Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2025 18:53 Herþota af gerðinni F-35 á flugi. EPA/DEAN LEWINS Úkraínumenn hafa um árabil varist svo gott sem daglegum árásum Rússa með sjálfsprengidróna og eldflaugar. Til þessa notast þeir marglaga varnir en þróun þessara varna hefur að miklu leyti gengið út á að draga eins og hægt er úr kostnaði við varnirnar en drónarnir eru tiltölulega ódýrir í framleiðslu og flugskeyti í loftvarnarkerfi og herþotur eru það alls ekki. Yfirvöld í Póllandi segja að fyrr í vikunni hafi nítján rússneskum drónum verið flogið inn í lofhelgi ríkisins. Fjórir þeirra voru skotnir niður með hjálpa bandamanna Póllands í Atlantshafsbandalaginu en til verksins var notast við mjög dýrar herþotur og Patriot-loftvarnarkerfi. Viðbrögð Pólverja og NATO voru mjög umfangsmikil. F-35 og F-16 þotum var flogið á loft. Black Hawk þyrlum einnig auk eldri þyrlum af gerðinni Mi-24 og Mi-17. Talið er að viðbúnaðurinn og varnirnar hafi kostað fúlgur fjár. Ráðamenn í Rússlandi segjast ekki hafa sent drónana til Póllands og ráðamenn í Belarús, segja að drónarnir hafi farið af leið vegna rafrænna truflana Úkraínumanna. Sérfræðingar og ráðamenn í Evrópu hafa dregið þær útskýringar í efa. Sjá einnig: Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Þeirra á meðal er Radek Sikorski, utanríkisráðherra Póllands. AP fréttaveitan hefur eftir honum að ef einn eða tveir drónar hefðu farið inn fyrir lofthelgi Póllands gæti það mögulega hafa verið slys. Nítján drónar séu ekki slys. Karol Nawrocki, forseti Póllands, hefur slegið á svipaða strengi og segir markmið Rússa hafa verið að greina varnargetu Póllands. Pólverjar hafa beðið bandamenn sína um aðstoð við að bæta varnir sínar og hafa ráðamenn nokkurra ríkja, samkvæmt BBC, samþykkt að senda hermenn, stórskotaliðsvopn og loftvarnarkerfi til Póllands. Þeirra á meðal eru Holland og Tékkland. Þar að auki hafa Bretar og Frakkar sagt að til greina komi að senda herþotur til Austur-Evrópu. Flugskeyti ekki vopn gegn drónum Samkvæmt gögnum frá Úkraínumönnum hafa Rússar notast við að minnsta kosti 35.698 sjálfsprengidróna og tálbeitudróna í Úkraínu á þessu ári. Drónar hafa nokkrum sinnum ratað inn í lofthelgi Póllands frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu en brot úr úkraínsku flugskeyti úr loftvarnarkerfi banaði tveimur Pólverjum árið 2023. Drónar hafa einnig farið inn á lofhelgi Rúmeníu, Moldóvu og allra Eystrasaltsríkjanna. Það hafa þó verið einangruð atvik og drónarnir hafa aldrei verið eins margir og í þessari viku. Ef drónarnir yrðu einhvern tímann eins margir og Rússar nota nánast daglega í Úkraínu, eru ekki til nægilega mörg flugskeyti um borð í herþotum, þyrlum og loftvarnarkerfum í Póllandi til að verjast þeim, samkvæmt sérfræðingi sem ræddi við blaðamann AP. Sjá einnig: Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í gær að hefðbundin loftvarnarkerfi eins og Patriot og SAMP/T væru ekki kerfi sem nota ætti gegn sjálfsprengidrónum. Þau ætti fyrst og fremst að nota gegn skotflaugum. Vísaði hann til þess að eitt flugskeyti í Patriot-kerfið kosti tvær til þrjár milljónir dala og að rússneskur sjálfsprengidróni kostaði allt að hundrað þúsund dali. „Þegar Rússar skjóta fimm til átta hundruð drónum á dag, er ekki í boði að nota slík flugskeyti,“ sagði Selenskí. Þess í stað sagði hann nauðsynlegt að nota skilvirkari leiðir sem væru ekki jafn dýrar. Selenskí sagði Úkraínumenn búa yfir einstakri reynslu af því að byggja upp marglaga loftvarnir með því að notast við rafrænar truflanir, þyrlur, flugvélar, aðra dróna og stórar vélbyssur á pallbílum, svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er eina leiðin til að stöðva umfangsmiklar árásir og í dag býr ekkert ríki, fyrir utan Úkraínu og Rússland, yfir svona kerfi.“ Hann sagði Úkraínumenn tilbúna til að miðla reynslu sinni til Pólverja og annarra bandalagsríkja. Answering questions from journalists, I noted: Patriot, SAMP/T and similar systems are not weapons against kamikaze drones. These are expensive missiles designed first and foremost for ballistic targets. A single Patriot interceptor costs $2-3 million, while a “shahed” or “Geran”…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) September 11, 2025 Pólland NATO Úkraína Rússland Belarús Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Yfirvöld í Póllandi segja að fyrr í vikunni hafi nítján rússneskum drónum verið flogið inn í lofhelgi ríkisins. Fjórir þeirra voru skotnir niður með hjálpa bandamanna Póllands í Atlantshafsbandalaginu en til verksins var notast við mjög dýrar herþotur og Patriot-loftvarnarkerfi. Viðbrögð Pólverja og NATO voru mjög umfangsmikil. F-35 og F-16 þotum var flogið á loft. Black Hawk þyrlum einnig auk eldri þyrlum af gerðinni Mi-24 og Mi-17. Talið er að viðbúnaðurinn og varnirnar hafi kostað fúlgur fjár. Ráðamenn í Rússlandi segjast ekki hafa sent drónana til Póllands og ráðamenn í Belarús, segja að drónarnir hafi farið af leið vegna rafrænna truflana Úkraínumanna. Sérfræðingar og ráðamenn í Evrópu hafa dregið þær útskýringar í efa. Sjá einnig: Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Þeirra á meðal er Radek Sikorski, utanríkisráðherra Póllands. AP fréttaveitan hefur eftir honum að ef einn eða tveir drónar hefðu farið inn fyrir lofthelgi Póllands gæti það mögulega hafa verið slys. Nítján drónar séu ekki slys. Karol Nawrocki, forseti Póllands, hefur slegið á svipaða strengi og segir markmið Rússa hafa verið að greina varnargetu Póllands. Pólverjar hafa beðið bandamenn sína um aðstoð við að bæta varnir sínar og hafa ráðamenn nokkurra ríkja, samkvæmt BBC, samþykkt að senda hermenn, stórskotaliðsvopn og loftvarnarkerfi til Póllands. Þeirra á meðal eru Holland og Tékkland. Þar að auki hafa Bretar og Frakkar sagt að til greina komi að senda herþotur til Austur-Evrópu. Flugskeyti ekki vopn gegn drónum Samkvæmt gögnum frá Úkraínumönnum hafa Rússar notast við að minnsta kosti 35.698 sjálfsprengidróna og tálbeitudróna í Úkraínu á þessu ári. Drónar hafa nokkrum sinnum ratað inn í lofthelgi Póllands frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu en brot úr úkraínsku flugskeyti úr loftvarnarkerfi banaði tveimur Pólverjum árið 2023. Drónar hafa einnig farið inn á lofhelgi Rúmeníu, Moldóvu og allra Eystrasaltsríkjanna. Það hafa þó verið einangruð atvik og drónarnir hafa aldrei verið eins margir og í þessari viku. Ef drónarnir yrðu einhvern tímann eins margir og Rússar nota nánast daglega í Úkraínu, eru ekki til nægilega mörg flugskeyti um borð í herþotum, þyrlum og loftvarnarkerfum í Póllandi til að verjast þeim, samkvæmt sérfræðingi sem ræddi við blaðamann AP. Sjá einnig: Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í gær að hefðbundin loftvarnarkerfi eins og Patriot og SAMP/T væru ekki kerfi sem nota ætti gegn sjálfsprengidrónum. Þau ætti fyrst og fremst að nota gegn skotflaugum. Vísaði hann til þess að eitt flugskeyti í Patriot-kerfið kosti tvær til þrjár milljónir dala og að rússneskur sjálfsprengidróni kostaði allt að hundrað þúsund dali. „Þegar Rússar skjóta fimm til átta hundruð drónum á dag, er ekki í boði að nota slík flugskeyti,“ sagði Selenskí. Þess í stað sagði hann nauðsynlegt að nota skilvirkari leiðir sem væru ekki jafn dýrar. Selenskí sagði Úkraínumenn búa yfir einstakri reynslu af því að byggja upp marglaga loftvarnir með því að notast við rafrænar truflanir, þyrlur, flugvélar, aðra dróna og stórar vélbyssur á pallbílum, svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er eina leiðin til að stöðva umfangsmiklar árásir og í dag býr ekkert ríki, fyrir utan Úkraínu og Rússland, yfir svona kerfi.“ Hann sagði Úkraínumenn tilbúna til að miðla reynslu sinni til Pólverja og annarra bandalagsríkja. Answering questions from journalists, I noted: Patriot, SAMP/T and similar systems are not weapons against kamikaze drones. These are expensive missiles designed first and foremost for ballistic targets. A single Patriot interceptor costs $2-3 million, while a “shahed” or “Geran”…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) September 11, 2025
Pólland NATO Úkraína Rússland Belarús Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira