Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2025 06:00 Frá gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði sem hefur verið yfirfullt undanfarin misseri. Vísir/Vilhelm Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar frá því í mars um að vísa grískum ríkisborgara úr landi og banna honum endurkomu til Íslands í sex ár. Nefndin telur framferði mannsins fela í sér raunverulega og yfirvofandi ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins og að hann hafi ekki öðlast ótímabundinn dvalarrétt hér á landi. Maðurinn, sem skráði dvöl sína á Íslandi 17. september 2018, kærði brottvísun Útlendingastofnunar og krafðist ógildingar. Til vara vildi hann fella niður eða stytta endurkomubannið. Hann byggði á því að brot hans væru ekki þess eðlis að útlendingalög ættu við. Þanni gæti fyrri refsidómur hans ekki einn og sér réttlætt brottvísun, og að líta bæri til reglna EES um frjálsa för. Þá hélt hann því fram að hann hefði dvalið hér svo lengi að hann nyti aukinnar verndar, að brottvísun væri ósanngjörn í ljósi tengsla hans við Ísland, meðal annars við eiginkonu og bróður, og að Útlendingastofnun hefði brotið gegn andmælarétti hans. Málaskrá lögreglu eðlilegar vísbendingar Kærunefnd hafnaði þessum rökum Grikkjans. Hún áréttaði að mat á brottvísun byggðist ekki sjálfvirkt á sakfellingum heldur heildstæðu mati á hegðunarmynstri. Nefndin taldi lögmætt að líta til málaskrár lögreglu sem vísbendingu um áframhaldandi brotaáhættu. Þá taldi nefndin ekki sýnt fram á að andmælaréttur hefði verið skertur. Varðandi ótímabundinn dvalarrétt taldi nefndin að maðurinn hefði ekki dvalið „löglega“ samfellt í fimm ár hér á landi því dvöl hans frá hausti 2021 hefði að mestu verið fjármögnuð með greiðslu atvinnuleysisbóta. Þá voru skjáskot af bankainnistæðu í Grikklandi ekki talin fullnægjandi sönnun um sjálfsaflafé. Tengsl hans við Ísland voru auk þess metin takmörkuð. Maki hans hefði afleiddan dvalarrétt á grundvelli hans, takmörkuð atvinnutengsl og var skráð flutt úr landi í mars síðastliðnum. Þá teldist bróðir hans ekki nánasti aðstandandi í lagaskilningi. Sakborningur í 28 málum Maðurinn var í apríl í fyrra dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, til greiðslu 750 þúsund króna sektar og 21 mánaða sviptingu ökuréttar. Hann var sakfelldur fyrir sex brot á fíkniefnalögum, meðal annars í sölu- og dreifingarskyni, og sex umferðarlagabrot, þar á meðal ölvunar- og fíkniefnaakstur, akstur án ökuréttinda og hraðakstur. Samkvæmt umsögnum lögreglu hefur hann frá 2019 verið skráður sakborningur í 28 málum sem fela í sér 56 brot. Fimm mál eru opin, m.a. vegna stórfelldrar líkamsárásar, peningaþvættis og brota á útlendingalögum. Ítrekuð sýnataka hefur gefið jákvæða svörun fyrir vímuefnum þótt blóðgildi hafi oft ekki mælst. Í ljósi brotaferils, takmarkaðrar aðlögunar og áhættu á endurteknum brotum staðfesti kærunefnd brottvísun og sex ára endurkomubann. Dómsmál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Maðurinn, sem skráði dvöl sína á Íslandi 17. september 2018, kærði brottvísun Útlendingastofnunar og krafðist ógildingar. Til vara vildi hann fella niður eða stytta endurkomubannið. Hann byggði á því að brot hans væru ekki þess eðlis að útlendingalög ættu við. Þanni gæti fyrri refsidómur hans ekki einn og sér réttlætt brottvísun, og að líta bæri til reglna EES um frjálsa för. Þá hélt hann því fram að hann hefði dvalið hér svo lengi að hann nyti aukinnar verndar, að brottvísun væri ósanngjörn í ljósi tengsla hans við Ísland, meðal annars við eiginkonu og bróður, og að Útlendingastofnun hefði brotið gegn andmælarétti hans. Málaskrá lögreglu eðlilegar vísbendingar Kærunefnd hafnaði þessum rökum Grikkjans. Hún áréttaði að mat á brottvísun byggðist ekki sjálfvirkt á sakfellingum heldur heildstæðu mati á hegðunarmynstri. Nefndin taldi lögmætt að líta til málaskrár lögreglu sem vísbendingu um áframhaldandi brotaáhættu. Þá taldi nefndin ekki sýnt fram á að andmælaréttur hefði verið skertur. Varðandi ótímabundinn dvalarrétt taldi nefndin að maðurinn hefði ekki dvalið „löglega“ samfellt í fimm ár hér á landi því dvöl hans frá hausti 2021 hefði að mestu verið fjármögnuð með greiðslu atvinnuleysisbóta. Þá voru skjáskot af bankainnistæðu í Grikklandi ekki talin fullnægjandi sönnun um sjálfsaflafé. Tengsl hans við Ísland voru auk þess metin takmörkuð. Maki hans hefði afleiddan dvalarrétt á grundvelli hans, takmörkuð atvinnutengsl og var skráð flutt úr landi í mars síðastliðnum. Þá teldist bróðir hans ekki nánasti aðstandandi í lagaskilningi. Sakborningur í 28 málum Maðurinn var í apríl í fyrra dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, til greiðslu 750 þúsund króna sektar og 21 mánaða sviptingu ökuréttar. Hann var sakfelldur fyrir sex brot á fíkniefnalögum, meðal annars í sölu- og dreifingarskyni, og sex umferðarlagabrot, þar á meðal ölvunar- og fíkniefnaakstur, akstur án ökuréttinda og hraðakstur. Samkvæmt umsögnum lögreglu hefur hann frá 2019 verið skráður sakborningur í 28 málum sem fela í sér 56 brot. Fimm mál eru opin, m.a. vegna stórfelldrar líkamsárásar, peningaþvættis og brota á útlendingalögum. Ítrekuð sýnataka hefur gefið jákvæða svörun fyrir vímuefnum þótt blóðgildi hafi oft ekki mælst. Í ljósi brotaferils, takmarkaðrar aðlögunar og áhættu á endurteknum brotum staðfesti kærunefnd brottvísun og sex ára endurkomubann.
Dómsmál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira