Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar 5. september 2025 07:35 Í síðustu viku hófst grunnskólinn aftur eftir gott sumarfrí. Götur bæjarins fylltust af ungum og óreyndum vegfarendum – börnum sem ganga eða hjóla í skólann, sum í fyrsta sinn án fylgdar. Þetta ætti að vera gleðistund. Í staðinn upplifa margir foreldrar kvíða: eru leiðirnar nógu öruggar? Á Kársnesinu er ástandið sérstaklega alvarlegt. Kársnesbraut og Sæbólsbraut mætast á gatnamótum sem íbúar hafa árum saman kvartað yfir. Þar er grænt ljós fyrir gangandi vegfarendur á sama tíma og bílar fá grænt til að beygja. Þetta er slysagildra. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar hefur ekki verið brugðist við. Hraðinn á Kársnesbraut var lækkaður úr 50 niður í 40 km/klst. Víða í Kópavogi hefur hann verið lækkaður í 30. En því miður er því ekki fylgt eftir. Á Kársnesinu bætist við mikil og þung umferð: flutningabílar, langferðabílar og leigubílar. Þetta eru ekki langir vegkaflar og það er með réttum úrlausnum hægt að stýra umferðinni þannig að það tryggi öryggi allra. Foreldrar hafa lengi kvartað yfir skorti á öruggum gangbrautum yfir umferðarþungar götur – við leikskóla, grunnskóla og stoppistöðvar skólabíla. En viðeigandi ráðstafanir hafa ekki verið gerðar, aðeins lofað breytingum á næstu árum. En börnin okkar hafa ekki tíma til að bíða í mörg ár. Þau eru lítil og óreynd í umferðinni í dag. Við eigum ekki að þurfa að bíða eftir slysi til að fá úrbætur. Lausnirnar eru til: þrengja þarf götur, fylgja eftir hraðatakmörkunum og endurskipuleggja umferðarflæði með það að markmiði að öryggi gangandi og hjólandi verði í forgangi. Það er á ábyrgð bæjaryfirvalda að bregðast við þessum ábendingum íbúa – ekki seinna, heldur strax. Höfundur er tveggja barna móðir í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Umferðaröryggi Umferð Kópavogur Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Í síðustu viku hófst grunnskólinn aftur eftir gott sumarfrí. Götur bæjarins fylltust af ungum og óreyndum vegfarendum – börnum sem ganga eða hjóla í skólann, sum í fyrsta sinn án fylgdar. Þetta ætti að vera gleðistund. Í staðinn upplifa margir foreldrar kvíða: eru leiðirnar nógu öruggar? Á Kársnesinu er ástandið sérstaklega alvarlegt. Kársnesbraut og Sæbólsbraut mætast á gatnamótum sem íbúar hafa árum saman kvartað yfir. Þar er grænt ljós fyrir gangandi vegfarendur á sama tíma og bílar fá grænt til að beygja. Þetta er slysagildra. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar hefur ekki verið brugðist við. Hraðinn á Kársnesbraut var lækkaður úr 50 niður í 40 km/klst. Víða í Kópavogi hefur hann verið lækkaður í 30. En því miður er því ekki fylgt eftir. Á Kársnesinu bætist við mikil og þung umferð: flutningabílar, langferðabílar og leigubílar. Þetta eru ekki langir vegkaflar og það er með réttum úrlausnum hægt að stýra umferðinni þannig að það tryggi öryggi allra. Foreldrar hafa lengi kvartað yfir skorti á öruggum gangbrautum yfir umferðarþungar götur – við leikskóla, grunnskóla og stoppistöðvar skólabíla. En viðeigandi ráðstafanir hafa ekki verið gerðar, aðeins lofað breytingum á næstu árum. En börnin okkar hafa ekki tíma til að bíða í mörg ár. Þau eru lítil og óreynd í umferðinni í dag. Við eigum ekki að þurfa að bíða eftir slysi til að fá úrbætur. Lausnirnar eru til: þrengja þarf götur, fylgja eftir hraðatakmörkunum og endurskipuleggja umferðarflæði með það að markmiði að öryggi gangandi og hjólandi verði í forgangi. Það er á ábyrgð bæjaryfirvalda að bregðast við þessum ábendingum íbúa – ekki seinna, heldur strax. Höfundur er tveggja barna móðir í Kópavogi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun