Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2025 16:27 Olíuvinnsla er ein helsta tekjulind rússneska ríkisins. Getty Forsvarsmenn opinbers rússnesks félags sem rekur olíuleiðslur þar í landi hefur varað framleiðendur við því að þeir gætu þurft draga úr flæðinu vegna drónaárása. Úkraínumenn hafa lagt sérstaka áherslu á árásir á innviði olíuframleiðslu í Rússlandi á undanförnum mánuðum. Félagið Transneft sér um að flytja rúmlega átta prósent af þeirri olíu sem dælt er úr jörðu í Rússlandi til vinnslustöðva. Forsvarsmenn félagsins leyfa ekki olíuframleiðendum að geyma olíu í leiðslunum lengur og hafa varað við því að mögulegt sé að draga þurfi úr framleiðslu vegna árásanna, verði olíuleiðslurnar og dælustöðvar fyrir frekari árásum. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir nokkrum heimildarmönnum sínum úr orkugeira Rússlands. Úkraínumenn hafa notað dróna til að gera árásir á að minnsta kosti tíu vinnslustöðvar í Rússlandi, auk innviða sem tengjast framleiðslunni. Í einhverjum tilfellum hafa þeir ráðist á sömu skotmörkin oftar en einu sinni til að valda frekari skemmdum á þeim. Sjá einnig: Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Þetta hefur dregið töluvert úr framleiðslugetu Rússa en um tíma fór samdrátturinn nærri því í tuttugu prósent af heildarframleiðslunni. Viðgerðir hafa farið fram í Rússlandi en í einhverjum tilfellum hafa refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi gert ráðamönnum þar erfitt um vik með að laga þá innviði sem þarf að laga og viðhalda vinnslustöðvum. Sala á jarðgasi, olíu og olíuvörum er ein allra mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins og er hún notuð til að fjármagna stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Eins og fram kemur í grein Reuters hefur frá þriðjungi til helmings allra tekna rússneska ríkisins á undanförnum árum komið til vegna sölu á olíuvörum eða jarðgasi. Ráðamenn í Rússlandi hafa hingað til lítið sem ekkert sagt opinberlega um árásirnar á olíuvinnsluna eða afleiðingar hennar. Um níu prósent af allri olíuframleiðslu heims á sér stað í Rússlandi. Mest öll sala Rússlands fer nú til Kína og Indlands en nokkur lönd í Evrópu, aðallega Ungverjaland og Slóvakía, kaupa enn olíu og gas af Rússlandi. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sagt að árásir Úkraínumanna hafi valdið miklum skaða í Rússlandi. Meðal annars hefur hann sagt að árásirnar séu þær refsiaðgerðir fyrir innrásina sem virki hvað best. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bensín og olía Úkraína Hernaður Tengdar fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Atlantshafsbandalagið og Rússland eiga „augljóslega“ í stríði. Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, við blaðamenn í Moskvu í morgun. Stuðningur margra ríkja NATO við Úkraínu jafngilti að bandalagið væri í raun og veru stríð við Rússland. Það væri augljóst að stríðsástand ríkti. 15. september 2025 15:46 Stórauka útgjöld til varnarmála Ríkisstjórn Svíþjóðar tilkynnti í morgun að fjárútlát til varnarmála yrðu stóraukin á næsta ári um 26,6 milljarða sænskra króna. Þannig munu fjárútlátin fara úr 148 milljörðum í um 175 milljarða eða um 2,8 prósent af vergri landsframleiðslu Svíþjóðar. 15. september 2025 13:33 Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist tilbúinn að ráðast í þungar refsiaðgerðir gegn Rússlandi ef öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hætta að kaupa olíu af Rússlandi. Tyrkland er eitt af stærstu kaupendum rússneskrar olíu. 13. september 2025 16:40 Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Úkraínumenn hafa um árabil varist svo gott sem daglegum árásum Rússa með sjálfsprengidróna og eldflaugar. Til þessa notast þeir marglaga varnir en þróun þessara varna hefur að miklu leyti gengið út á að draga eins og hægt er úr kostnaði við varnirnar en drónarnir eru tiltölulega ódýrir í framleiðslu og flugskeyti í loftvarnarkerfi og herþotur eru það alls ekki. 11. september 2025 18:53 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Félagið Transneft sér um að flytja rúmlega átta prósent af þeirri olíu sem dælt er úr jörðu í Rússlandi til vinnslustöðva. Forsvarsmenn félagsins leyfa ekki olíuframleiðendum að geyma olíu í leiðslunum lengur og hafa varað við því að mögulegt sé að draga þurfi úr framleiðslu vegna árásanna, verði olíuleiðslurnar og dælustöðvar fyrir frekari árásum. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir nokkrum heimildarmönnum sínum úr orkugeira Rússlands. Úkraínumenn hafa notað dróna til að gera árásir á að minnsta kosti tíu vinnslustöðvar í Rússlandi, auk innviða sem tengjast framleiðslunni. Í einhverjum tilfellum hafa þeir ráðist á sömu skotmörkin oftar en einu sinni til að valda frekari skemmdum á þeim. Sjá einnig: Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Þetta hefur dregið töluvert úr framleiðslugetu Rússa en um tíma fór samdrátturinn nærri því í tuttugu prósent af heildarframleiðslunni. Viðgerðir hafa farið fram í Rússlandi en í einhverjum tilfellum hafa refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi gert ráðamönnum þar erfitt um vik með að laga þá innviði sem þarf að laga og viðhalda vinnslustöðvum. Sala á jarðgasi, olíu og olíuvörum er ein allra mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins og er hún notuð til að fjármagna stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Eins og fram kemur í grein Reuters hefur frá þriðjungi til helmings allra tekna rússneska ríkisins á undanförnum árum komið til vegna sölu á olíuvörum eða jarðgasi. Ráðamenn í Rússlandi hafa hingað til lítið sem ekkert sagt opinberlega um árásirnar á olíuvinnsluna eða afleiðingar hennar. Um níu prósent af allri olíuframleiðslu heims á sér stað í Rússlandi. Mest öll sala Rússlands fer nú til Kína og Indlands en nokkur lönd í Evrópu, aðallega Ungverjaland og Slóvakía, kaupa enn olíu og gas af Rússlandi. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sagt að árásir Úkraínumanna hafi valdið miklum skaða í Rússlandi. Meðal annars hefur hann sagt að árásirnar séu þær refsiaðgerðir fyrir innrásina sem virki hvað best.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bensín og olía Úkraína Hernaður Tengdar fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Atlantshafsbandalagið og Rússland eiga „augljóslega“ í stríði. Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, við blaðamenn í Moskvu í morgun. Stuðningur margra ríkja NATO við Úkraínu jafngilti að bandalagið væri í raun og veru stríð við Rússland. Það væri augljóst að stríðsástand ríkti. 15. september 2025 15:46 Stórauka útgjöld til varnarmála Ríkisstjórn Svíþjóðar tilkynnti í morgun að fjárútlát til varnarmála yrðu stóraukin á næsta ári um 26,6 milljarða sænskra króna. Þannig munu fjárútlátin fara úr 148 milljörðum í um 175 milljarða eða um 2,8 prósent af vergri landsframleiðslu Svíþjóðar. 15. september 2025 13:33 Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist tilbúinn að ráðast í þungar refsiaðgerðir gegn Rússlandi ef öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hætta að kaupa olíu af Rússlandi. Tyrkland er eitt af stærstu kaupendum rússneskrar olíu. 13. september 2025 16:40 Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Úkraínumenn hafa um árabil varist svo gott sem daglegum árásum Rússa með sjálfsprengidróna og eldflaugar. Til þessa notast þeir marglaga varnir en þróun þessara varna hefur að miklu leyti gengið út á að draga eins og hægt er úr kostnaði við varnirnar en drónarnir eru tiltölulega ódýrir í framleiðslu og flugskeyti í loftvarnarkerfi og herþotur eru það alls ekki. 11. september 2025 18:53 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Atlantshafsbandalagið og Rússland eiga „augljóslega“ í stríði. Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, við blaðamenn í Moskvu í morgun. Stuðningur margra ríkja NATO við Úkraínu jafngilti að bandalagið væri í raun og veru stríð við Rússland. Það væri augljóst að stríðsástand ríkti. 15. september 2025 15:46
Stórauka útgjöld til varnarmála Ríkisstjórn Svíþjóðar tilkynnti í morgun að fjárútlát til varnarmála yrðu stóraukin á næsta ári um 26,6 milljarða sænskra króna. Þannig munu fjárútlátin fara úr 148 milljörðum í um 175 milljarða eða um 2,8 prósent af vergri landsframleiðslu Svíþjóðar. 15. september 2025 13:33
Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist tilbúinn að ráðast í þungar refsiaðgerðir gegn Rússlandi ef öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hætta að kaupa olíu af Rússlandi. Tyrkland er eitt af stærstu kaupendum rússneskrar olíu. 13. september 2025 16:40
Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Úkraínumenn hafa um árabil varist svo gott sem daglegum árásum Rússa með sjálfsprengidróna og eldflaugar. Til þessa notast þeir marglaga varnir en þróun þessara varna hefur að miklu leyti gengið út á að draga eins og hægt er úr kostnaði við varnirnar en drónarnir eru tiltölulega ódýrir í framleiðslu og flugskeyti í loftvarnarkerfi og herþotur eru það alls ekki. 11. september 2025 18:53