Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar 12. september 2025 07:32 Í síðustu viku birtust tvær lýsandi ákvarðanir fyrir værukærð opinberra stofnana sem eiga að gæta hagsmuna almennings í umhverfismálum. Fyrst leit dagsins ljós úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að fella úr úr gildi ákvörðun Umhverfisstofnunar um að grípa ekki til úrræða samkvæmt lögum um umhverfisábyrgð þegar Arctic Fish lét um 3.500 eldislaxa sleppa úr sjókví Patreksfirði í ágúst 2023. Sama dag og úrskurðarnefndin tók í hnakkadrambið á Umhverfisstofnun vegna þessa tveggja ára gamals máls tók Fiskistofa keimlíka ákvörðun um aðgerðaleysi í glænýju umhverfisslysi í boði Arctic Fish. Óskiljanlegt tómlæti Tómlæti Umhverfisstofnunar gagnvart kröfu um rannsókn á hörmulegu umhverfisslysi Arctic Fish árið 2023 var og er óskiljanlegt. Brot á lögum um umhverfisábyrgð geta varðað sektum eða fangelsisvist ábyrgðarmanna viðkomandi fyrirtækja. Enn liggur ekki fyrir hvernig Umhverfisstofnun ætlar að bregðast við þessum áfellisdómi úrskurðarnefndarinnar. Ætlar stofnunin að ljúka rannsókn á þessu tveggja ára gamla máli? Brotastarfsemi ábyrgðarmanna Arctic Fish Hitt vitum við að ábyrgðarmenn Arctic Fish halda brotastarfsemi sinni ótrauðir áfram. Staðfest er að eldislaxar frá fyrirtækinu hafa á undanförnum dögum verið fjarlægðir úr Haukadalsá, Hrútafjarðará, Vatnsdalsá, Blöndu, Reykjadalsá í Borgarfirði og Miðfjarðará. Og nú er það Fiskistofa sem neitar að verða við áskorun um að grípa til aðgerða sem geta varpað ljósi á mögulegt umfang þessa nýja umhverfisslyss í boði Daníels Jakobssonar, forstjóra Arctic Fish, og annarra ábyrgðarmanna fyrirtækisins. Fiskistofa neitar Í byrjun mánaðarins óskaði Landssamband veiðifélaga (samtök bænda og eigenda lögbýla þar sem um renna laxveiðiár) við Fiskistofu að skipulögð yrði leit sérfræðinga í froskköfun að eldislaxi á laxgengum svæðum allra áa sem fóstra lax frá og með Andakílsá í vestri til og með Fnjóská í Eyjafirði í austri. Þessu hafnaði Fiskistofa síðasta föstudag. Hvaða eiga bændur að gera nú? Kæra ákvörðun Fiskistofu til úrskurðarnefndarinnar og vonast til að hún skipi Fiskistofu að láta leita að eldislaxi í ánum eftir tvö ár? Þetta er auðvitað glórulaus staða. Bændur undirbúa því nú sjálfir leit í ánum í samvinnu við okkur hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum og NASF. Vonin ein engin vörn Við vonum auðvitað að þetta slys sé ekki jafn hrikalegt og þegar fjarlægðir voru um 500 eldislaxar frá Arctic Fish haustið 2023, en vonin ein er engin vörn fyrir villta laxinn. Við verðum að fá skýra mynd af því sem allra fyrst hver staðan er. Það gerist ekki án aðkomu sérfræðinga í rekköfun sem skanna árnar. Munum þetta: Staðfest er að þeir eldislaxar sem hafa þegar fundist eru úr fleiri en einni sleppingu. Í stóru sleppingu Arctic Fish 2023 hófu eldislaxar fyrst að hellast í árnar um miðjan september. Upplýsingar úr skipulagðri leit sérfræðinga geta sagt okkur til um hvort grípa þurfi til umfangsmikils hreinsunarstarfs nú í haust. Upplýsingar úr köfun nú verða líka lykilgögn í rannsóknum til að meta virkni áhættumats erfðablöndunar sem Hafrannsóknastofnun gefur út. Í fyrrahaust fundust 23 eldislaxar í ám þegar Hafrannsóknastofnun stóð fyrir litlu þjálfunarverkefni í rekköfun. Þar af voru sex fiskar úr ótilkynntum sleppingum úr sjókvíum. Almenningur verður að geta treyst því að stofnanir sinni lögbundnum skyldum sínum við rannsókn umhverfisslysa og refsi þeim sem bera ábyrgð á þeim eins og lög kveða á um. Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birtust tvær lýsandi ákvarðanir fyrir værukærð opinberra stofnana sem eiga að gæta hagsmuna almennings í umhverfismálum. Fyrst leit dagsins ljós úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að fella úr úr gildi ákvörðun Umhverfisstofnunar um að grípa ekki til úrræða samkvæmt lögum um umhverfisábyrgð þegar Arctic Fish lét um 3.500 eldislaxa sleppa úr sjókví Patreksfirði í ágúst 2023. Sama dag og úrskurðarnefndin tók í hnakkadrambið á Umhverfisstofnun vegna þessa tveggja ára gamals máls tók Fiskistofa keimlíka ákvörðun um aðgerðaleysi í glænýju umhverfisslysi í boði Arctic Fish. Óskiljanlegt tómlæti Tómlæti Umhverfisstofnunar gagnvart kröfu um rannsókn á hörmulegu umhverfisslysi Arctic Fish árið 2023 var og er óskiljanlegt. Brot á lögum um umhverfisábyrgð geta varðað sektum eða fangelsisvist ábyrgðarmanna viðkomandi fyrirtækja. Enn liggur ekki fyrir hvernig Umhverfisstofnun ætlar að bregðast við þessum áfellisdómi úrskurðarnefndarinnar. Ætlar stofnunin að ljúka rannsókn á þessu tveggja ára gamla máli? Brotastarfsemi ábyrgðarmanna Arctic Fish Hitt vitum við að ábyrgðarmenn Arctic Fish halda brotastarfsemi sinni ótrauðir áfram. Staðfest er að eldislaxar frá fyrirtækinu hafa á undanförnum dögum verið fjarlægðir úr Haukadalsá, Hrútafjarðará, Vatnsdalsá, Blöndu, Reykjadalsá í Borgarfirði og Miðfjarðará. Og nú er það Fiskistofa sem neitar að verða við áskorun um að grípa til aðgerða sem geta varpað ljósi á mögulegt umfang þessa nýja umhverfisslyss í boði Daníels Jakobssonar, forstjóra Arctic Fish, og annarra ábyrgðarmanna fyrirtækisins. Fiskistofa neitar Í byrjun mánaðarins óskaði Landssamband veiðifélaga (samtök bænda og eigenda lögbýla þar sem um renna laxveiðiár) við Fiskistofu að skipulögð yrði leit sérfræðinga í froskköfun að eldislaxi á laxgengum svæðum allra áa sem fóstra lax frá og með Andakílsá í vestri til og með Fnjóská í Eyjafirði í austri. Þessu hafnaði Fiskistofa síðasta föstudag. Hvaða eiga bændur að gera nú? Kæra ákvörðun Fiskistofu til úrskurðarnefndarinnar og vonast til að hún skipi Fiskistofu að láta leita að eldislaxi í ánum eftir tvö ár? Þetta er auðvitað glórulaus staða. Bændur undirbúa því nú sjálfir leit í ánum í samvinnu við okkur hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum og NASF. Vonin ein engin vörn Við vonum auðvitað að þetta slys sé ekki jafn hrikalegt og þegar fjarlægðir voru um 500 eldislaxar frá Arctic Fish haustið 2023, en vonin ein er engin vörn fyrir villta laxinn. Við verðum að fá skýra mynd af því sem allra fyrst hver staðan er. Það gerist ekki án aðkomu sérfræðinga í rekköfun sem skanna árnar. Munum þetta: Staðfest er að þeir eldislaxar sem hafa þegar fundist eru úr fleiri en einni sleppingu. Í stóru sleppingu Arctic Fish 2023 hófu eldislaxar fyrst að hellast í árnar um miðjan september. Upplýsingar úr skipulagðri leit sérfræðinga geta sagt okkur til um hvort grípa þurfi til umfangsmikils hreinsunarstarfs nú í haust. Upplýsingar úr köfun nú verða líka lykilgögn í rannsóknum til að meta virkni áhættumats erfðablöndunar sem Hafrannsóknastofnun gefur út. Í fyrrahaust fundust 23 eldislaxar í ám þegar Hafrannsóknastofnun stóð fyrir litlu þjálfunarverkefni í rekköfun. Þar af voru sex fiskar úr ótilkynntum sleppingum úr sjókvíum. Almenningur verður að geta treyst því að stofnanir sinni lögbundnum skyldum sínum við rannsókn umhverfisslysa og refsi þeim sem bera ábyrgð á þeim eins og lög kveða á um. Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar