Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar 12. september 2025 11:01 Í umræðu um menntun hefur lengi verið horft til mælinga sem mælikvarða á árangur. Einkunnir, próf og meðaltöl eru orð sem margir tengja við skólastarf. Þær eru einfaldar í framsetningu og auðvelda samanburð milli nemenda og skóla. En tölurnar sýna aðeins hluta myndarinnar. Þær segja ekki til um hvernig námið fer fram, hvað nemandi skilur í raun eða hvernig hann nýtir þekkinguna. Hæfniviðmið víkka þessa sýn. Þau lýsa því sem nemendur eiga að kunna, geta og skilja í lok námsferils. Þau gera ráð fyrir að nám sé ferli þar sem framfarir og hæfni til að beita þekkingu skipta meira máli en stök prófniðurstaða. Þannig verður auðveldara að sjá hvar nemandi stendur og hvernig hann getur tekið næstu skref í náminu. Fjölbreytt námsmat styður þessa hugsun. Með því að meta nám með ólíkum aðferðum, til dæmis í verkefnum, framsögum eða samvinnu, fæst heildrænari mynd af hæfni nemenda. Samræmd próf og tölulegar einkunnir ná aðeins utan um afmarkað svið og geta ekki lýst fjölbreyttum styrkleikum barna. Það er mikilvægt að hafa í huga að engin ein mæling getur sagt allt sem máli skiptir. Fræðimenn hafa ítrekað bent á að menntun eigi ekki að byggjast á því að endurtaka staðreyndir heldur að efla hæfni til hugsunar, lausnaleitar og samvinnu. Námið á að virkja nemendur til þátttöku og skapa vettvang þar sem reynsla og sköpun fá að njóta sín. Hæfniviðmið endurspegla þessa sýn og gera námsmat að lifandi ferli frekar en stöðugu prófi. Það er ekki nauðsynlegt að hafna einkunnum með öllu. Þær geta átt rétt á sér sem hluti af stærra kerfi. En hættan er að þær taki yfir og skilgreini árangur of þröngt. Þegar áherslan snýst fyrst og fremst um tölur hættum við að spyrja hvað nemendur hafi raunverulega lært og hvernig þeir geti beitt þekkingunni. Námsmat þarf að vera fjölbreytt, gagnsætt og uppbyggilegt. Þannig verður það tæki sem styður bæði nemendur og foreldra í að skilja námsferlið og fylgjast með framförum. Með fjölbreyttum hætti eykst líkurnar á að allir nemendur fái tækifæri til að blómstra á eigin forsendum. Við kennarar eigum því ekki að spyrja: „hvað fékkstu á prófi?“ Við eigum að spyrja: „hvað lærðirðu, hvernig geturðu notað það og hvert viltu fara næst?“ Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Bryngeir Valdimarsson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Í umræðu um menntun hefur lengi verið horft til mælinga sem mælikvarða á árangur. Einkunnir, próf og meðaltöl eru orð sem margir tengja við skólastarf. Þær eru einfaldar í framsetningu og auðvelda samanburð milli nemenda og skóla. En tölurnar sýna aðeins hluta myndarinnar. Þær segja ekki til um hvernig námið fer fram, hvað nemandi skilur í raun eða hvernig hann nýtir þekkinguna. Hæfniviðmið víkka þessa sýn. Þau lýsa því sem nemendur eiga að kunna, geta og skilja í lok námsferils. Þau gera ráð fyrir að nám sé ferli þar sem framfarir og hæfni til að beita þekkingu skipta meira máli en stök prófniðurstaða. Þannig verður auðveldara að sjá hvar nemandi stendur og hvernig hann getur tekið næstu skref í náminu. Fjölbreytt námsmat styður þessa hugsun. Með því að meta nám með ólíkum aðferðum, til dæmis í verkefnum, framsögum eða samvinnu, fæst heildrænari mynd af hæfni nemenda. Samræmd próf og tölulegar einkunnir ná aðeins utan um afmarkað svið og geta ekki lýst fjölbreyttum styrkleikum barna. Það er mikilvægt að hafa í huga að engin ein mæling getur sagt allt sem máli skiptir. Fræðimenn hafa ítrekað bent á að menntun eigi ekki að byggjast á því að endurtaka staðreyndir heldur að efla hæfni til hugsunar, lausnaleitar og samvinnu. Námið á að virkja nemendur til þátttöku og skapa vettvang þar sem reynsla og sköpun fá að njóta sín. Hæfniviðmið endurspegla þessa sýn og gera námsmat að lifandi ferli frekar en stöðugu prófi. Það er ekki nauðsynlegt að hafna einkunnum með öllu. Þær geta átt rétt á sér sem hluti af stærra kerfi. En hættan er að þær taki yfir og skilgreini árangur of þröngt. Þegar áherslan snýst fyrst og fremst um tölur hættum við að spyrja hvað nemendur hafi raunverulega lært og hvernig þeir geti beitt þekkingunni. Námsmat þarf að vera fjölbreytt, gagnsætt og uppbyggilegt. Þannig verður það tæki sem styður bæði nemendur og foreldra í að skilja námsferlið og fylgjast með framförum. Með fjölbreyttum hætti eykst líkurnar á að allir nemendur fái tækifæri til að blómstra á eigin forsendum. Við kennarar eigum því ekki að spyrja: „hvað fékkstu á prófi?“ Við eigum að spyrja: „hvað lærðirðu, hvernig geturðu notað það og hvert viltu fara næst?“ Höfundur er kennari.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun