Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Eiður Þór Árnason og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 12. september 2025 19:02 Lárus Sigurður Lárusson lögmaður er orðinn langþreyttur á þjónustu heimsendingarþjónustunnar Wolt. Svona leit pítsan frá Neró út þegar Lárus opnaði kassann sem barst með heimsendingu frá Wolt. Lögmaður í Reykjavík hefur nýtt sér heimsendingarþjónustu Wolt í síðasta skipti. Mælirinn fylltist þegar stóran hluta af pöntun vantaði í vikunni. Í fyrri pöntun hafði vantaði pítsusneið í pítsukassa. Wolt hóf starfsemi sína á Íslandi árið 2023 en fyrirtækið starfar úti um allan heim. Í grunninn gengur þjónustan út á heimsendingarþjónustu í samstarfi við veitingastaði og verslanir. Vantaði hálf pöntun Lárus Sigurður Lárusson lögmaður lýsir sér sem miklum notanda hjá Wolt undanfarin tvö ár. Bæði hafi verið um að ræða persónulegar pantanir að heiman en líka fyrir starfsfólk lögmannsstofunnar. „Í fyrradag vorum við að panta mat frá Hananum. Máltíð með sósum og drykkjum. Svo pöntum við einhverja aukadrykki, sósur og fleira. Svo kom ekki einu sinni helmingurinn af pöntuninni,“ segir Lárus. Langtímanotandinn Lárus man tímana tvenna af samskiptum við Wolt. Nú sé það þannig að ekki sé gefið upp neitt símanúmer heldur sé aðeins hægt að ræða við senda í gegnum netspjall. Þá var áður hægt að ná samtali við einhvern á Íslandi og brugðist var greiðlega við athugasemdum. „Nú virðist það vera hætt og þú ferð í netspjall og ferð á alþjóðlegt þjónustuborð, guð má vita hvar í heiminum. Þau senda skilaboð á veitingastaðinn sem hefur 48 klukkustundir til að bregðast við. Þú bíður á meðan,“ segir Lárus. Þau svör sem nú fáist snúi aðallega að því að sendlarnir séu svangir í vinnunni og taki mat úr töskunum. Launin sögð skammarleg Sviðstjóri og sérfræðingur hjá lögfræði- og vinnumarkaðsviði ASÍ hafa sagt sendlarisann slá met í ábyrgðar- og skeytingarleysi í máli tuttugu einstaklinga sem kærðir hafa verið fyrir að starfa hjá fyrirtækinu án atvinnuréttinda. Auk þess séu laun þeirra skammarlega léleg. Christian Kamhaug upplýsingafulltrúi hjá Wolt á Íslandi, í Noregi og í Lúxemborg svaraði athugasemdum ASÍ, sakaði þau um rógburð. „Ef við værum að borga svona lág laun fengjum við engar starfsumsóknir. Þvert á móti er vill fjöldi fólks vinna fyrir okkur,“ sagði Kamhaug. Sendlar fái að meðaltali 1720 krónur fyrir hverja sendingu og í kringum 4800 krónur á tímann. Þeir vinni að meðaltali áttatíu klukkustundir á mánuði. Lárus segist hafa reynt að ræða við sendilinn sem mætti með matarsendinguna á miðvikudaginn, ganga aðeins á hann. Þá hafi sendillinn hvorki talað ensku né íslensku. Ekki sé langt síðan hann pantaði pítsu með Wolt. Þegar kassinn var opnaður vantaði pítsusneið í kassann eins og sjá má á mynd hér að ofan. „Nú er mér nóg boðið,“ segir Lárus sem metur það svo að hann hafi nýtt sér þjónustuna í nokkur hundruð skipti. Nokkrir vinir og kunningjar taka undir með Lárusi við færslu hans um málið á Facebook. Fleiri langþreyttir „Ég er fyrir löngu hættur. Málið er að sendlarnir éta af pöntuninni. Ég hef þetta staðfest frá veitingastöðum sem m.a. gerðu prufu á því eftir ítrekaðar athugasemdir. Wolt svarar engu!“ segir Sveinn Hjörtur Guðfinnsson. Maríanna Rós Guðmundsdóttir hefur svipaða sögu að segja. „Eftir að hafa séð Wolt-kassa notaða sem þvottakörfur og bíla stútfulla af fjölskyldum að gæða sér á matnum sem átti að berast viðskiptavinum, ákvað ég að nú væri nóg komið og hætti að eiga í viðskiptum við þá.“ Jóhann Már Helgason forstöðumaður fyrirtækjasviðs hjá Wolt á Íslandi segist í samtali við Vísi ekki þekkja til málsins og vísaði á Christian Kamphaug sem er upplýsingafulltrúi fyrirtækisins á Íslandi og fleiri löndum. Kamphaug hefur ekki svarað fyrirspurnum eða símtölum fréttastofu eftir hádegið í dag. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum Wolt þegar þau berast. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Wolt hóf starfsemi sína á Íslandi árið 2023 en fyrirtækið starfar úti um allan heim. Í grunninn gengur þjónustan út á heimsendingarþjónustu í samstarfi við veitingastaði og verslanir. Vantaði hálf pöntun Lárus Sigurður Lárusson lögmaður lýsir sér sem miklum notanda hjá Wolt undanfarin tvö ár. Bæði hafi verið um að ræða persónulegar pantanir að heiman en líka fyrir starfsfólk lögmannsstofunnar. „Í fyrradag vorum við að panta mat frá Hananum. Máltíð með sósum og drykkjum. Svo pöntum við einhverja aukadrykki, sósur og fleira. Svo kom ekki einu sinni helmingurinn af pöntuninni,“ segir Lárus. Langtímanotandinn Lárus man tímana tvenna af samskiptum við Wolt. Nú sé það þannig að ekki sé gefið upp neitt símanúmer heldur sé aðeins hægt að ræða við senda í gegnum netspjall. Þá var áður hægt að ná samtali við einhvern á Íslandi og brugðist var greiðlega við athugasemdum. „Nú virðist það vera hætt og þú ferð í netspjall og ferð á alþjóðlegt þjónustuborð, guð má vita hvar í heiminum. Þau senda skilaboð á veitingastaðinn sem hefur 48 klukkustundir til að bregðast við. Þú bíður á meðan,“ segir Lárus. Þau svör sem nú fáist snúi aðallega að því að sendlarnir séu svangir í vinnunni og taki mat úr töskunum. Launin sögð skammarleg Sviðstjóri og sérfræðingur hjá lögfræði- og vinnumarkaðsviði ASÍ hafa sagt sendlarisann slá met í ábyrgðar- og skeytingarleysi í máli tuttugu einstaklinga sem kærðir hafa verið fyrir að starfa hjá fyrirtækinu án atvinnuréttinda. Auk þess séu laun þeirra skammarlega léleg. Christian Kamhaug upplýsingafulltrúi hjá Wolt á Íslandi, í Noregi og í Lúxemborg svaraði athugasemdum ASÍ, sakaði þau um rógburð. „Ef við værum að borga svona lág laun fengjum við engar starfsumsóknir. Þvert á móti er vill fjöldi fólks vinna fyrir okkur,“ sagði Kamhaug. Sendlar fái að meðaltali 1720 krónur fyrir hverja sendingu og í kringum 4800 krónur á tímann. Þeir vinni að meðaltali áttatíu klukkustundir á mánuði. Lárus segist hafa reynt að ræða við sendilinn sem mætti með matarsendinguna á miðvikudaginn, ganga aðeins á hann. Þá hafi sendillinn hvorki talað ensku né íslensku. Ekki sé langt síðan hann pantaði pítsu með Wolt. Þegar kassinn var opnaður vantaði pítsusneið í kassann eins og sjá má á mynd hér að ofan. „Nú er mér nóg boðið,“ segir Lárus sem metur það svo að hann hafi nýtt sér þjónustuna í nokkur hundruð skipti. Nokkrir vinir og kunningjar taka undir með Lárusi við færslu hans um málið á Facebook. Fleiri langþreyttir „Ég er fyrir löngu hættur. Málið er að sendlarnir éta af pöntuninni. Ég hef þetta staðfest frá veitingastöðum sem m.a. gerðu prufu á því eftir ítrekaðar athugasemdir. Wolt svarar engu!“ segir Sveinn Hjörtur Guðfinnsson. Maríanna Rós Guðmundsdóttir hefur svipaða sögu að segja. „Eftir að hafa séð Wolt-kassa notaða sem þvottakörfur og bíla stútfulla af fjölskyldum að gæða sér á matnum sem átti að berast viðskiptavinum, ákvað ég að nú væri nóg komið og hætti að eiga í viðskiptum við þá.“ Jóhann Már Helgason forstöðumaður fyrirtækjasviðs hjá Wolt á Íslandi segist í samtali við Vísi ekki þekkja til málsins og vísaði á Christian Kamphaug sem er upplýsingafulltrúi fyrirtækisins á Íslandi og fleiri löndum. Kamphaug hefur ekki svarað fyrirspurnum eða símtölum fréttastofu eftir hádegið í dag. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum Wolt þegar þau berast.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“