Fótbolti

Stærsta lið Úkraínu samdi við að­dáanda Pútin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vladislav Blanuta verður líklega ekki lengi í herbúðum Kænugarðsmanna.
Vladislav Blanuta verður líklega ekki lengi í herbúðum Kænugarðsmanna. vísir/getty

Stuðningsmenn úkraínska liðsins Dynamo Kiev eru æfir af reiði þar sem félagið var að semja við afar umdeildan leikmann.

Sá heitir Vladislav Blanuta og er moldóvskur Rúmeni. Hann er 23 ára gamall framherji.

Skömmu eftir kaupin kom í ljós að Blanuta hafði dreift áróðri til stuðnings Vladimir Pútin, forseta Rússlands. Stuðningsmenn Kiev tóku því eðlilega ekki vel.

„Við ætlum rétt að vona að félagið rifti samningi við þennan viðbjóð sem fyrst og að hann fái aldrei að klæðast treyju félagsins,“ sagði talsmaður stuðningsmanna félagsins.

Blanuta hefur reynt að komast á samning hjá rússneskum liðum án árangurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×