Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2025 13:51 Fallegir folar að Fjallabaki sem tengjast efni fréttarinnar ekki að öðru leyti en að um hesta er að ræða. Vísir/Vilhelm Þýsk ferðakona fær ekki bætur frá íslensku tryggingafélagi eftir að hafa slasast á hestbaki hjá íslensku ferðaþjónustufyrirtæki. Ekki þótti sannað að fyrirtækið hefði sýnt af sér saknæma háttsemi. Öllu heldur hefði verið um viðbúið óhappatilvik að ræða. Slysið varð árið 2022 þegar konan dvaldi í tíu daga hjá fyrirtækinu sem sérhæfir sig í ferðaþjónustu, gistingu og hestaferðum. Fjórir hryggjarliðir brotnuðu í konunni sem tognaði auk þess á hné og fékk mar á hné, mjöðm og víðar. Sagðist ítrekað hafa óskað eftir öðrum hesti Konan hélt því fram að hryssan sem henni var úthlutað hefði ekki hentað til útreiðar fyrir hennar getustig. Konan hefði fundið fyrir óöryggi og viðrað þær áhyggjur sínar við eiganda og starfsmann fyrirtækisins en hún hafði áður setið hryssuna í útreiðartúr. Hún hefði ítrekað óskað eftir öðrum hesti. Bóninni hefði verið hafnað og henni sagt að eini kostur hennar væri að sleppa túrnum. Svo hefði hryssan dregist aftur úr hópnum og skyndilega aukið hraða sinn þegar stutt var eftir heima á bæinn. Konan hefði reynt að hægja hraðann en hryssan ekki látið að stjórn. Hún hefði misstigið sig með þeim afleiðingum að konan féll af baki. Konan taldi skipulag reiðtúrsins hafa verið ábótavant þar sem henni hefði hvorki verið leiðbeint né hún fengið að kynnast hryssunni áður en lagt var af stað. Auk þess hefði engin stjórn verið á hópnum. Þá hefði fjöldi starfsmanna verið ónægur. 26 ára reynslubolti Dómurinn horfði til þess að hryssan var 26 vetra, verið í eigu fyrirtækisins í tvo áratugi og alla tíð notuð í útreiðartúra. Konan hefði auk þess setið hryssuna nokkrum dögum fyrir slysið. Forsvarsmaður fyrirtækisins og aðrir starfsmenn sögðu hryssuna henta vel knöpum sem væru ekki algjörir byrjendur. Konan sagðist fyrir dómi hafa nokkra reynslu af reiðmennsku og hefði sótt námskeið í Þýskalandi. Þá kannaðist enginn starfsmanna fyrirtækisins við það fyrir dómi að konan hefði viðrað áhyggjur sínar af hryssunni eða látið vita af óöryggi sínu. Taldi dómurinn að ekki yrði annað ráðið en að hryssan hefði hentað vel til útreiða, verið valin með hliðsjón af getu og reynslu auk þess sem konan hafði setið hryssuna áður án vandræða. Þá féllst dómurinn ekki á að skipulag hefði verið ábótavant en þrír starfsmenn hefðu fylgt fimm ferðamönnum eftir. Myndir sem konan lagði sjálf fram fyrir dómi sýndu að hópnum hefði verið sæmilega vel haldið saman. Auk þess hefðu hinir ferðamennirnir lýst því að hafa verið upplýstir um eiginleika hvers hests og enginn látinn sitja hest sem hann var óöruggur á. Þá minnti fyrirtækið á að í hestamennsku væri fólgin áhætta og vel þekkt að fólk gæti fallið af baki. Var ferðaþjónustufyrirtækið og tryggingafélag þess sýknuð af kröfum konunnar um skaðabætur því um óhappatilvik hefði verið að ræða sem þau bæru ekki ábyrgð á. Dóminn má lesa hér. Tryggingar Hestar Dómsmál Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Slysið varð árið 2022 þegar konan dvaldi í tíu daga hjá fyrirtækinu sem sérhæfir sig í ferðaþjónustu, gistingu og hestaferðum. Fjórir hryggjarliðir brotnuðu í konunni sem tognaði auk þess á hné og fékk mar á hné, mjöðm og víðar. Sagðist ítrekað hafa óskað eftir öðrum hesti Konan hélt því fram að hryssan sem henni var úthlutað hefði ekki hentað til útreiðar fyrir hennar getustig. Konan hefði fundið fyrir óöryggi og viðrað þær áhyggjur sínar við eiganda og starfsmann fyrirtækisins en hún hafði áður setið hryssuna í útreiðartúr. Hún hefði ítrekað óskað eftir öðrum hesti. Bóninni hefði verið hafnað og henni sagt að eini kostur hennar væri að sleppa túrnum. Svo hefði hryssan dregist aftur úr hópnum og skyndilega aukið hraða sinn þegar stutt var eftir heima á bæinn. Konan hefði reynt að hægja hraðann en hryssan ekki látið að stjórn. Hún hefði misstigið sig með þeim afleiðingum að konan féll af baki. Konan taldi skipulag reiðtúrsins hafa verið ábótavant þar sem henni hefði hvorki verið leiðbeint né hún fengið að kynnast hryssunni áður en lagt var af stað. Auk þess hefði engin stjórn verið á hópnum. Þá hefði fjöldi starfsmanna verið ónægur. 26 ára reynslubolti Dómurinn horfði til þess að hryssan var 26 vetra, verið í eigu fyrirtækisins í tvo áratugi og alla tíð notuð í útreiðartúra. Konan hefði auk þess setið hryssuna nokkrum dögum fyrir slysið. Forsvarsmaður fyrirtækisins og aðrir starfsmenn sögðu hryssuna henta vel knöpum sem væru ekki algjörir byrjendur. Konan sagðist fyrir dómi hafa nokkra reynslu af reiðmennsku og hefði sótt námskeið í Þýskalandi. Þá kannaðist enginn starfsmanna fyrirtækisins við það fyrir dómi að konan hefði viðrað áhyggjur sínar af hryssunni eða látið vita af óöryggi sínu. Taldi dómurinn að ekki yrði annað ráðið en að hryssan hefði hentað vel til útreiða, verið valin með hliðsjón af getu og reynslu auk þess sem konan hafði setið hryssuna áður án vandræða. Þá féllst dómurinn ekki á að skipulag hefði verið ábótavant en þrír starfsmenn hefðu fylgt fimm ferðamönnum eftir. Myndir sem konan lagði sjálf fram fyrir dómi sýndu að hópnum hefði verið sæmilega vel haldið saman. Auk þess hefðu hinir ferðamennirnir lýst því að hafa verið upplýstir um eiginleika hvers hests og enginn látinn sitja hest sem hann var óöruggur á. Þá minnti fyrirtækið á að í hestamennsku væri fólgin áhætta og vel þekkt að fólk gæti fallið af baki. Var ferðaþjónustufyrirtækið og tryggingafélag þess sýknuð af kröfum konunnar um skaðabætur því um óhappatilvik hefði verið að ræða sem þau bæru ekki ábyrgð á. Dóminn má lesa hér.
Tryggingar Hestar Dómsmál Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira