Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. september 2025 14:37 Fossinn Dynjandi er meðal helstu ferðamannastaða á Vestfjörðum. Lengi hefur verið ófært um Dynjandisheiði á veturna, sem tengir sunnanverða og norðanverða Vestfirði. Þegar úrbætur vegagerðarinnar á veginum klárast næsta haust opnast ýmsar dyr. Vísir/Anton Brink Vestfjarðarstofa hefur hrundið af stað átaki til að auka vetrarferðamennsku á svæðinu. Verkefnisstjóri segir fjölmörg tækifæri birtast með vegabótum en framkvæmdir standa yfir víða á vegaköflum sem hingað til hafa verið lokaðir á veturna. Framkvæmdir við endurbætur á Dynjandisvegi hófst í byrjun júní og eru verklok áætluð í september á næsta ári. Með endurbótunum verður hægt að ferðast um Dynjandisveg allan ársins hring, ekki bara á sumrin eins og verið hefur. „Sumrin eru feykigóð og hér er hægt að njóta þess að koma og skoða Látrabjarg eða fara upp í Árneshrepp eða skoða Dynjanda og bara njóta svæðisins á sumrin en það er vissulega hægt að sækja þetta heim á veturna,“ segir Sölvi Guðmundsson verkefnisstjóri markaðsmála hjá Vestfjarðarstofu. Aðgengi batni enn meira með brúargerð yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og Dýrafjarðargöngum. Vestfjarðarstofa er nú í sérstöku átaki til að efla vetrarferðaþjónustu á svæðinu enn frekar. Er ekki færðin á veturna þannig að það er ekkert vit fyrir þá sem ekki þekkja til að fara þarna um á veturna? „Þarna talarðu um þessa gömlu góðu mýtu að það sé alltaf ófært á Vestfirði. Það er alltaf áskorun að ferðast á vetrartímanum á Íslandi, sama hvort þú ætlar norður, austur eða hingað vestur á firði. Auðvitað þarf maður alltaf að passa færð og veður þegar maður ferðast.“ Verkefnið sé til þess gert að auka framboðið og laða að fleira fólk. „Hér er ferðaþjónusta á veturna og hefur verið. Til dæmis eru norðurljósaferðir í Heydal, sleðaferðir í Djúpavík og ljósmyndaferðir á Hornstrandir yfir háveturinn. Hér er alþjóðlegt gönguskíðamót og gönguskíðaferðir eru vinsælar á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum. Það eru hátíðir eins og Galdrafár, heimildamyndahátíðir og Aldrei fór ég suður.“ Ísafjarðarbær Vesturbyggð Ásahreppur Ferðaþjónusta Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Framkvæmdir við endurbætur á Dynjandisvegi hófst í byrjun júní og eru verklok áætluð í september á næsta ári. Með endurbótunum verður hægt að ferðast um Dynjandisveg allan ársins hring, ekki bara á sumrin eins og verið hefur. „Sumrin eru feykigóð og hér er hægt að njóta þess að koma og skoða Látrabjarg eða fara upp í Árneshrepp eða skoða Dynjanda og bara njóta svæðisins á sumrin en það er vissulega hægt að sækja þetta heim á veturna,“ segir Sölvi Guðmundsson verkefnisstjóri markaðsmála hjá Vestfjarðarstofu. Aðgengi batni enn meira með brúargerð yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og Dýrafjarðargöngum. Vestfjarðarstofa er nú í sérstöku átaki til að efla vetrarferðaþjónustu á svæðinu enn frekar. Er ekki færðin á veturna þannig að það er ekkert vit fyrir þá sem ekki þekkja til að fara þarna um á veturna? „Þarna talarðu um þessa gömlu góðu mýtu að það sé alltaf ófært á Vestfirði. Það er alltaf áskorun að ferðast á vetrartímanum á Íslandi, sama hvort þú ætlar norður, austur eða hingað vestur á firði. Auðvitað þarf maður alltaf að passa færð og veður þegar maður ferðast.“ Verkefnið sé til þess gert að auka framboðið og laða að fleira fólk. „Hér er ferðaþjónusta á veturna og hefur verið. Til dæmis eru norðurljósaferðir í Heydal, sleðaferðir í Djúpavík og ljósmyndaferðir á Hornstrandir yfir háveturinn. Hér er alþjóðlegt gönguskíðamót og gönguskíðaferðir eru vinsælar á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum. Það eru hátíðir eins og Galdrafár, heimildamyndahátíðir og Aldrei fór ég suður.“
Ísafjarðarbær Vesturbyggð Ásahreppur Ferðaþjónusta Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira