„Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. september 2025 12:03 Viktir Jónsson er klár í slaginn fyrir leik kvöldsins. Vísir/Diego „Það er mikil spenna og langt síðan við höfum spilað leik. Við erum ferskir og klárir í slaginn,“ segir Viktor Jónsson, framherji ÍA, um leik liðsins við Breiðablik í Bestu deild karla í kvöld. Skagamenn eru með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins. ÍA hefur ekki unnið leik síðan um miðjan júlí og spilað fimm í röð án sigurs. Liðið er límt við botn deildarinnar með 16 stig, átta frá öruggu sæti, þegar Skagamenn eiga sjö leiki eftir. Langt er frá síðasta leik en Viktor segir nýliðið landsleikjahlé hafa nýst vel. „Við höfum nýtt þetta landsleikjahlé vel og öll þessi stóru hlé sem við höfum verið í undanfarna tvo mánuði. Það hefur verið að meðaltali líklega um 10 dagar á milli leikja. Við höfum haft nægan tíma til að fara yfir ýmislegt á æfingasvæðinu,“ segir Viktor við íþróttadeild. En hléinu fylgja líka ókostir. „En það er alltaf vont að fá ekki leikformið og leikina til að halda rytmanum gangandi. Svo sem bara fínt að hafa fengið þennan tíma núna og mér finnst eins og á undanförum tíu dögum eða svo hafi komið smá innspýting í hópinn.“ Sénsunum fer fækkandi Skagamenn séu því komnir meira upp á tærnar. Aðspurður um hvað þurfi að breytast segir Viktor það nákvæmlega vera málið - að leikmenn átti sig á stöðunni og nýti það til að keyra upp geðveikina fyrir lokakafla mótsins. „Það er fyrst og fremst það að menn þurfa að fara að átta sig á því að við erum með bakið upp við vegg og hver einasti séns núna fer að verða sá síðasti. Það er það fyrsta sem menn þurfa að átta sig á. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að sénsunum fer fækkandi. Það er bara að leggja allt í sölurnar og skilja allt eftir úti á vellinum. Þetta kemur ekki að sjálfu sér og við þurfum að hafa fyrir þessu,“ segir Viktor. Nýtt upphaf og fokk it hugarfar Jafnlangt er síðan Breiðablik vann leik og ÍA. Liðið hefur einnig spilað fimm leiki í röð án sigurs og vann síðast deildarleik í júlí. Viktor veltir sér svo sem ekki mikið upp úr því. „Við höfum svo sem ekkert pælt í því hvað Blikarnir eru að gera eða hvernig þeim hefur gengið. Við vitum bara hvað við þurfum að gera. Það er nýtt upphaf í kvöld. Núna erum við bara komnir á þann stað. Það er bara do or die, eins og maður segir á góðri ensku,“ segir Viktor og bætir við: „Við erum búnir að vera núna neðstir í deildinni nánast allt tímabilið. Við höfum engu að tapa. Það er svolítið hugarfarið, fokk it hugarfar. Mæta inn á völlinn, gefa allt í þetta, gera frekar mistök en að vera í einhverjum feluleikjum og þora ekki að taka ábyrgð. Við ætlum að keyra á þetta, gefa þeim lítinn tíma á boltann og negla á þetta.“ Leikur ÍA og Breiðabliks hefst klukkan 17:00 á Akranesi. Hann verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland. ÍA Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sjá meira
ÍA hefur ekki unnið leik síðan um miðjan júlí og spilað fimm í röð án sigurs. Liðið er límt við botn deildarinnar með 16 stig, átta frá öruggu sæti, þegar Skagamenn eiga sjö leiki eftir. Langt er frá síðasta leik en Viktor segir nýliðið landsleikjahlé hafa nýst vel. „Við höfum nýtt þetta landsleikjahlé vel og öll þessi stóru hlé sem við höfum verið í undanfarna tvo mánuði. Það hefur verið að meðaltali líklega um 10 dagar á milli leikja. Við höfum haft nægan tíma til að fara yfir ýmislegt á æfingasvæðinu,“ segir Viktor við íþróttadeild. En hléinu fylgja líka ókostir. „En það er alltaf vont að fá ekki leikformið og leikina til að halda rytmanum gangandi. Svo sem bara fínt að hafa fengið þennan tíma núna og mér finnst eins og á undanförum tíu dögum eða svo hafi komið smá innspýting í hópinn.“ Sénsunum fer fækkandi Skagamenn séu því komnir meira upp á tærnar. Aðspurður um hvað þurfi að breytast segir Viktor það nákvæmlega vera málið - að leikmenn átti sig á stöðunni og nýti það til að keyra upp geðveikina fyrir lokakafla mótsins. „Það er fyrst og fremst það að menn þurfa að fara að átta sig á því að við erum með bakið upp við vegg og hver einasti séns núna fer að verða sá síðasti. Það er það fyrsta sem menn þurfa að átta sig á. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að sénsunum fer fækkandi. Það er bara að leggja allt í sölurnar og skilja allt eftir úti á vellinum. Þetta kemur ekki að sjálfu sér og við þurfum að hafa fyrir þessu,“ segir Viktor. Nýtt upphaf og fokk it hugarfar Jafnlangt er síðan Breiðablik vann leik og ÍA. Liðið hefur einnig spilað fimm leiki í röð án sigurs og vann síðast deildarleik í júlí. Viktor veltir sér svo sem ekki mikið upp úr því. „Við höfum svo sem ekkert pælt í því hvað Blikarnir eru að gera eða hvernig þeim hefur gengið. Við vitum bara hvað við þurfum að gera. Það er nýtt upphaf í kvöld. Núna erum við bara komnir á þann stað. Það er bara do or die, eins og maður segir á góðri ensku,“ segir Viktor og bætir við: „Við erum búnir að vera núna neðstir í deildinni nánast allt tímabilið. Við höfum engu að tapa. Það er svolítið hugarfarið, fokk it hugarfar. Mæta inn á völlinn, gefa allt í þetta, gera frekar mistök en að vera í einhverjum feluleikjum og þora ekki að taka ábyrgð. Við ætlum að keyra á þetta, gefa þeim lítinn tíma á boltann og negla á þetta.“ Leikur ÍA og Breiðabliks hefst klukkan 17:00 á Akranesi. Hann verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland.
ÍA Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki