Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 13. september 2025 10:00 Tekin hefur verið ákvörðun um það af hálfu Daða Más Kristóferssonar, fjármálaráðherra Viðreisnar, að skuldaviðmið í fjárlagafrumvarpi næsta árs miðist við viðmið Evrópusambandsins í þeim efnum en ekki þau sem kveðið er á um í lögum um opinber fjármál. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í gær en í rýniskýrslu sambandsins um efnahags- og peningamál vegna umsóknar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í það á sínum tíma er meðal annars komið inn á það að umsóknarríki þurfi að taka mið af reglum sambandsins um skuldir og halla á fjárlögum. Málaflokkurinn efnahags- og peningamál fellur ekki undir EES-samninginn frekar en sjávarútvegs-, utanríkis- og varnarmál. Ráðherrar Viðreisnar hafa á undanförnum mánuðum tekið skref í átt til aðlögunar Íslands að Evrópusambandinu í umræddum málaflokkum í samræmi við kröfur sem gerðar eru til umsóknarríkja að sambandinu. Í umsóknarferlinu á sínum tíma flýtti það mjög fyrir afgreiðslu málaflokka ef þeir féllu undir EES-samninginn enda hafði þá mikil aðlögun þegar átt sér stað vegna aðildarinnar að honum. Það er ekki tilviljun að áðurnefndir málaflokkar falla ekki undir hann. Til að mynda undirritaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, samkomulag við Evrópusambandið um utanríkismál fyrr á árinu þar sem beinlínis er kveðið á um aðlögun að utanríkisstefnu sambandsins. Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingaskrifstofu Evrópusambandsins felur samkomulagið í sér pólitíska skuldbindingu í þeim efnum. Þá undirritaði Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmaður flokksins, samkomulag um sjávarútvegsmál, sem að sama skapi felur í sér aðlögun að stefnu sambandsins í þeim efnum. Markmið ráðherra Viðreisnar er ljóslega að vinna sér í haginn í þessum efnum. Með öðrum orðum hafa þeir þegar hafið umsóknarferlið að Evrópusambandinu óformlega áður en kjósendur koma að málinu í fyrirhuguðu þjóðaratkvæði og fyrir liggur hvort þeir leggi blessun sína yfir það. Slík er lýðræðisástin. Væntanlega er aðeins um forsmekkinn að ræða í þessum efnum. Viðbúið er að þessi þróun haldi áfram og til frekari aðlögunar að stefnum sambandsins í málaflokkum sem heyra ekki undir EES-samninginn eigi eftir að koma. Viðreisn getur greinilega ekki beðið eftir kjósendum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Tekin hefur verið ákvörðun um það af hálfu Daða Más Kristóferssonar, fjármálaráðherra Viðreisnar, að skuldaviðmið í fjárlagafrumvarpi næsta árs miðist við viðmið Evrópusambandsins í þeim efnum en ekki þau sem kveðið er á um í lögum um opinber fjármál. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í gær en í rýniskýrslu sambandsins um efnahags- og peningamál vegna umsóknar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í það á sínum tíma er meðal annars komið inn á það að umsóknarríki þurfi að taka mið af reglum sambandsins um skuldir og halla á fjárlögum. Málaflokkurinn efnahags- og peningamál fellur ekki undir EES-samninginn frekar en sjávarútvegs-, utanríkis- og varnarmál. Ráðherrar Viðreisnar hafa á undanförnum mánuðum tekið skref í átt til aðlögunar Íslands að Evrópusambandinu í umræddum málaflokkum í samræmi við kröfur sem gerðar eru til umsóknarríkja að sambandinu. Í umsóknarferlinu á sínum tíma flýtti það mjög fyrir afgreiðslu málaflokka ef þeir féllu undir EES-samninginn enda hafði þá mikil aðlögun þegar átt sér stað vegna aðildarinnar að honum. Það er ekki tilviljun að áðurnefndir málaflokkar falla ekki undir hann. Til að mynda undirritaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, samkomulag við Evrópusambandið um utanríkismál fyrr á árinu þar sem beinlínis er kveðið á um aðlögun að utanríkisstefnu sambandsins. Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingaskrifstofu Evrópusambandsins felur samkomulagið í sér pólitíska skuldbindingu í þeim efnum. Þá undirritaði Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmaður flokksins, samkomulag um sjávarútvegsmál, sem að sama skapi felur í sér aðlögun að stefnu sambandsins í þeim efnum. Markmið ráðherra Viðreisnar er ljóslega að vinna sér í haginn í þessum efnum. Með öðrum orðum hafa þeir þegar hafið umsóknarferlið að Evrópusambandinu óformlega áður en kjósendur koma að málinu í fyrirhuguðu þjóðaratkvæði og fyrir liggur hvort þeir leggi blessun sína yfir það. Slík er lýðræðisástin. Væntanlega er aðeins um forsmekkinn að ræða í þessum efnum. Viðbúið er að þessi þróun haldi áfram og til frekari aðlögunar að stefnum sambandsins í málaflokkum sem heyra ekki undir EES-samninginn eigi eftir að koma. Viðreisn getur greinilega ekki beðið eftir kjósendum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun