Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifa 12. september 2025 06:32 Ríkisstjórnin kallar fjárlagafrumvarp sitt aðhaldssamt og ábyrgt – forsætisráðherra talar um „tiltekt“. En sú tiltekt er öll á kostnað láglaunafólks og almennings. Fjárlagafrumvarpið eykur misskiptingu, dregur úr aðgengi að grunnþjónustu og leggur byrðarnar á herðar þeirra sem minnst hafa. Félagslegar áherslur skortir tilfinnanlega – landinu er stjórnað af hægrisinnuðum stjórnmálamönnum. Rétt er þó að nefna líka jákvæð skref: hærri veiðigjöld, aukið fjármagn til geðheilbrigðismála og trygging þess að greiðslur almannatrygginga hækki með launavísitölu. En þessi atriði vega lítið á móti stóru myndinni. Því miður. Tekjuhliðin Fjárlagafrumvarpið byggir fyrst og fremst á aðhaldi á útgjaldahliðinni, á meðan breiðu bökunum eru hlíft. Þannig heldur ríkisstjórnin áfram að skera niður í menntun, menningu, velferð og umhverfismálum – en hlífir fjármagnseigendum og stóreignafólki. Ellilífeyrir og örorka Nýjar kerfisbreytingar í örorkulífeyriskerfinu, sem Vinstri græn komu í gegn, hafa þegar bætt stöðu öryrkja verulega. Ríkisstjórnin sýnir hins vegar engin merki þess að ellilífeyrir verði hækkaður til samræmis. Það væri sanngjarnt og nauðsynlegt skref. Á sama tíma er gert ráð fyrir að ríkið hætti jöfnunarframlögum til lífeyrissjóða vegna örorkubyrðar, eitthvað sem fjármálaráðuneytið verður að ná sanngjarnri niðurstöðu um með lífeyrissjóðunum. Annars munu lífeyrissjóðir – og þar með verkafólk – bera byrðarnar. Menning og íslenskan Framlög til menningar og íslenskunnar eru áfram of lítil. Þau mæta engan veginn þörfum þessa stækkandi málaflokks. Innflytjendur eru orðnir um 80 þúsund talsins, og íslenskukennsla er langtímaverkefni, ekki skyndilausn. Að skera niður framlög til íslenskukennslu og inngildingar er aðför að samfélagslegri samheldni og framtíð tungunnar. Þá er grafalvarlegt að félags- og húsnæðismálaráðherra leggur ekki fram nýja stefnu í málefnum innflytjenda þrátt fyrir að hún hafi verið fullmótuð á síðasta kjörtímabili. Hún hefur greinilega sópað henni út af borðinu í tiltektinni. Atvinnuleysi Ríkisstjórnin hyggst stytta bótatímabil atvinnuleysistrygginga úr 30 mánuðum í 18. Þetta gengur beint gegn kröfum verkalýðshreyfingarinnar og grefur undan öryggi fólks á vinnumarkaði. Ekki verður séð að „tiltekt“ forsætis- og félagsmálaráðherra á þessu sviði verði nýtt til að hækka bætur eða efla vinnumarkaðsaðgerðir, heldur aðeins til að skera niður. Það er aumt. Háskólar og skólagjöld Háskólastigið er áfram vanfjármagnað. Í stað þess að stefna að OECD-meðaltali er boðuð hækkun skrásetningargjalda um allt að 33%, í 100 þúsund krónur. Það þrengir að efnaminni nemendum og gengur þvert gegn stefnu Samfylkingarinnar um gjaldfrjálst háskólanám. „Tiltektin“ hér er árás á jöfnuð í menntun. Húsnæðismál Í fjárlagafrumvarpinu er ekkert sem raunverulega styrkir húsnæðismarkaðinn. Aðeins er boðið upp á tímabundin úrræði til 2027 – sem er ekki stefna heldur frestun á vandanum. Þetta er grafalvarlegt í ljósi húsnæðiskreppu sem bitnar mest á ungu fólki, fjölskyldum og leigjendum. Umhverfismál Frá 2017–2021 jókst fjármagn til umhverfismála um tæp 50% undir forystu Vinstri grænna. Nú ríkir metnaðarleysi. „Tiltekt“ hér felur í sér niðurskurð á fjárheimildum til grænna fjárfestinga, náttúruverndar, landgræðslu og skógræktar og sýnir að loftslags- og náttúruverndarmálum er ýtt til hliðar – stórkostleg afturför á tíma þegar þörfin fyrir róttækar aðgerðir er brýnni en nokkru sinni fyrr. Samantekt Þetta frumvarp er ekki hagræðing – þetta er árás á heimilin í landinu, á lífskjör venjulegs fólks, sem ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu fyrir kosningar að hlífa. Stytting bótatímabils, niðurskurður á jöfnun örorkubyrðar, rýrnun barnabóta og húsnæðisbóta – allt eykur þetta misskiptingu.Við í Vinstri grænum segjum: Fjárlög eiga að tryggja jöfnuð, réttlæti og velferð. Þau eiga að verja heimilin – ekki ráðast á þau. Svandís Svavarsdóttir er fyrrverandi ráðherra og formaður Vinstri grænna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson er fyrrverandi ráðherra og varaformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kallar fjárlagafrumvarp sitt aðhaldssamt og ábyrgt – forsætisráðherra talar um „tiltekt“. En sú tiltekt er öll á kostnað láglaunafólks og almennings. Fjárlagafrumvarpið eykur misskiptingu, dregur úr aðgengi að grunnþjónustu og leggur byrðarnar á herðar þeirra sem minnst hafa. Félagslegar áherslur skortir tilfinnanlega – landinu er stjórnað af hægrisinnuðum stjórnmálamönnum. Rétt er þó að nefna líka jákvæð skref: hærri veiðigjöld, aukið fjármagn til geðheilbrigðismála og trygging þess að greiðslur almannatrygginga hækki með launavísitölu. En þessi atriði vega lítið á móti stóru myndinni. Því miður. Tekjuhliðin Fjárlagafrumvarpið byggir fyrst og fremst á aðhaldi á útgjaldahliðinni, á meðan breiðu bökunum eru hlíft. Þannig heldur ríkisstjórnin áfram að skera niður í menntun, menningu, velferð og umhverfismálum – en hlífir fjármagnseigendum og stóreignafólki. Ellilífeyrir og örorka Nýjar kerfisbreytingar í örorkulífeyriskerfinu, sem Vinstri græn komu í gegn, hafa þegar bætt stöðu öryrkja verulega. Ríkisstjórnin sýnir hins vegar engin merki þess að ellilífeyrir verði hækkaður til samræmis. Það væri sanngjarnt og nauðsynlegt skref. Á sama tíma er gert ráð fyrir að ríkið hætti jöfnunarframlögum til lífeyrissjóða vegna örorkubyrðar, eitthvað sem fjármálaráðuneytið verður að ná sanngjarnri niðurstöðu um með lífeyrissjóðunum. Annars munu lífeyrissjóðir – og þar með verkafólk – bera byrðarnar. Menning og íslenskan Framlög til menningar og íslenskunnar eru áfram of lítil. Þau mæta engan veginn þörfum þessa stækkandi málaflokks. Innflytjendur eru orðnir um 80 þúsund talsins, og íslenskukennsla er langtímaverkefni, ekki skyndilausn. Að skera niður framlög til íslenskukennslu og inngildingar er aðför að samfélagslegri samheldni og framtíð tungunnar. Þá er grafalvarlegt að félags- og húsnæðismálaráðherra leggur ekki fram nýja stefnu í málefnum innflytjenda þrátt fyrir að hún hafi verið fullmótuð á síðasta kjörtímabili. Hún hefur greinilega sópað henni út af borðinu í tiltektinni. Atvinnuleysi Ríkisstjórnin hyggst stytta bótatímabil atvinnuleysistrygginga úr 30 mánuðum í 18. Þetta gengur beint gegn kröfum verkalýðshreyfingarinnar og grefur undan öryggi fólks á vinnumarkaði. Ekki verður séð að „tiltekt“ forsætis- og félagsmálaráðherra á þessu sviði verði nýtt til að hækka bætur eða efla vinnumarkaðsaðgerðir, heldur aðeins til að skera niður. Það er aumt. Háskólar og skólagjöld Háskólastigið er áfram vanfjármagnað. Í stað þess að stefna að OECD-meðaltali er boðuð hækkun skrásetningargjalda um allt að 33%, í 100 þúsund krónur. Það þrengir að efnaminni nemendum og gengur þvert gegn stefnu Samfylkingarinnar um gjaldfrjálst háskólanám. „Tiltektin“ hér er árás á jöfnuð í menntun. Húsnæðismál Í fjárlagafrumvarpinu er ekkert sem raunverulega styrkir húsnæðismarkaðinn. Aðeins er boðið upp á tímabundin úrræði til 2027 – sem er ekki stefna heldur frestun á vandanum. Þetta er grafalvarlegt í ljósi húsnæðiskreppu sem bitnar mest á ungu fólki, fjölskyldum og leigjendum. Umhverfismál Frá 2017–2021 jókst fjármagn til umhverfismála um tæp 50% undir forystu Vinstri grænna. Nú ríkir metnaðarleysi. „Tiltekt“ hér felur í sér niðurskurð á fjárheimildum til grænna fjárfestinga, náttúruverndar, landgræðslu og skógræktar og sýnir að loftslags- og náttúruverndarmálum er ýtt til hliðar – stórkostleg afturför á tíma þegar þörfin fyrir róttækar aðgerðir er brýnni en nokkru sinni fyrr. Samantekt Þetta frumvarp er ekki hagræðing – þetta er árás á heimilin í landinu, á lífskjör venjulegs fólks, sem ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu fyrir kosningar að hlífa. Stytting bótatímabils, niðurskurður á jöfnun örorkubyrðar, rýrnun barnabóta og húsnæðisbóta – allt eykur þetta misskiptingu.Við í Vinstri grænum segjum: Fjárlög eiga að tryggja jöfnuð, réttlæti og velferð. Þau eiga að verja heimilin – ekki ráðast á þau. Svandís Svavarsdóttir er fyrrverandi ráðherra og formaður Vinstri grænna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson er fyrrverandi ráðherra og varaformaður Vinstri grænna.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun