„Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. september 2025 12:42 Albert Jónsson sérfræðingur í Alþjóðastjórnmálum segir Rússa ekki taka friðarviðræður alvarlega. Vísir/Arnar Rússar gerðu umfangsmestu eldflauga- og drónaárásir frá upphafi innrásar í Úkraínu í nótt. Minnst fjórir eru látnir, þar á meðal ungbarn, og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Kænugarði varð fyrir skemmdum. Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir þetta enn eina staðfestinguna á að Rússar taki friðartal ekki alvarlega. „Staðfesting á því að Pútín eða Rússlandsstjórn hafi ekki breytt um stefnu í neinum grundvallaratriðum eða dregið úr kröfum sínum eða markmiðum í stríðinu. Þar stendur þetta. Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands, sem þýðir að Úkraína yrði ekki sjálfstætt, fullvalda ríki. Sem fyrr er enginn þrýstingur sem máli skiptir á Rússa frá Bandaríkjunum, sem er auðvitað annað lykilatriði,“ segir Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Undanfarið hafa Evrópuríkin haft til umræðu öryggistryggingar, til að mynda að senda friðargæsluliða tl Úkraínu en allt er það háð því að friður komist á, sem virðist ekki raunhæft í náinni framtíð. „Friðargæsluliðið sem verið er að tala um, það er akkúrat það, það er bara tal af hálfu Evrópuríkjanna. Enda liggur ekki fyrir pólitísk ákvörðun um það lykilatrið: Hvert yrði umboð og verkefni friðargæsluliðsins? Ef Rússar brjóta gegn vopnahléi, segjum sem svo, yrði brugðist við slíku broti með hervaldi af hálfu friðargæsluliðsins?“ segir Albert. „Það fengi líklega ekki slíkt umboð. Enda myndi það fela í sér stríð NATO-ríkja við Rússa. Það er sjálfsagt ekki meiningin. Þannig að þetta mál er uppi á einhverju skeri eins og ég sé það.“ Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í liðinni viku að kæmu erlendir hermenn til Úkraínu yrðu þeir skotmark Rússa. Hann sagði jafnframt öryggistryggingar fyrir Úkraínu óþarfar, Rússum væri treystandi. „Þetta eru enn ein látalætin eins og að bjóða Selenskí til Moskvu til viðræðna. Þeir eru enn bara að gera grín að þessu Rússarnir og komast upp með það því miður.“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Rússar gerðu umfangsmestu eldflauga- og drónaárás frá upphafi innrásar í Úkraínu í nótt. Hið minnsta fjórir eru látnir, þar á meðal tveggja mánaða ungbarn, og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Kænugarði varð fyrir skemmdum. 7. september 2025 07:52 Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Verði hermenn frá Vesturlöndum sendir til Úkraínu, eftir að friður næst en sérstaklega ef þeir mæta áður en búið er að semja um frið, yrðu þeir lögmæt skotmörk rússneska hersins. Þar að auki yrðu öryggistryggingar handa Úkraínumönnum óþarfar, því Rússum væri treystandi. 5. september 2025 10:17 Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Leiðtogar 25 ríkja í Evrópu og Kanada hafa samþykkt að senda hermenn til Úkraínu og fleiri ríki hafi samþykkt að taka þátt í einhverskonar öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, eftir að endir verður bundinn á innrás Rússa. Hvernig þær tryggingar myndu líta út liggur ekki fyrir og verður útlistað betur seinna meir en Bandaríkjamenn eru sagðir ætla að koma að því með stuðningu úr lofti og aðstoð við eftirlit. 4. september 2025 16:00 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
„Staðfesting á því að Pútín eða Rússlandsstjórn hafi ekki breytt um stefnu í neinum grundvallaratriðum eða dregið úr kröfum sínum eða markmiðum í stríðinu. Þar stendur þetta. Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands, sem þýðir að Úkraína yrði ekki sjálfstætt, fullvalda ríki. Sem fyrr er enginn þrýstingur sem máli skiptir á Rússa frá Bandaríkjunum, sem er auðvitað annað lykilatriði,“ segir Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Undanfarið hafa Evrópuríkin haft til umræðu öryggistryggingar, til að mynda að senda friðargæsluliða tl Úkraínu en allt er það háð því að friður komist á, sem virðist ekki raunhæft í náinni framtíð. „Friðargæsluliðið sem verið er að tala um, það er akkúrat það, það er bara tal af hálfu Evrópuríkjanna. Enda liggur ekki fyrir pólitísk ákvörðun um það lykilatrið: Hvert yrði umboð og verkefni friðargæsluliðsins? Ef Rússar brjóta gegn vopnahléi, segjum sem svo, yrði brugðist við slíku broti með hervaldi af hálfu friðargæsluliðsins?“ segir Albert. „Það fengi líklega ekki slíkt umboð. Enda myndi það fela í sér stríð NATO-ríkja við Rússa. Það er sjálfsagt ekki meiningin. Þannig að þetta mál er uppi á einhverju skeri eins og ég sé það.“ Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í liðinni viku að kæmu erlendir hermenn til Úkraínu yrðu þeir skotmark Rússa. Hann sagði jafnframt öryggistryggingar fyrir Úkraínu óþarfar, Rússum væri treystandi. „Þetta eru enn ein látalætin eins og að bjóða Selenskí til Moskvu til viðræðna. Þeir eru enn bara að gera grín að þessu Rússarnir og komast upp með það því miður.“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Rússar gerðu umfangsmestu eldflauga- og drónaárás frá upphafi innrásar í Úkraínu í nótt. Hið minnsta fjórir eru látnir, þar á meðal tveggja mánaða ungbarn, og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Kænugarði varð fyrir skemmdum. 7. september 2025 07:52 Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Verði hermenn frá Vesturlöndum sendir til Úkraínu, eftir að friður næst en sérstaklega ef þeir mæta áður en búið er að semja um frið, yrðu þeir lögmæt skotmörk rússneska hersins. Þar að auki yrðu öryggistryggingar handa Úkraínumönnum óþarfar, því Rússum væri treystandi. 5. september 2025 10:17 Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Leiðtogar 25 ríkja í Evrópu og Kanada hafa samþykkt að senda hermenn til Úkraínu og fleiri ríki hafi samþykkt að taka þátt í einhverskonar öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, eftir að endir verður bundinn á innrás Rússa. Hvernig þær tryggingar myndu líta út liggur ekki fyrir og verður útlistað betur seinna meir en Bandaríkjamenn eru sagðir ætla að koma að því með stuðningu úr lofti og aðstoð við eftirlit. 4. september 2025 16:00 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Rússar gerðu umfangsmestu eldflauga- og drónaárás frá upphafi innrásar í Úkraínu í nótt. Hið minnsta fjórir eru látnir, þar á meðal tveggja mánaða ungbarn, og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Kænugarði varð fyrir skemmdum. 7. september 2025 07:52
Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Verði hermenn frá Vesturlöndum sendir til Úkraínu, eftir að friður næst en sérstaklega ef þeir mæta áður en búið er að semja um frið, yrðu þeir lögmæt skotmörk rússneska hersins. Þar að auki yrðu öryggistryggingar handa Úkraínumönnum óþarfar, því Rússum væri treystandi. 5. september 2025 10:17
Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Leiðtogar 25 ríkja í Evrópu og Kanada hafa samþykkt að senda hermenn til Úkraínu og fleiri ríki hafi samþykkt að taka þátt í einhverskonar öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, eftir að endir verður bundinn á innrás Rússa. Hvernig þær tryggingar myndu líta út liggur ekki fyrir og verður útlistað betur seinna meir en Bandaríkjamenn eru sagðir ætla að koma að því með stuðningu úr lofti og aðstoð við eftirlit. 4. september 2025 16:00