jafnvægi á fasteignamarkaði í dag. Það sé frábær tími fyrir kaupendur því það sé mikið framboð og verð hækki ekki það mikið milli mánaða. Íbúðir í eldri byggingum seljist betur en í nýbyggingum. Páll fór yfir stöðuna á fasteignamarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 15. september 2025 09:06 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Páll Pálsson fasteignasali segir jafnvægi á fasteignamarkaði í dag. Það sé frábær tími fyrir kaupendur því það sé mikið framboð og verð hækki ekki það mikið milli mánaða. Íbúðir í eldri byggingum seljist betur en í nýbyggingum. Páll fór yfir stöðuna á fasteignamarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 15. september 2025 09:06
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent