Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Lovísa Arnardóttir skrifar 4. september 2025 13:07 Á myndinni eru stjórnarmeðlimir Samtakanna ´78. Leifur, Vera, Hrönn, Jóhannes, Bjarndís, Sveinn og Hannes Samtökin ´78 Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir um ofbeldi og dreifingu persónuupplýsinga í garð Snorra Mássonar og fjölskyldu hans. Það gera samtökin í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. Fjallað var um það í morgun að sérsveit vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu hans í nótt. „Samtökin ’78 fordæma afdráttarlaust allar hótanir um ofbeldi og dreifingu persónuupplýsinga sem geta leitt til hættu eða árása á einstaklinga. Slíkt athæfi á sér engan rétt í lýðræðissamfélagi og gengur þvert gegn gildum mannréttinda, jafnréttis og friðsamlegrar umræðu sem við stöndum fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir stjórnin að þau viti að umræða um trans fólk og réttindi hinsegin samfélagsins getiverið átakamikil en það réttlæti aldrei að fólk sé sett í hættu eða beitt ofbeldi. „Við höfum trú á því að breytingar náist með samstöðu, fræðslu og friðsamlegri baráttu fyrir réttlæti. Við hvetjum öll þau sem vilja standa með hinsegin fólki til að taka þátt í þeirri baráttu með friðsömum hætti, án haturs og án ofbeldis. Það er með kærleika, samstöðu og seiglu sem við vinnum okkar stærstu sigra.“ Mikil umræða hefur verið í samfélaginu síðustu daga vegna viðtals við Snorra Másson og Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastýru samtakanna, í Kastljósi um hinsegin málefni. Snorri hefur sætt harðri gagnrýni í kjölfar viðtalsins. Snorri sagði í samtali við Vísi í dag að hann ætlaði ekki að tjá sig um viðveru lögreglunnar við heimili hans. Hinsegin Miðflokkurinn Mannréttindi Tengdar fréttir „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Sigríður Á. Andersen, þingkona Miðflokksins, segir mikilvægt að fá að ræða málefni trans fólks. Hún fari þegar fram í skólum og fólk verði að fá að ræða til dæmis meðferð sem sé í boði við ódæmigerðum kyneinkennum. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt í þessari umræðu að tala ekki um trans fólk og börn sem skoðun, afstöðu eða hugmyndafræði. Tilvist þeirra sé raunveruleg og það þurfi að viðurkenna það. 4. september 2025 09:20 „Við hvað ertu hræddur?“ Forseti Trans Íslands segir umræðu um málefni hinsegin fólks hafa legið mög þungt á mörgum síðustu daga. Fólk er hvatt til að leita í félagsleg úrræði sem samtökin bjóða uppá. Hún segir hinsegin fólk hafa þjappað sér saman og vonar að sá stuðningur sem hafi komið fram víða í samfélaginu haldi áfram. 3. september 2025 19:16 Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, hefur komið flokksbróður sínum Snorra Mássyni til varnar en hann hefur mátt þola holskeflu gagnrýni vegna orðræðu hans og framkomu í Kastljósi á mánudag. Sigríður bendir meðal annars á að samkvæmt könnun Fjölmiðlanefndar sé andúð í garð Miðflokksmanna rúmlega fjórum sinnum meiri en andúð í garð trans fólks. Þá hefur formaður flokksins komið sínum manni til varnar. 3. september 2025 11:49 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
„Samtökin ’78 fordæma afdráttarlaust allar hótanir um ofbeldi og dreifingu persónuupplýsinga sem geta leitt til hættu eða árása á einstaklinga. Slíkt athæfi á sér engan rétt í lýðræðissamfélagi og gengur þvert gegn gildum mannréttinda, jafnréttis og friðsamlegrar umræðu sem við stöndum fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir stjórnin að þau viti að umræða um trans fólk og réttindi hinsegin samfélagsins getiverið átakamikil en það réttlæti aldrei að fólk sé sett í hættu eða beitt ofbeldi. „Við höfum trú á því að breytingar náist með samstöðu, fræðslu og friðsamlegri baráttu fyrir réttlæti. Við hvetjum öll þau sem vilja standa með hinsegin fólki til að taka þátt í þeirri baráttu með friðsömum hætti, án haturs og án ofbeldis. Það er með kærleika, samstöðu og seiglu sem við vinnum okkar stærstu sigra.“ Mikil umræða hefur verið í samfélaginu síðustu daga vegna viðtals við Snorra Másson og Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastýru samtakanna, í Kastljósi um hinsegin málefni. Snorri hefur sætt harðri gagnrýni í kjölfar viðtalsins. Snorri sagði í samtali við Vísi í dag að hann ætlaði ekki að tjá sig um viðveru lögreglunnar við heimili hans.
Hinsegin Miðflokkurinn Mannréttindi Tengdar fréttir „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Sigríður Á. Andersen, þingkona Miðflokksins, segir mikilvægt að fá að ræða málefni trans fólks. Hún fari þegar fram í skólum og fólk verði að fá að ræða til dæmis meðferð sem sé í boði við ódæmigerðum kyneinkennum. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt í þessari umræðu að tala ekki um trans fólk og börn sem skoðun, afstöðu eða hugmyndafræði. Tilvist þeirra sé raunveruleg og það þurfi að viðurkenna það. 4. september 2025 09:20 „Við hvað ertu hræddur?“ Forseti Trans Íslands segir umræðu um málefni hinsegin fólks hafa legið mög þungt á mörgum síðustu daga. Fólk er hvatt til að leita í félagsleg úrræði sem samtökin bjóða uppá. Hún segir hinsegin fólk hafa þjappað sér saman og vonar að sá stuðningur sem hafi komið fram víða í samfélaginu haldi áfram. 3. september 2025 19:16 Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, hefur komið flokksbróður sínum Snorra Mássyni til varnar en hann hefur mátt þola holskeflu gagnrýni vegna orðræðu hans og framkomu í Kastljósi á mánudag. Sigríður bendir meðal annars á að samkvæmt könnun Fjölmiðlanefndar sé andúð í garð Miðflokksmanna rúmlega fjórum sinnum meiri en andúð í garð trans fólks. Þá hefur formaður flokksins komið sínum manni til varnar. 3. september 2025 11:49 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
„Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Sigríður Á. Andersen, þingkona Miðflokksins, segir mikilvægt að fá að ræða málefni trans fólks. Hún fari þegar fram í skólum og fólk verði að fá að ræða til dæmis meðferð sem sé í boði við ódæmigerðum kyneinkennum. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt í þessari umræðu að tala ekki um trans fólk og börn sem skoðun, afstöðu eða hugmyndafræði. Tilvist þeirra sé raunveruleg og það þurfi að viðurkenna það. 4. september 2025 09:20
„Við hvað ertu hræddur?“ Forseti Trans Íslands segir umræðu um málefni hinsegin fólks hafa legið mög þungt á mörgum síðustu daga. Fólk er hvatt til að leita í félagsleg úrræði sem samtökin bjóða uppá. Hún segir hinsegin fólk hafa þjappað sér saman og vonar að sá stuðningur sem hafi komið fram víða í samfélaginu haldi áfram. 3. september 2025 19:16
Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, hefur komið flokksbróður sínum Snorra Mássyni til varnar en hann hefur mátt þola holskeflu gagnrýni vegna orðræðu hans og framkomu í Kastljósi á mánudag. Sigríður bendir meðal annars á að samkvæmt könnun Fjölmiðlanefndar sé andúð í garð Miðflokksmanna rúmlega fjórum sinnum meiri en andúð í garð trans fólks. Þá hefur formaður flokksins komið sínum manni til varnar. 3. september 2025 11:49