„Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. september 2025 12:01 Heiðar Smith formaður Fangavarðafélags Íslands segir áhyggjuefni að framlög til byggingar nýs fangelsis hafi verið lækkuð. Vísir/Lýður Valberg Fangelsismál á Íslandi eru í langvinnri kerfislægri krísu að mati forstöðumanna fangelsa sem sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna málsins í gær. Formaður Fangavarðafélags Íslands segir stöðuna fyrir löngu vera orðna óásættanlega, sérstakt áhyggjuefni sé að framlög til byggingar nýs fangelsis hafi verið lækkuð. Forstöðumenn tveggja fangelsa, öryggisstjóri Fangelsismálastofnunar, Fangavarðafélag Íslands og Afstaða félags fanga sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær þar sem þau lýsa yfir miklum áhyggjum af stöðu fangelsismála hér á landi. Heiðar Smith formaður Fangavarðafélags Íslands segir að staðan hafi of lengi verið óbreytt. „Ástandið í fangelsunum er orðið mjög erfitt og það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli. Við erum búin að vera með yfirfull fangelsi svo mánuðum skiptir, við getum ekki tekið við fólki af boðunarlistum, dómar eru að fyrnast og þetta er bara eiginlega hætt að ganga svona.“ Málaflokkurinn hafi verið vanfjármagnaður of lengi sem skili sér í ófullnægjandi innviðum og aukinni áhættu gagnvart bæði föngum og starfsfólki. Vísar Heiðar til sérstaklega til þess að lækka eigi stofnfjárframlag til byggingar á nýju fangelsi, Stóra Hrauni á Eyrarbakka, tímabundið um 400 milljónir króna á þessu ári. Stjórnvöld setji aukið fjármagn í löggæslu en á sama tíma siti fangelsin eftir. „Með auknu fjármagni til lögreglunnar og auknu fjármagni til dómstóla og auknar rannsóknarheimildir og hvað þetta allt heitir, það verður til þess að það munu á endanum fleiri einstaklingar afplána fangelsisdóma en það hugsar enginn neitt þarna til enda og við fáum allt þetta fólk í fangið og það verður að vera til pláss fyrir þetta fólk.“ Ljóst sé að núverandi ástand sé óboðlegt. „Með þessum húsakosti sem við höfum þá er erfiðara að aðskilja einstaklinga með mismunandi vandamál og mismunandi þarfir. Þetta verður til þess að ástandið gæti orðið og er orðið krítískara. Þetta er ákveðið púsluspil sem við þurfum að púsla og það er ekki að ganga upp eins og staðan er í dag.“ Fangelsismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Forstöðumenn tveggja fangelsa, öryggisstjóri Fangelsismálastofnunar, Fangavarðafélag Íslands og Afstaða félags fanga sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær þar sem þau lýsa yfir miklum áhyggjum af stöðu fangelsismála hér á landi. Heiðar Smith formaður Fangavarðafélags Íslands segir að staðan hafi of lengi verið óbreytt. „Ástandið í fangelsunum er orðið mjög erfitt og það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli. Við erum búin að vera með yfirfull fangelsi svo mánuðum skiptir, við getum ekki tekið við fólki af boðunarlistum, dómar eru að fyrnast og þetta er bara eiginlega hætt að ganga svona.“ Málaflokkurinn hafi verið vanfjármagnaður of lengi sem skili sér í ófullnægjandi innviðum og aukinni áhættu gagnvart bæði föngum og starfsfólki. Vísar Heiðar til sérstaklega til þess að lækka eigi stofnfjárframlag til byggingar á nýju fangelsi, Stóra Hrauni á Eyrarbakka, tímabundið um 400 milljónir króna á þessu ári. Stjórnvöld setji aukið fjármagn í löggæslu en á sama tíma siti fangelsin eftir. „Með auknu fjármagni til lögreglunnar og auknu fjármagni til dómstóla og auknar rannsóknarheimildir og hvað þetta allt heitir, það verður til þess að það munu á endanum fleiri einstaklingar afplána fangelsisdóma en það hugsar enginn neitt þarna til enda og við fáum allt þetta fólk í fangið og það verður að vera til pláss fyrir þetta fólk.“ Ljóst sé að núverandi ástand sé óboðlegt. „Með þessum húsakosti sem við höfum þá er erfiðara að aðskilja einstaklinga með mismunandi vandamál og mismunandi þarfir. Þetta verður til þess að ástandið gæti orðið og er orðið krítískara. Þetta er ákveðið púsluspil sem við þurfum að púsla og það er ekki að ganga upp eins og staðan er í dag.“
Fangelsismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira