Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar 16. september 2025 14:01 Halla Tómasdóttir, forseti Íslands sem í ágætis ræðu við setningu Alþingis nýverið lýsti áhyggjum af „dvínandi trausti á stofnunum og lýðræðishefðum innan annarra samfélaga“. Hún hefur greinilega ekki of miklar áhyggjur af þessu því í vikunni á eftir var tilkynnt að hún ætlaði að fara og hitta Xi Jinping. Einstaklega grimmur einræðisherra lands þar sem frelsi og lýðræði er nánast ekkert. Dauði handhafa friðarverðlauna Nóbels í fangelsi Eitt dæmi um það er Liu Xiaobo, maður sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2010 fyrir „langa og friðsama baráttu fyrir grundvallarmannréttindindum í Kína“. En hann tók til dæmis þátt í mótmælunum á torgi hins himneska friðar árið 1989 sem enduðu með því að skriðdrekar voru sendir inn til að rústa þessum friðsömu mótmælum sem leiddi til dauða yfir 2000 mótmælenda. Fékk Liu verðlaun þessi á meðan hann var í fangelsi, þar sem hann svo dó árið 2017. Ekki bara það heldur er Kína undir stjórn Xi í fyrsta sæti yfir fjölda fanga sem teknir eru af lífi og í 3. neðsta sæti lista „Reporters Without Borders“ yfir ritfrelsi. Virkur þátttakandi í innrás Rússlands í Úkraínu Ekki bara það heldur er Xi duglegur að styðja einræðisherra eins og hann sjálfur er, í utanríkisstefnu sinni. Þó vissulega er Xi ekki búinn að senda hermenn til að berjast fyrir hönd Rússa í Úkraínu. Þá er hann búinn að senda dróna til Rússlands og fleiri nauðsynlega hluti fyrir stríðsrekstur þeirra. Ekki bara það heldur fór Pútin ásamt Kim Jong Un í heimsókn til Kína fyrr í mánuðinum þar sem Pútín og Xi skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að byggja gasleiðslu milli landanna tveggja. Allt á meðan Xi er búin að lýsa yfir hlutleysi. En greinilega hefur þetta farið fram hjá Höllu, sem segir í viðtali við Vísi að „Ég held að þeir reyni að halda því fram að þeir séu hlutlausir“, og svo beint eftir: „það er náttúrulega alveg ljóst að við styðjum við Úkraínu“. Greinilega ekki, þar sem verið er að fara í heimsókn til leiðtoga sem gegnir lykilhlutverki í að gera Pútin kleift að halda innrás sinni í Úkraínu áfram, enda er Kína stærsti kaupandi rússneskrar olíu í heiminum. Heimsókn til lands þar sem þjóðarmorð eru framin Ekki bara það heldur er Xi einstakur áhugamaður um þjóðarmorð. Taka má sem dæmi Tíbet og Tíbeta en hægt og rólega er verið að eyða þeirri þjóð út. Til dæmis er minna og minna kennt í móðurmáli þeirra og gáfu stjórnvöld árið 2018 út skipun sem bannaði óformlegar kennslustundir í tíbesku. Einnig hafa tíbesk börn verið tekin frá foreldrum sínum og sett í einkaskóla ríkisins (Naidi) þar sem þau eru barin og refsað fyrir að klæðast búddískum táknum (þjóðtrú Tíbeta) og kennt einungis á mandarínsku. Svo er auðvitað Uyghur-fólkið í Xijining, en þar eru yfir milljón Uyghurar í fangabúðum án þess að hafa fengið dóm né ákæru. Og er þetta stærsta fjöldafangelsun þjóðernishópa síðan í seinni heimsstyrjöldinni og hafa lönd eins og Bretland og Litháen fordæmt aðgerðirnar og sagt þær vera þjóðarmorð. En í stað þess að fylgja í fótspor þeirra og fordæma þessa hörmung ætlar Halla að fara í heimsókn og segir hún sjálf að hún sé „full tilhlökkunar“ til að hitta Xi Jinping. Ættum við ekki frekar að styrkja tengsl við friðsamari lönd? Í ljósi þess sem hér hefur verið nefnt er gífurlega erfitt, sorglegt og í raun fáránlegt að sjá forseta Íslands fara í heimsókn til leiðtoga sem getur ekki verið fjær gildum Íslands um frið, lýðræði og frelsi. Fara í heimsókn til manns sem er alræmdur fyrir að skapa stjórn þar sem er lítið sem ekkert tjáningarfrelsi, sem virðir ekki alþjóðalög (eins og sjá má með ferðir kínverskra herskipa í landhelgi Filippseyja og Víetnams) og þar sem ekki eitt heldur tvö þjóðarmorð eru í gangi. Miklu frekar ætti forsetinn að beita sér fyrir því að styrkja tengsl Íslands við lönd eins og Taíwan og Japan eða jafnvel Ástralíu og Nýja Sjáland. Lönd sem eiga það sameiginlegt með Íslandi að vera lýðræðislegar þjóðir sem deila gildum Íslands, annað en Kína. Höfundur er framhaldskólanemandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands sem í ágætis ræðu við setningu Alþingis nýverið lýsti áhyggjum af „dvínandi trausti á stofnunum og lýðræðishefðum innan annarra samfélaga“. Hún hefur greinilega ekki of miklar áhyggjur af þessu því í vikunni á eftir var tilkynnt að hún ætlaði að fara og hitta Xi Jinping. Einstaklega grimmur einræðisherra lands þar sem frelsi og lýðræði er nánast ekkert. Dauði handhafa friðarverðlauna Nóbels í fangelsi Eitt dæmi um það er Liu Xiaobo, maður sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2010 fyrir „langa og friðsama baráttu fyrir grundvallarmannréttindindum í Kína“. En hann tók til dæmis þátt í mótmælunum á torgi hins himneska friðar árið 1989 sem enduðu með því að skriðdrekar voru sendir inn til að rústa þessum friðsömu mótmælum sem leiddi til dauða yfir 2000 mótmælenda. Fékk Liu verðlaun þessi á meðan hann var í fangelsi, þar sem hann svo dó árið 2017. Ekki bara það heldur er Kína undir stjórn Xi í fyrsta sæti yfir fjölda fanga sem teknir eru af lífi og í 3. neðsta sæti lista „Reporters Without Borders“ yfir ritfrelsi. Virkur þátttakandi í innrás Rússlands í Úkraínu Ekki bara það heldur er Xi duglegur að styðja einræðisherra eins og hann sjálfur er, í utanríkisstefnu sinni. Þó vissulega er Xi ekki búinn að senda hermenn til að berjast fyrir hönd Rússa í Úkraínu. Þá er hann búinn að senda dróna til Rússlands og fleiri nauðsynlega hluti fyrir stríðsrekstur þeirra. Ekki bara það heldur fór Pútin ásamt Kim Jong Un í heimsókn til Kína fyrr í mánuðinum þar sem Pútín og Xi skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að byggja gasleiðslu milli landanna tveggja. Allt á meðan Xi er búin að lýsa yfir hlutleysi. En greinilega hefur þetta farið fram hjá Höllu, sem segir í viðtali við Vísi að „Ég held að þeir reyni að halda því fram að þeir séu hlutlausir“, og svo beint eftir: „það er náttúrulega alveg ljóst að við styðjum við Úkraínu“. Greinilega ekki, þar sem verið er að fara í heimsókn til leiðtoga sem gegnir lykilhlutverki í að gera Pútin kleift að halda innrás sinni í Úkraínu áfram, enda er Kína stærsti kaupandi rússneskrar olíu í heiminum. Heimsókn til lands þar sem þjóðarmorð eru framin Ekki bara það heldur er Xi einstakur áhugamaður um þjóðarmorð. Taka má sem dæmi Tíbet og Tíbeta en hægt og rólega er verið að eyða þeirri þjóð út. Til dæmis er minna og minna kennt í móðurmáli þeirra og gáfu stjórnvöld árið 2018 út skipun sem bannaði óformlegar kennslustundir í tíbesku. Einnig hafa tíbesk börn verið tekin frá foreldrum sínum og sett í einkaskóla ríkisins (Naidi) þar sem þau eru barin og refsað fyrir að klæðast búddískum táknum (þjóðtrú Tíbeta) og kennt einungis á mandarínsku. Svo er auðvitað Uyghur-fólkið í Xijining, en þar eru yfir milljón Uyghurar í fangabúðum án þess að hafa fengið dóm né ákæru. Og er þetta stærsta fjöldafangelsun þjóðernishópa síðan í seinni heimsstyrjöldinni og hafa lönd eins og Bretland og Litháen fordæmt aðgerðirnar og sagt þær vera þjóðarmorð. En í stað þess að fylgja í fótspor þeirra og fordæma þessa hörmung ætlar Halla að fara í heimsókn og segir hún sjálf að hún sé „full tilhlökkunar“ til að hitta Xi Jinping. Ættum við ekki frekar að styrkja tengsl við friðsamari lönd? Í ljósi þess sem hér hefur verið nefnt er gífurlega erfitt, sorglegt og í raun fáránlegt að sjá forseta Íslands fara í heimsókn til leiðtoga sem getur ekki verið fjær gildum Íslands um frið, lýðræði og frelsi. Fara í heimsókn til manns sem er alræmdur fyrir að skapa stjórn þar sem er lítið sem ekkert tjáningarfrelsi, sem virðir ekki alþjóðalög (eins og sjá má með ferðir kínverskra herskipa í landhelgi Filippseyja og Víetnams) og þar sem ekki eitt heldur tvö þjóðarmorð eru í gangi. Miklu frekar ætti forsetinn að beita sér fyrir því að styrkja tengsl Íslands við lönd eins og Taíwan og Japan eða jafnvel Ástralíu og Nýja Sjáland. Lönd sem eiga það sameiginlegt með Íslandi að vera lýðræðislegar þjóðir sem deila gildum Íslands, annað en Kína. Höfundur er framhaldskólanemandi.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar