Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar 14. september 2025 16:02 Ný rannsókn á samspili erfða og félagslegs hreyfanleika leiðir í ljós að áhrif erfða á menntun, tekjur og eignastöðu eru bæði sterk og viðvarandi yfir kynslóðir. Rannsóknin byggir á gögnum úr hollenska Lifelines Biobank og skattframtölum frá árunum 2006–2022, þar sem notast er við fjölgenavísitölu (e. polygenic index, PGI) fyrir menntun sem mælikvarða á erfðafræðilega tilhneigingu til námsárangurs. Niðurstöðurnar sýna að börn hagnast bæði á beinum erfðum og á félagslegu umhverfi sem mótast af erfðum foreldra. Um helmingur áhrifa stafar af erfðaefni sem flyst beint til barnsins, en hinn helmingurinn felst í svokallaðri erfðaumönnun (genetic nurture), þ.e. að erfðir foreldra hafi áhrif á hegðun, menntun og tekjur þeirra sjálfra, sem aftur mótar félagslegt og efnahagslegt umhverfi barnsins Þessi óbeinu áhrif eru sérstaklega sýnileg þegar litið er til húsnæðismála, þar sem velstæðir foreldrar geta veitt börnum sínum fjárhagslega aðstoð og stuðlað þannig að efnahagslegum framgangi þeirra. Áhrifin eru umtalsverð í tölfræðilegu samhengi, því að 10 prósentustiga hækkun í PGI foreldris, hækkar menntun barnsins að jafnaði um 0,11 ár og færir það um 0,7 sæti upp tekjudreifinguna. Þessar niðurstöður staðfesta að erfðir eru eitt af þeim öflum sem festa félags- og efnahagslega stöðu milli kynslóða –ekki einungis í gegnum líffræðilegan arf– heldur einnig með mótun félagslegs umhverfis sem sjálft byggist að hluta á erfðafræðilegum þáttum foreldra. Rannsóknin dregur þannig fram mikilvæga ályktun fyrir stefnumótun: Erfðir eru ekki óumbreytanleg örlög. Í ljósi þess að stór hluti áhrifanna birtist í gegnum mótanlegt félagslegt umhverfi — svo sem menntakerfi, húsnæðisstefnu og aðgang að vinnumarkaði – geta stjórnvöld með markvissum aðgerðum dregið úr þeim hluta sem ella myndi erfast milli kynslóða. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Ný rannsókn á samspili erfða og félagslegs hreyfanleika leiðir í ljós að áhrif erfða á menntun, tekjur og eignastöðu eru bæði sterk og viðvarandi yfir kynslóðir. Rannsóknin byggir á gögnum úr hollenska Lifelines Biobank og skattframtölum frá árunum 2006–2022, þar sem notast er við fjölgenavísitölu (e. polygenic index, PGI) fyrir menntun sem mælikvarða á erfðafræðilega tilhneigingu til námsárangurs. Niðurstöðurnar sýna að börn hagnast bæði á beinum erfðum og á félagslegu umhverfi sem mótast af erfðum foreldra. Um helmingur áhrifa stafar af erfðaefni sem flyst beint til barnsins, en hinn helmingurinn felst í svokallaðri erfðaumönnun (genetic nurture), þ.e. að erfðir foreldra hafi áhrif á hegðun, menntun og tekjur þeirra sjálfra, sem aftur mótar félagslegt og efnahagslegt umhverfi barnsins Þessi óbeinu áhrif eru sérstaklega sýnileg þegar litið er til húsnæðismála, þar sem velstæðir foreldrar geta veitt börnum sínum fjárhagslega aðstoð og stuðlað þannig að efnahagslegum framgangi þeirra. Áhrifin eru umtalsverð í tölfræðilegu samhengi, því að 10 prósentustiga hækkun í PGI foreldris, hækkar menntun barnsins að jafnaði um 0,11 ár og færir það um 0,7 sæti upp tekjudreifinguna. Þessar niðurstöður staðfesta að erfðir eru eitt af þeim öflum sem festa félags- og efnahagslega stöðu milli kynslóða –ekki einungis í gegnum líffræðilegan arf– heldur einnig með mótun félagslegs umhverfis sem sjálft byggist að hluta á erfðafræðilegum þáttum foreldra. Rannsóknin dregur þannig fram mikilvæga ályktun fyrir stefnumótun: Erfðir eru ekki óumbreytanleg örlög. Í ljósi þess að stór hluti áhrifanna birtist í gegnum mótanlegt félagslegt umhverfi — svo sem menntakerfi, húsnæðisstefnu og aðgang að vinnumarkaði – geta stjórnvöld með markvissum aðgerðum dregið úr þeim hluta sem ella myndi erfast milli kynslóða. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar