Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar 16. september 2025 10:02 Ég þreytist seint á að vekja fólk til umhugsunar um mestu auðlindir þjóðarinnar. Það er hreint með ólíkindum að ráðamenn hafi látið ábyrgðarlaus og eftirlitslausa stofnun um að segja þjóðinni hvernig okkar sjávarauðlindir eru best nýttar. Og, það í yfir 40 ár! Þjóðin þarf að ranka við sér. Er fólki bara sama um að hver nytjastofninn í hafinu hverfi úr veiðiflórunni? Humar, rækja, lúða, skel, .... og loðnustofninn í miklum vandræðum. Er þjóðinni alveg sama hvernig farið er með auðlindir hennar? Er ekki lágmark að við látum með faglegum hætti skoða hvert stefnir og afhverju? Eftirfarandi eru staðreyndir, flestar unnar úr skrýslum Hafró og ICES (Alþjóðahafrannsóknaráðið) 1. Hafró hefur mælt stærð loðnustofnsins frá 1979. Fram til 2015 voru „400 þús tonn skilin eftir til hrygningar og afráns(það sem aðrar tegundir éta af loðnu). Veistu hvernig Hafró fann það magn út? Nei. Fyrir þessu magni var engin vísindaleg nálgun, heldur var „tilfinningin sú að óvarlegt væri að ganga nær stofninum“. Núverandi forstjóri orðaði þetta þannig: „ við reiknum út hvað náttúran þarf (af loðnu) áður en kvótinn er gefinn út“. Og, ég spyr: Hvernig í ósköpunum á Hafró eða nokkur að getað reiknað út hvað „náttúran þarf“? 2. Á þeim um 40 árum sem þorskveiðin nam 380-550.000 tonn, var loðna ekki veidd. Hafró hefur alfarið neitað að svo mikið sem hugleiða, að eftir að farið var að stunda stórfelldar loðnuveiðar, þá hrundi nýliðun fiskistofna og þorskurinn léttist stórlega. Er það einfaldlega tilviljun? 3. Loðnan er mikilvægasta fisktegundin í vistkerfi hafisins, ekki einungis sem fæðuhlekkur heldur vegna þess hversu mikla orku hún flytur norður úr höfum inn í íslenska sjávarvistkerfið. Mikilvægi hennar verður ekki metið hvort sem hún er lifandi eða dauð og fellur til botns, sem mikilvægur hlekkur í lífríkinu. Þannig hefur hún t.d. mikil áhrif á viðkomu þorskstofnsins og nýliðun fiskistofna. 4. Í skýrslum Hafró 2005/2006 er fjallað um lítið magn loðnu í þorskmögum, og að lítið magn af loðnu mælist í loðnuleiðöngrum. Á meðan því ástandi varir, megi gera ráð fyrir að meðalþyngd þorsks verði tiltölulega lág. Því sé ástæða til að kanna hvort mögulegt sé að stýra loðnuveiðum þannig, að ekki skapist hætta á að möguleikar þorsks til loðnuát skerðist. Í skýrslu frá Hafró frá 2008/9 kemur fram að meðalþyngd þorsks sé „enn“ 7-18% undir meðalþyngd fyrri ára. Ástæðan telur Hafró vera minna magn loðnu á miðunum. Í stað þess að gæta þess að þorskurinn og aðar botnfisktegundir hafi næga fæðu, hefur ráðgjöf Hafró stuðlað að stórauknu afráni, þannig að þorskurinn okkar mikilvægasti nytjafiskur hálf sveltur. Afleiðingarnar eru stóraukið sjáflrán, þorskurinn étur eigin tegund og leitar á aðrar tegundir; rækju, humar, aðra fiskitegundir ofl til að ná magafylli, en án árangurs. Afleiðingarnar eru þjóðarbúinu rándýrar. 5. Kynþroska þorsks hefur seinkað mikið sökum hægari þroska vegna skorts á æti, loðnu. Þannig er nú aðeins um 30% 7 ára þorsk kynþroska í stað um 50% áður. Afleiðingarnar eru minnkuð afraksturgeta stofnsins. 6. Frá því loðnuveiðar hófust hafa um 25 – 30.000.000 tonna af loðnu verið fjarlægð úr vistkerfinu. Það ekki hægt að ímynda sér hversu mikil margfeldisáhrifin eru hefði þetta magn fengið að sinna sínu hlutverki í vistkerfinu. Við að fjarlæga alla þess „ orku/prótein“ úr vistkerfinu hefur myndast gífurleg „innviðarskuld“. Einungis þau loðnuhogn sem fryst hafa verið hefðu gefið af sér amk 90 – 120.000.000 tonn af loðnu. 7. Hafró hefur nánast upp á áratug, „leiðrétt“ stofnmat sitt á þorski sem nemur hundruðum þúsunda tonna og ávallt „lofað“ að nú væri rétta „formúlan fundin“. Árin 2021/2022 minnkaði Hafró þorskstofninn um nær 500.000 tonn. Stofninn var reiknaður úr rúmum 1.400.000 tonnum í 940.000 tonn. „Ofmatið á stærð þorskstofnsins er tilkomið vegna breytinga sem gerðar voru á líkaninu sem notað er til að meta stærð stofnsins,“ svarar Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, er hann er spurður hvað skýri ofmatið. Á sama tíma gefur stofnunin upp veiðiráðgjöf með nákvæmni upp á 1000 kíló. Og, ætlar einhver að halda fram að þessi ríkisstofnun þoli ekki smá yfirhalningu? 8. Í þættinum á Sprengisandi ítrekaði forstjóri Hafró: „ Forstjóri Hafró segir: „ Humarinn var mjög skynsamlega nýttur, mjög varlega nýttur“. Fullyrðing sem er að öllu leyti kolröng. Okkar dýrasti veiðistofn per kíló, var hreinlega eyðilagður af vankunnáttu og eða kæruleysi ríkisstarfsmanna Hafró. Staðreyndirnar eru að hrun stofnsins má rekja til: a.Ofveiði um margra ára skeið. Veiði var langt umfram sjálfbærni stofnsins. b.Búsvæði humarsins voru eyðilögð, sem var til þess að nýliðun í stofninum var enn lélegri en ella. c.Stofnstærðarmat byggðist ekki á vísindalegum grunni. ICES ítrekaði fyrir Hafró að taka upp UWTV stofnstærðarmat sem byggist á myndavélaeftirliti við mat á stofni og búsvæðum(under water television surveilance). Þá tækni tóku aðrar þjóðir upp árin 2003-2007, en hér dró Hafró lappirnar til 2016, skv. Skýrslum ICES. Hvergi hafa sést jafn illa farnar humarslóðir . 9. Í ráðgjöf ICES frá 2023, segir að loðnustofninn hafi verið ofveiddur í a.m.k 20 ár. Stofninn sé og hafið verið undir varúðarmörkum. Engin merki sé um að hann sé að ná sér upp. ICES telur nú að stofninn sé aðeins um 33% af þvi sem hann mætti minnst vera. Nýliðun sé í sögulegu samhengi mjög lítil. Sjá: ICES Capelin Advice 2023. Hlýnun sjávar geti ráðið baggamuninn á því hvort loðnustofninn nái að byggja sig upp úr því sem komið er. Breytingar á magni dýrsvifs, rauðátu, ljósátu ofl, sökum hlýnunnar, sem er loðnulifrum nauðsyn, geri nýliðun enn tvísýnni. Rannsóknir hafi sýnt að öflugur loðnustofn sé mun harðari af sér gagnvart umhverfisbreytingum, en stofn sem ströggli. (Huse Et Al. 2012 Marine Biology Research)Sjá: ICES AFWG Report 2022 – og Gjösæter Et.Al 2009, Progress in Oceangraphy. 10. Í nútíma fiskifræði er „atferli fiska“ ein grundvallar greinin til að skilja lífshætti og þróun fiskistofna. Hjá Hafró starfar enginn sérfræðingur á sviði atferlisfræði fiska. 11. Fram til ársins 2016 var öll ráðgjöf Hafró gefin án þess að taka tillit til þeirra áhrifa sem ráðgjöfin hefði á vistkerfið. Þannig er litið á hvern fiskistofn óháð áhrifum þeirra á vistkerfið. Margir vísindamenn hafa gagnrýnt aðferð Hafró vegna skorts á vistfræðilegri nálgun. Vistkerfið er heild, þar sem allar lífverur hafa sitt hlutverk. 12. Ef skýrslur ICES eru lesnar kemur m.a. fram að framtíð þorskstofnsins er fjarri því að vera björt í ljósi viðvarandi loðnubrests. Afrán þorsks á loðnustofninn sé hlutfallslega allt of mikið fyrir veikburða stofn. 13. Í um 40 ár hefur Hafró stundað svo kallað „togararall“, sem er ein grundvöllur í stofnstærðarmati botnfisks. Alltaf er togað á sama tíma á sama stað með sama veiðarfæri. En Hafró hefur ítrekað „kennt umhvefisbreytingum, hlýnun sjávar“ um lélega nýliðun fiskistofna. Ef svo er, afhverju ætti fiskur þá að halda sig á sömu bleyðunum áratugum saman? 40 árgöngum síðan, gæti hegðun hans ekki hafa breyst í tímans rás? 14. Hafró reiknar nýliðun fisks út frá einstaklingum sem eru 4 ára og eldri. En Hafró gefur sér að náttúrulegur dánarstuðull sé 0,20 á öllum aldursskeiðum. En vitað er að dánarstuðullinn mun hærri á fyrstu árunum, rétt eins og hjá langflestum fiskum og öðrum dýrum. 15. Forstjórastaðan hjá Hafró hefur nánast gengið í „erfðir“ þar sem menn hafa unnið áratugum saman hjá stofnunni, áður en þeir taka við forstjórastöðunni. Leiða má líkur að því að um mjög pólitískar stöðuveitingu sé að ræða, þ.s. viðkomandi sjávarútvegsráðherra skipar í stöðuna. Aðeins einu sinni hefur forstjóri utan Hafró verið skipaður. En sá var látinn fara við fysta tækifæri og innanbúðarmaður skipaður. Þannig er stjórnun stofnunarinnar mjög einsleit og skortir á utanaðkomandi dýnamík. 16. Á vakt Hafró hefur humarveiði farið úr 2.450 tonnum í 0 tonn. Stofninn hruninn. 17. Á vakt Hafró hefur rækjuveiði farið úr 24.166 tonnum í 161 tonn. Stofninn hruninn. Aðalástæður þess eru röng veiðiráðgjöf og stóraukið afrán þorsks. 18. Lúðuveiðibann frá 2012 vegna ofveiði. – Frá 1970 til 1990 voru veidd 2300-3000 tonn á ári. 19. Á vakt Hafró hefur karfaveiði dregist saman út 110 þúsund tonnum í 35 þúsund tonn. 20. Gegn 100 miljón króna framlag fyrirtækis, gaf Hafró út leyfi til að losa 30 tonn af vítissóda í Hvalfjörð, þvert á ráðgjöf og álit fjölda líffræðinga. Höfundur er útgerðartæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Ég þreytist seint á að vekja fólk til umhugsunar um mestu auðlindir þjóðarinnar. Það er hreint með ólíkindum að ráðamenn hafi látið ábyrgðarlaus og eftirlitslausa stofnun um að segja þjóðinni hvernig okkar sjávarauðlindir eru best nýttar. Og, það í yfir 40 ár! Þjóðin þarf að ranka við sér. Er fólki bara sama um að hver nytjastofninn í hafinu hverfi úr veiðiflórunni? Humar, rækja, lúða, skel, .... og loðnustofninn í miklum vandræðum. Er þjóðinni alveg sama hvernig farið er með auðlindir hennar? Er ekki lágmark að við látum með faglegum hætti skoða hvert stefnir og afhverju? Eftirfarandi eru staðreyndir, flestar unnar úr skrýslum Hafró og ICES (Alþjóðahafrannsóknaráðið) 1. Hafró hefur mælt stærð loðnustofnsins frá 1979. Fram til 2015 voru „400 þús tonn skilin eftir til hrygningar og afráns(það sem aðrar tegundir éta af loðnu). Veistu hvernig Hafró fann það magn út? Nei. Fyrir þessu magni var engin vísindaleg nálgun, heldur var „tilfinningin sú að óvarlegt væri að ganga nær stofninum“. Núverandi forstjóri orðaði þetta þannig: „ við reiknum út hvað náttúran þarf (af loðnu) áður en kvótinn er gefinn út“. Og, ég spyr: Hvernig í ósköpunum á Hafró eða nokkur að getað reiknað út hvað „náttúran þarf“? 2. Á þeim um 40 árum sem þorskveiðin nam 380-550.000 tonn, var loðna ekki veidd. Hafró hefur alfarið neitað að svo mikið sem hugleiða, að eftir að farið var að stunda stórfelldar loðnuveiðar, þá hrundi nýliðun fiskistofna og þorskurinn léttist stórlega. Er það einfaldlega tilviljun? 3. Loðnan er mikilvægasta fisktegundin í vistkerfi hafisins, ekki einungis sem fæðuhlekkur heldur vegna þess hversu mikla orku hún flytur norður úr höfum inn í íslenska sjávarvistkerfið. Mikilvægi hennar verður ekki metið hvort sem hún er lifandi eða dauð og fellur til botns, sem mikilvægur hlekkur í lífríkinu. Þannig hefur hún t.d. mikil áhrif á viðkomu þorskstofnsins og nýliðun fiskistofna. 4. Í skýrslum Hafró 2005/2006 er fjallað um lítið magn loðnu í þorskmögum, og að lítið magn af loðnu mælist í loðnuleiðöngrum. Á meðan því ástandi varir, megi gera ráð fyrir að meðalþyngd þorsks verði tiltölulega lág. Því sé ástæða til að kanna hvort mögulegt sé að stýra loðnuveiðum þannig, að ekki skapist hætta á að möguleikar þorsks til loðnuát skerðist. Í skýrslu frá Hafró frá 2008/9 kemur fram að meðalþyngd þorsks sé „enn“ 7-18% undir meðalþyngd fyrri ára. Ástæðan telur Hafró vera minna magn loðnu á miðunum. Í stað þess að gæta þess að þorskurinn og aðar botnfisktegundir hafi næga fæðu, hefur ráðgjöf Hafró stuðlað að stórauknu afráni, þannig að þorskurinn okkar mikilvægasti nytjafiskur hálf sveltur. Afleiðingarnar eru stóraukið sjáflrán, þorskurinn étur eigin tegund og leitar á aðrar tegundir; rækju, humar, aðra fiskitegundir ofl til að ná magafylli, en án árangurs. Afleiðingarnar eru þjóðarbúinu rándýrar. 5. Kynþroska þorsks hefur seinkað mikið sökum hægari þroska vegna skorts á æti, loðnu. Þannig er nú aðeins um 30% 7 ára þorsk kynþroska í stað um 50% áður. Afleiðingarnar eru minnkuð afraksturgeta stofnsins. 6. Frá því loðnuveiðar hófust hafa um 25 – 30.000.000 tonna af loðnu verið fjarlægð úr vistkerfinu. Það ekki hægt að ímynda sér hversu mikil margfeldisáhrifin eru hefði þetta magn fengið að sinna sínu hlutverki í vistkerfinu. Við að fjarlæga alla þess „ orku/prótein“ úr vistkerfinu hefur myndast gífurleg „innviðarskuld“. Einungis þau loðnuhogn sem fryst hafa verið hefðu gefið af sér amk 90 – 120.000.000 tonn af loðnu. 7. Hafró hefur nánast upp á áratug, „leiðrétt“ stofnmat sitt á þorski sem nemur hundruðum þúsunda tonna og ávallt „lofað“ að nú væri rétta „formúlan fundin“. Árin 2021/2022 minnkaði Hafró þorskstofninn um nær 500.000 tonn. Stofninn var reiknaður úr rúmum 1.400.000 tonnum í 940.000 tonn. „Ofmatið á stærð þorskstofnsins er tilkomið vegna breytinga sem gerðar voru á líkaninu sem notað er til að meta stærð stofnsins,“ svarar Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, er hann er spurður hvað skýri ofmatið. Á sama tíma gefur stofnunin upp veiðiráðgjöf með nákvæmni upp á 1000 kíló. Og, ætlar einhver að halda fram að þessi ríkisstofnun þoli ekki smá yfirhalningu? 8. Í þættinum á Sprengisandi ítrekaði forstjóri Hafró: „ Forstjóri Hafró segir: „ Humarinn var mjög skynsamlega nýttur, mjög varlega nýttur“. Fullyrðing sem er að öllu leyti kolröng. Okkar dýrasti veiðistofn per kíló, var hreinlega eyðilagður af vankunnáttu og eða kæruleysi ríkisstarfsmanna Hafró. Staðreyndirnar eru að hrun stofnsins má rekja til: a.Ofveiði um margra ára skeið. Veiði var langt umfram sjálfbærni stofnsins. b.Búsvæði humarsins voru eyðilögð, sem var til þess að nýliðun í stofninum var enn lélegri en ella. c.Stofnstærðarmat byggðist ekki á vísindalegum grunni. ICES ítrekaði fyrir Hafró að taka upp UWTV stofnstærðarmat sem byggist á myndavélaeftirliti við mat á stofni og búsvæðum(under water television surveilance). Þá tækni tóku aðrar þjóðir upp árin 2003-2007, en hér dró Hafró lappirnar til 2016, skv. Skýrslum ICES. Hvergi hafa sést jafn illa farnar humarslóðir . 9. Í ráðgjöf ICES frá 2023, segir að loðnustofninn hafi verið ofveiddur í a.m.k 20 ár. Stofninn sé og hafið verið undir varúðarmörkum. Engin merki sé um að hann sé að ná sér upp. ICES telur nú að stofninn sé aðeins um 33% af þvi sem hann mætti minnst vera. Nýliðun sé í sögulegu samhengi mjög lítil. Sjá: ICES Capelin Advice 2023. Hlýnun sjávar geti ráðið baggamuninn á því hvort loðnustofninn nái að byggja sig upp úr því sem komið er. Breytingar á magni dýrsvifs, rauðátu, ljósátu ofl, sökum hlýnunnar, sem er loðnulifrum nauðsyn, geri nýliðun enn tvísýnni. Rannsóknir hafi sýnt að öflugur loðnustofn sé mun harðari af sér gagnvart umhverfisbreytingum, en stofn sem ströggli. (Huse Et Al. 2012 Marine Biology Research)Sjá: ICES AFWG Report 2022 – og Gjösæter Et.Al 2009, Progress in Oceangraphy. 10. Í nútíma fiskifræði er „atferli fiska“ ein grundvallar greinin til að skilja lífshætti og þróun fiskistofna. Hjá Hafró starfar enginn sérfræðingur á sviði atferlisfræði fiska. 11. Fram til ársins 2016 var öll ráðgjöf Hafró gefin án þess að taka tillit til þeirra áhrifa sem ráðgjöfin hefði á vistkerfið. Þannig er litið á hvern fiskistofn óháð áhrifum þeirra á vistkerfið. Margir vísindamenn hafa gagnrýnt aðferð Hafró vegna skorts á vistfræðilegri nálgun. Vistkerfið er heild, þar sem allar lífverur hafa sitt hlutverk. 12. Ef skýrslur ICES eru lesnar kemur m.a. fram að framtíð þorskstofnsins er fjarri því að vera björt í ljósi viðvarandi loðnubrests. Afrán þorsks á loðnustofninn sé hlutfallslega allt of mikið fyrir veikburða stofn. 13. Í um 40 ár hefur Hafró stundað svo kallað „togararall“, sem er ein grundvöllur í stofnstærðarmati botnfisks. Alltaf er togað á sama tíma á sama stað með sama veiðarfæri. En Hafró hefur ítrekað „kennt umhvefisbreytingum, hlýnun sjávar“ um lélega nýliðun fiskistofna. Ef svo er, afhverju ætti fiskur þá að halda sig á sömu bleyðunum áratugum saman? 40 árgöngum síðan, gæti hegðun hans ekki hafa breyst í tímans rás? 14. Hafró reiknar nýliðun fisks út frá einstaklingum sem eru 4 ára og eldri. En Hafró gefur sér að náttúrulegur dánarstuðull sé 0,20 á öllum aldursskeiðum. En vitað er að dánarstuðullinn mun hærri á fyrstu árunum, rétt eins og hjá langflestum fiskum og öðrum dýrum. 15. Forstjórastaðan hjá Hafró hefur nánast gengið í „erfðir“ þar sem menn hafa unnið áratugum saman hjá stofnunni, áður en þeir taka við forstjórastöðunni. Leiða má líkur að því að um mjög pólitískar stöðuveitingu sé að ræða, þ.s. viðkomandi sjávarútvegsráðherra skipar í stöðuna. Aðeins einu sinni hefur forstjóri utan Hafró verið skipaður. En sá var látinn fara við fysta tækifæri og innanbúðarmaður skipaður. Þannig er stjórnun stofnunarinnar mjög einsleit og skortir á utanaðkomandi dýnamík. 16. Á vakt Hafró hefur humarveiði farið úr 2.450 tonnum í 0 tonn. Stofninn hruninn. 17. Á vakt Hafró hefur rækjuveiði farið úr 24.166 tonnum í 161 tonn. Stofninn hruninn. Aðalástæður þess eru röng veiðiráðgjöf og stóraukið afrán þorsks. 18. Lúðuveiðibann frá 2012 vegna ofveiði. – Frá 1970 til 1990 voru veidd 2300-3000 tonn á ári. 19. Á vakt Hafró hefur karfaveiði dregist saman út 110 þúsund tonnum í 35 þúsund tonn. 20. Gegn 100 miljón króna framlag fyrirtækis, gaf Hafró út leyfi til að losa 30 tonn af vítissóda í Hvalfjörð, þvert á ráðgjöf og álit fjölda líffræðinga. Höfundur er útgerðartæknir.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar