Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 9. september 2025 12:17 Í dag verður gefin út skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ um virði háskólamenntunar. Þetta er í annað sinn sem stofnunin vinnur slíka skýrslu fyrir BHM og bætir nýja skýrslan umtalsvert við þekkingu okkar og dýpkar skilning á þessum mikilvæga þætti í starfsumhverfi háskólamenntaðra stétta. Það eru margar ástæður fyrir því að rannsókn af því tagi sem kynnt verður í dag er nauðsynleg fyrir hagsmunagæslu háskólamenntaðra stétta. Hún varpar ljósi á samspil ólíkra hópa á íslenskum vinnumarkaði auk þess sem hún gefur okkur dýrmætar upplýsingar um hvar við stöndum í samanburði við nágrannalönd okkar og þar með hversu samkeppnishæf við erum á vinnumarkaði sem verður stöðugt alþjóðlegri. Ávinningur farið minnkandi Í skýrslunni eru bornar saman atvinnutekjur eftir skatta hjá fólki með grunnskólamenntun, framhaldsskólamenntun og háskólamenntun. Spurt er ólíkra spurninga og unnin margvísleg svör á grunni upplýsinganna. Margt kemur á óvart, en annað var viðbúið. Lítum á niðurstöðurnar um ávinninginn af háskólamenntun. Hann er skilgreindur sem meðaltalsmunur á atvinnutekjum þeirra sem lokið hafa háskólanámi og þeirra sem ekki verða sér úti um háskólagráðu eftir stúdentspróf. Niðurstaðan er sú að ávinningurinn hefur farið minnkandi allt frá 9. áratug 20. aldar, hann jókst í uppsveiflunni í lok síðustu aldar og skrapp hratt saman eftir hrun bankanna 2008 en ferillinn leitar alltaf niður á við. Kynjavinkillinn í niðurstöðunum er sláandi. Í ljós kemur að tekjur háskólamenntaðra kvenna eru svipaðar tekjum karla með stúdentspróf í flestum aldursflokkum. Einnig að karlar sem hafa aðeins lokið grunnskólaprófi fá hærri tekjur en konur með stúdentspróf. Í rannsókninni er líka skoðaður ávinningur af grunn- og meistaranámi eftir aldri. Í ljós kemur að ávinningur þeirra sem eru 45 ára og yngri af grunnnámi í háskóla jókst fram að aldamótum en síðan hefur hann farið hratt minnkandi. Yngsti aldurshópur þeirra, sem lokið höfðu grunnnámi árið 2000, hafði um 38% meiri tekjur en stúdentar eftir skatta en nú er þessi hópur með innan við 15% meiri tekjur. Elsti hópurinn var með rúmlega 30% hærri tekjur eftir skatta árið 2000 en nú er munurinn um 16%. Tímaferlar fyrir ávinning af meistaragráðu sýna hins vegar nær stöðuga lækkun frá því á tíunda áratuginum hjá þeim sem eru 35 ára og eldri. Mismunur eftir hópum Þegar rætt er um arðsemi háskólanáms í skýrslunni er oftast átt við innri vexti eða þá ávöxtunarkröfu, sem nægir til þess að núvirtar ævitekjur um tvítugt verði jafnar hjá þeim sem ljúka háskólanámi og þeim sem fara beint út á vinnumarkaðinn eftir stúdentspróf. Arðsemi er mest af námi í læknisfræði, tölvunarfræði og verkfræði. Þar á eftir koma lögfræði, hjúkrunarfræði, hagfræði og viðskiptafræði. Á hinn bóginn er neikvæð arðsemi af leikskólakennaranámi, listum og meðferð og endurhæfingu. Þá er lítil arðsemi af grunnskólakennaranámi, starfsmenntakennaranámi, námi í hugvísindum og félags- og menningarfræði. Við drögumst aftur úr Arðsemi háskólanáms á Íslandi er með því minnsta sem þekkist í samanburðarlöndum okkar. Hún er samt ekki langt frá því sem er í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, en hún er nokkru meiri í Finnlandi en hér. Í öllum þessum löndum er arðsemi meiri af háskólanámi kvenna en karla, eins og hér. Í meðaltali OECD-landa, annarra en Íslands, er arðsemi af háskólanámi líka nokkru meiri hjá konum en körlum. Hafa ber í huga varðandi samanburðinn innan Norðurlandanna að stuðningskerfi við námsmenn og ungar fjölskyldur í Danmörku, Noregi og Svíþjóð eru mun öflugri en hér á landi. Það þýðir að unga háskólafólkið okkar býr við mun lakari kjör en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Munur á tekjum háskólamenntaðra og fólks með stúdentspróf hefur farið minnkandi síðustu tuttugu árin og nú er hann hvergi minni en á Íslandi í þeim löndum sem skoðuð eru í samantekt Evrópsku hagstofunnar (e. Eurostat). Í heildina hefur arðsemi háskólamenntunar farið minnkandi hjá báðum kynjum á síðustu tveimur áratugum. Þannig hefur bæði arðsemi grunnnáms og meistaranáms í háskóla helmingast frá fjármálakreppunni. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í niðurstöðum skýrslu Hagfræðistofnunar um virði háskólamenntunar. Á málþinginu í dag verður ítarleg umfjöllun um niðurstöðurnar og varpað ljósi á stöðu Íslands í samanburði við nágrannalöndin. Í ljós kemur að við erum að dragast aftur úr og að þekkingin sem við höfum treyst að myndi tryggja framtíð Íslands er í hættu. Og við spyrjum: Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Skóla- og menntamál Háskólar Stéttarfélög Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag verður gefin út skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ um virði háskólamenntunar. Þetta er í annað sinn sem stofnunin vinnur slíka skýrslu fyrir BHM og bætir nýja skýrslan umtalsvert við þekkingu okkar og dýpkar skilning á þessum mikilvæga þætti í starfsumhverfi háskólamenntaðra stétta. Það eru margar ástæður fyrir því að rannsókn af því tagi sem kynnt verður í dag er nauðsynleg fyrir hagsmunagæslu háskólamenntaðra stétta. Hún varpar ljósi á samspil ólíkra hópa á íslenskum vinnumarkaði auk þess sem hún gefur okkur dýrmætar upplýsingar um hvar við stöndum í samanburði við nágrannalönd okkar og þar með hversu samkeppnishæf við erum á vinnumarkaði sem verður stöðugt alþjóðlegri. Ávinningur farið minnkandi Í skýrslunni eru bornar saman atvinnutekjur eftir skatta hjá fólki með grunnskólamenntun, framhaldsskólamenntun og háskólamenntun. Spurt er ólíkra spurninga og unnin margvísleg svör á grunni upplýsinganna. Margt kemur á óvart, en annað var viðbúið. Lítum á niðurstöðurnar um ávinninginn af háskólamenntun. Hann er skilgreindur sem meðaltalsmunur á atvinnutekjum þeirra sem lokið hafa háskólanámi og þeirra sem ekki verða sér úti um háskólagráðu eftir stúdentspróf. Niðurstaðan er sú að ávinningurinn hefur farið minnkandi allt frá 9. áratug 20. aldar, hann jókst í uppsveiflunni í lok síðustu aldar og skrapp hratt saman eftir hrun bankanna 2008 en ferillinn leitar alltaf niður á við. Kynjavinkillinn í niðurstöðunum er sláandi. Í ljós kemur að tekjur háskólamenntaðra kvenna eru svipaðar tekjum karla með stúdentspróf í flestum aldursflokkum. Einnig að karlar sem hafa aðeins lokið grunnskólaprófi fá hærri tekjur en konur með stúdentspróf. Í rannsókninni er líka skoðaður ávinningur af grunn- og meistaranámi eftir aldri. Í ljós kemur að ávinningur þeirra sem eru 45 ára og yngri af grunnnámi í háskóla jókst fram að aldamótum en síðan hefur hann farið hratt minnkandi. Yngsti aldurshópur þeirra, sem lokið höfðu grunnnámi árið 2000, hafði um 38% meiri tekjur en stúdentar eftir skatta en nú er þessi hópur með innan við 15% meiri tekjur. Elsti hópurinn var með rúmlega 30% hærri tekjur eftir skatta árið 2000 en nú er munurinn um 16%. Tímaferlar fyrir ávinning af meistaragráðu sýna hins vegar nær stöðuga lækkun frá því á tíunda áratuginum hjá þeim sem eru 35 ára og eldri. Mismunur eftir hópum Þegar rætt er um arðsemi háskólanáms í skýrslunni er oftast átt við innri vexti eða þá ávöxtunarkröfu, sem nægir til þess að núvirtar ævitekjur um tvítugt verði jafnar hjá þeim sem ljúka háskólanámi og þeim sem fara beint út á vinnumarkaðinn eftir stúdentspróf. Arðsemi er mest af námi í læknisfræði, tölvunarfræði og verkfræði. Þar á eftir koma lögfræði, hjúkrunarfræði, hagfræði og viðskiptafræði. Á hinn bóginn er neikvæð arðsemi af leikskólakennaranámi, listum og meðferð og endurhæfingu. Þá er lítil arðsemi af grunnskólakennaranámi, starfsmenntakennaranámi, námi í hugvísindum og félags- og menningarfræði. Við drögumst aftur úr Arðsemi háskólanáms á Íslandi er með því minnsta sem þekkist í samanburðarlöndum okkar. Hún er samt ekki langt frá því sem er í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, en hún er nokkru meiri í Finnlandi en hér. Í öllum þessum löndum er arðsemi meiri af háskólanámi kvenna en karla, eins og hér. Í meðaltali OECD-landa, annarra en Íslands, er arðsemi af háskólanámi líka nokkru meiri hjá konum en körlum. Hafa ber í huga varðandi samanburðinn innan Norðurlandanna að stuðningskerfi við námsmenn og ungar fjölskyldur í Danmörku, Noregi og Svíþjóð eru mun öflugri en hér á landi. Það þýðir að unga háskólafólkið okkar býr við mun lakari kjör en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Munur á tekjum háskólamenntaðra og fólks með stúdentspróf hefur farið minnkandi síðustu tuttugu árin og nú er hann hvergi minni en á Íslandi í þeim löndum sem skoðuð eru í samantekt Evrópsku hagstofunnar (e. Eurostat). Í heildina hefur arðsemi háskólamenntunar farið minnkandi hjá báðum kynjum á síðustu tveimur áratugum. Þannig hefur bæði arðsemi grunnnáms og meistaranáms í háskóla helmingast frá fjármálakreppunni. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í niðurstöðum skýrslu Hagfræðistofnunar um virði háskólamenntunar. Á málþinginu í dag verður ítarleg umfjöllun um niðurstöðurnar og varpað ljósi á stöðu Íslands í samanburði við nágrannalöndin. Í ljós kemur að við erum að dragast aftur úr og að þekkingin sem við höfum treyst að myndi tryggja framtíð Íslands er í hættu. Og við spyrjum: Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun