Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar 16. september 2025 10:31 Frekja og yfirgangur bílastæðafyrirtækja í garð almennings, ekki síst fatlaðra, hefur náð nýjum hæðum. Hreyfihamlaðir einstaklingar geta sótt um sérstakt stæðiskort, sem á að koma fyrir í framrúðu þess ökutækis sem lagt er í stæði. Samkvæmt reglugerð um útgáfu og notkun slíkra skírteina má ekki rukka hreyfihamlaða fyrir bílastæði, jafnvel þótt um hefðbundin stæði sé að ræða. Í stað hefðbundinna bílastæðavarða nota fyrirtækin nú myndavélar sem skrá númer bíla. Þessar vélar ná aðeins númeraplötunni, ekki framrúðunni þar sem stæðiskort fatlaðra eru staðsett lögum samkvæmt. Þetta leiðir til þess að fatlaðir einstaklingar eru í sífellu rukkaðir um sektir, einfaldlega vegna þess að myndavélin „sér ekki“ kortið sem lög kveða á um að veiti undanþágu. Sjálfur fékk ég slíka sekt, þrátt fyrir að hafa verið með gilt stæðiskort. Þegar ég kvartaði var mér sagt að ég gæti einfaldlega sent inn athugasemd og að það yrði tekið tillit til þess. En hvar er réttlætið í því að sektarkerfið virki þannig að allir séu sektaðir fyrirfram, og svo þurfi fólk, sem gjarnan glímir við skerðingar eða erfiðleika, að sanna sakleysi sitt í eftirfarandi bréfaskiptum? Sum bílastæðafyrirtæki vilja nú binda stæðiskort við ákveðin bílnúmer, að því er virðist til að auðvelda sjálfvirka myndgreiningu. Slík hugmynd er auðvitað fráleit. Skírteinið fylgir einstaklingnum en ekki bílnum. Hreyfihamlaður einstaklingur getur verið farþegi í lánsbíl, leigubíl eða bíl í eigu fjölskyldumeðlims eða vinar. Að krefja fólk um að nota eingöngu „skráð“ ökutæki með stæðiskortinu er ekki aðeins óréttlátt, heldur jafnframt útilokandi og mismunandi. Ætla þessi fyrirtæki virkilega að halda því fram að fatlaðir eigi bara að bíða eftir ranglátum sektum í heimabankann og svo verja tíma og orku í að reyna að fá þær felldar niður? Ef einhver er að brjóta lög í þessum málum, þá eru það bílastæðafyrirtækin sjálf. Ef þau sekta ranglega, er eðlilegra að kalla til lögreglu vegna ólögmætra krafna, frekar en að leggja byrðina á fatlað fólk. Sífellt fleiri rekast á þessi óréttlátu vinnubrögð. Spurningin er einföld:Hvenær ætla stjórnvöld að grípa inn í og stöðva þetta? Höfundur er fyrrverandi framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílastæði Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Frekja og yfirgangur bílastæðafyrirtækja í garð almennings, ekki síst fatlaðra, hefur náð nýjum hæðum. Hreyfihamlaðir einstaklingar geta sótt um sérstakt stæðiskort, sem á að koma fyrir í framrúðu þess ökutækis sem lagt er í stæði. Samkvæmt reglugerð um útgáfu og notkun slíkra skírteina má ekki rukka hreyfihamlaða fyrir bílastæði, jafnvel þótt um hefðbundin stæði sé að ræða. Í stað hefðbundinna bílastæðavarða nota fyrirtækin nú myndavélar sem skrá númer bíla. Þessar vélar ná aðeins númeraplötunni, ekki framrúðunni þar sem stæðiskort fatlaðra eru staðsett lögum samkvæmt. Þetta leiðir til þess að fatlaðir einstaklingar eru í sífellu rukkaðir um sektir, einfaldlega vegna þess að myndavélin „sér ekki“ kortið sem lög kveða á um að veiti undanþágu. Sjálfur fékk ég slíka sekt, þrátt fyrir að hafa verið með gilt stæðiskort. Þegar ég kvartaði var mér sagt að ég gæti einfaldlega sent inn athugasemd og að það yrði tekið tillit til þess. En hvar er réttlætið í því að sektarkerfið virki þannig að allir séu sektaðir fyrirfram, og svo þurfi fólk, sem gjarnan glímir við skerðingar eða erfiðleika, að sanna sakleysi sitt í eftirfarandi bréfaskiptum? Sum bílastæðafyrirtæki vilja nú binda stæðiskort við ákveðin bílnúmer, að því er virðist til að auðvelda sjálfvirka myndgreiningu. Slík hugmynd er auðvitað fráleit. Skírteinið fylgir einstaklingnum en ekki bílnum. Hreyfihamlaður einstaklingur getur verið farþegi í lánsbíl, leigubíl eða bíl í eigu fjölskyldumeðlims eða vinar. Að krefja fólk um að nota eingöngu „skráð“ ökutæki með stæðiskortinu er ekki aðeins óréttlátt, heldur jafnframt útilokandi og mismunandi. Ætla þessi fyrirtæki virkilega að halda því fram að fatlaðir eigi bara að bíða eftir ranglátum sektum í heimabankann og svo verja tíma og orku í að reyna að fá þær felldar niður? Ef einhver er að brjóta lög í þessum málum, þá eru það bílastæðafyrirtækin sjálf. Ef þau sekta ranglega, er eðlilegra að kalla til lögreglu vegna ólögmætra krafna, frekar en að leggja byrðina á fatlað fólk. Sífellt fleiri rekast á þessi óréttlátu vinnubrögð. Spurningin er einföld:Hvenær ætla stjórnvöld að grípa inn í og stöðva þetta? Höfundur er fyrrverandi framhaldsskólakennari.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar