„Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2025 22:32 Sigurvin er einum sigri frá því að stýra Þrótt upp í Bestu deildina. Þróttur Reykjavík „Bara mjög vel, þetta er bara spenningur og gleði,“ sagði Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar Reykjavíkur, um tilfinninguna þegar tæpur sólarhringur er í hreinan úrslitaleik liðsins um að komast í Bestu deild karla í fótbolta. Topplið Lengjudeildar karla, Þór Akureyri og Þróttur Reykjavík, mætast í lokaumferðinni sem fram fer á morgun, laugardag. Það er því ljóst að sigurvegarinn fer upp í Bestu deildina en ef liðin gera jafntefli gæti Njarðvík skotist upp í efsta sætið með sigri gegn Grindavík og tryggt sér eina örugga sætið í Bestu deildinni. Liðin í 2.-5. sæti fara í umspil um hitt lausa sætið. „Þetta er náttúrulega bara fótboltaleikur og við nálgumst hann auðvitað bara eins og alla hina. Maður finnur í umhverfinu, það eru allir að spyrja, velta fyrir sér og styðja okkur. Það er í rauninni bara bensín á vélina frekar en eitthvað annað,“ sagði Sigurvin um aðdragandann. „Okkur hefur gengið mjög vel í sumar og erum verðskuldað í þeirri stöðu sem við erum í því við höfum spilað vel. Þannig það er engin ástæða til að breyta því neitt. Ég sé það bara í augunum á mínum leikmönnum að þeim líður vel með þetta. Þetta er skemmtilegt, færð meiri stuðning. Við erum á heimavelli þannig það verður meira magn af jákvæðri orku í okkar garð heldur en oft áður og það er eitthvað sem við ætlum að nýta.“ Klippa: Sigurvin Ólafs: „Þeir sem standa sig betur hneppa hnossið“ Gott gengi síðari hlutann „Það var engin stökkbreyting. Það voru aðallega þið fjölmiðlamenn, töluðuð aldrei um okkur. Við erum búnir að vera heilt yfir nokkuð jafnir, auðvitað hefur gengið betur í seinni umferðinni en þeirri fyrri sem var þó fín líka. Höfum alltaf verið þarna í grennd við toppinn. Höfum haldið okkar línu og flogið undir radar.“ „Ef það endar þannig að ég enda í sjöunda himni,“ sagði sigurvegarinn Sigurvin og glotti aðspurður hvort hann kynni vel við sig undir radarnum. Um leikinn gegn Þór „Ég reikna með jöfnum leik. Búnir að mæta þeim fyrr á tímabilinu. Það var mjög jafnt þó við höfum unnið þar. Í fyrra voru þetta tveir jafnir leikir líka. Þórsarar mjög sterkir. Vona að bæði lið spili þetta óháð þessari spennu. Þórsarar eru vel spilandi, ef okkur tekst að spila vel verður þetta skemmtilegur leikur. Við leggjum á borðið það sem við þykjumst geta og þeir sem standa sig betur hreppa hnossið.“ Viðtalið við Sigurvin má sjá í heild sinni ofar í fréttinni. Fótbolti Lengjudeild karla Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Topplið Lengjudeildar karla, Þór Akureyri og Þróttur Reykjavík, mætast í lokaumferðinni sem fram fer á morgun, laugardag. Það er því ljóst að sigurvegarinn fer upp í Bestu deildina en ef liðin gera jafntefli gæti Njarðvík skotist upp í efsta sætið með sigri gegn Grindavík og tryggt sér eina örugga sætið í Bestu deildinni. Liðin í 2.-5. sæti fara í umspil um hitt lausa sætið. „Þetta er náttúrulega bara fótboltaleikur og við nálgumst hann auðvitað bara eins og alla hina. Maður finnur í umhverfinu, það eru allir að spyrja, velta fyrir sér og styðja okkur. Það er í rauninni bara bensín á vélina frekar en eitthvað annað,“ sagði Sigurvin um aðdragandann. „Okkur hefur gengið mjög vel í sumar og erum verðskuldað í þeirri stöðu sem við erum í því við höfum spilað vel. Þannig það er engin ástæða til að breyta því neitt. Ég sé það bara í augunum á mínum leikmönnum að þeim líður vel með þetta. Þetta er skemmtilegt, færð meiri stuðning. Við erum á heimavelli þannig það verður meira magn af jákvæðri orku í okkar garð heldur en oft áður og það er eitthvað sem við ætlum að nýta.“ Klippa: Sigurvin Ólafs: „Þeir sem standa sig betur hneppa hnossið“ Gott gengi síðari hlutann „Það var engin stökkbreyting. Það voru aðallega þið fjölmiðlamenn, töluðuð aldrei um okkur. Við erum búnir að vera heilt yfir nokkuð jafnir, auðvitað hefur gengið betur í seinni umferðinni en þeirri fyrri sem var þó fín líka. Höfum alltaf verið þarna í grennd við toppinn. Höfum haldið okkar línu og flogið undir radar.“ „Ef það endar þannig að ég enda í sjöunda himni,“ sagði sigurvegarinn Sigurvin og glotti aðspurður hvort hann kynni vel við sig undir radarnum. Um leikinn gegn Þór „Ég reikna með jöfnum leik. Búnir að mæta þeim fyrr á tímabilinu. Það var mjög jafnt þó við höfum unnið þar. Í fyrra voru þetta tveir jafnir leikir líka. Þórsarar mjög sterkir. Vona að bæði lið spili þetta óháð þessari spennu. Þórsarar eru vel spilandi, ef okkur tekst að spila vel verður þetta skemmtilegur leikur. Við leggjum á borðið það sem við þykjumst geta og þeir sem standa sig betur hreppa hnossið.“ Viðtalið við Sigurvin má sjá í heild sinni ofar í fréttinni.
Fótbolti Lengjudeild karla Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira