Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 3. september 2025 20:02 Skólinn er einn mikilvægasti griðarstaður barna okkar. Þar eiga þau að finna öryggi, frið og fá rými til að þroskast, læra og vera í samskiptum við aðra. En með hraðri tækniþróun síðustu ára hafa skapast nýjar áskoranir fyrir okkur öll. Snjallsímar og samfélagsmiðlar hafa breytt lífi okkar og sérstaklega lífi barna og ungmenna. Þó að tækni opni margvísleg tækifæri fyrir nám og samskipti, vitum við að hún getur líka valdið truflun, aukið álag og jafnvel dregið úr vellíðan og námsárangri. Í dag eru engar miðlægar reglur hér á landi sem segja til um notkun síma, snjalltækja og samfélagsmiðla í grunnskólum. Það hefur leitt til þess að hver skóli setur eftir atvikum sínar eigin reglur, sem eru jafnvel mjög mismunandi. Sumir skólar hafa þegar tekið upp farsælar leiðir, og þá oft í virku samráði við börnin sjálf, eins og að takmarka símanotkun á skólatíma til að skapa meira rými fyrir félagsleg samskipti og einbeitingu. Reynslan af þessum aðgerðum hér heima hefur almennt verið jákvæð en bæði kennarar og foreldrar hafa séð nemendur ná meiri ró, meiri samskiptum sín á milli og betri árangri í námi. Við sjáum svipaðar niðurstöður frá öðrum löndum. Í Noregi og Svíþjóð hafa skólar víða sett reglur um takmarkanir á farsímanotkun og eiga þær að hafa stuðlað að bættri félagsfærni og auknum námsárangri. Það er komið að því að við samræmum og setjum skýrar reglur um síma, snjalltæki og samfélagsmiðla í skólum hér á landi, með að markmiði að bæta umhverfi og líðan nemenda og kennara. Ekki tæknibann Markmið okkar er ekki að banna tæknina heldur að nota hana á skynsamlegan og uppbyggilegan hátt. Með skýrum reglum viljum við tryggja jafnræði milli skóla, draga úr óvissu og stuðla að jákvæðu skólaumhverfi þar sem börn geta einbeitt sér að því sem skiptir mestu máli, að læra, þroskast og vera í samskiptum við aðra í raunheimum. Það er þó mikilvægt að muna að slíkar reglur verða að taka mið af fjölbreyttum þörfum og aðstæðum barna. Því verður gert ráð fyrir undantekningum, til dæmis fyrir börn með fötlun eða sérstakar þarfir, þar sem farsímar og tæki geta verið mikilvæg hjálpartæki. Skólinn á að vera griðarstaður fyrir öll börn, ekki bara sum. Þeirra skóli – þeirra líðan Í ágúst 2023 skipaði mennta- og barnamálaráðuneytið starfshóp sem hafði það hlutverk að móta leiðbeiningar um viðeigandi og örugga farsímanotkun í grunnskólum. Þar komu saman fulltrúar kennara, foreldra, skólastjórnenda, ungmenna, sveitarfélaga og fleiri haghafa. Í skýrsludrögum þess hóps kom m.a. fram að farsímar eiga almennt ekki erindi í grunnskóla í afþreyingartilgangi. Sérstaklega var samhljómur um að í 1.–7. bekk ætti notkun farsíma ekki að vera hluti af skólastarfi og að notkun samfélagsmiðla á skólatíma ætti alltaf að vera óheimil. Innan hópsins voru aftur á móti sjónarmið á móti algjöru símabanni í grunnskólum. Um þetta mál eins og flest, eru ýmsar ólíkar skoðanir og ljóst að vanda þarf til verka svo útfærsla reglna sem þessara nái markmiði sínu. Í þeirri vinnu verður lögð áhersla á samráð, við kennara og starfsfólk skóla en ekki síst ungmennin sjálf. Þetta er þeirra skóli, þeirra dagur og þeirra líðan sem við erum að verja og með því að taka þau með í ákvörðunarferlið, eins og frábær dæmi eru um að hafi verið gert í mörgum sveitarfélögum, byggjum við traust og ábyrgð sem mun hjálpa okkur að ná árangri. Sítengd án tengsla – meira saman án tækja Þó svo að reglur um notkun snjalltækja í skólum séu mjög mikilvægar er ekki síður mikilvægt að huga að því hvort notkun þeirra í öðrum víddum samfélags okkar, líka á heimilunum, sé börnum okkar og samfélaginu fyrir bestu. Sumir hafa sagt að í nútímasamfélagi séum við sítengd en oft án raunverulegra tengsla. Erum við raunverulega saman þegar síminn er við hönd? Foreldrar og aðrir í lífi barna skipta miklu máli sem fyrirmyndir barna í þessu samhengi og þá skiptir máli að stuðla að nauðsynlegri fræðslu um notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Nú höfum við einstakt tækifæri til að stilla saman strengi. Við getum skapað skýrar og sanngjarnar reglur sem styðja við börnin okkar, kennara þeirra og foreldra og skapað betra umhverfi. Skólinn á að vera griðarstaður, og það er okkar ábyrgð að tryggja að hann haldist það í heimi þar sem tæknin hefur sífellt meira vægi. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Símanotkun barna Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skólinn er einn mikilvægasti griðarstaður barna okkar. Þar eiga þau að finna öryggi, frið og fá rými til að þroskast, læra og vera í samskiptum við aðra. En með hraðri tækniþróun síðustu ára hafa skapast nýjar áskoranir fyrir okkur öll. Snjallsímar og samfélagsmiðlar hafa breytt lífi okkar og sérstaklega lífi barna og ungmenna. Þó að tækni opni margvísleg tækifæri fyrir nám og samskipti, vitum við að hún getur líka valdið truflun, aukið álag og jafnvel dregið úr vellíðan og námsárangri. Í dag eru engar miðlægar reglur hér á landi sem segja til um notkun síma, snjalltækja og samfélagsmiðla í grunnskólum. Það hefur leitt til þess að hver skóli setur eftir atvikum sínar eigin reglur, sem eru jafnvel mjög mismunandi. Sumir skólar hafa þegar tekið upp farsælar leiðir, og þá oft í virku samráði við börnin sjálf, eins og að takmarka símanotkun á skólatíma til að skapa meira rými fyrir félagsleg samskipti og einbeitingu. Reynslan af þessum aðgerðum hér heima hefur almennt verið jákvæð en bæði kennarar og foreldrar hafa séð nemendur ná meiri ró, meiri samskiptum sín á milli og betri árangri í námi. Við sjáum svipaðar niðurstöður frá öðrum löndum. Í Noregi og Svíþjóð hafa skólar víða sett reglur um takmarkanir á farsímanotkun og eiga þær að hafa stuðlað að bættri félagsfærni og auknum námsárangri. Það er komið að því að við samræmum og setjum skýrar reglur um síma, snjalltæki og samfélagsmiðla í skólum hér á landi, með að markmiði að bæta umhverfi og líðan nemenda og kennara. Ekki tæknibann Markmið okkar er ekki að banna tæknina heldur að nota hana á skynsamlegan og uppbyggilegan hátt. Með skýrum reglum viljum við tryggja jafnræði milli skóla, draga úr óvissu og stuðla að jákvæðu skólaumhverfi þar sem börn geta einbeitt sér að því sem skiptir mestu máli, að læra, þroskast og vera í samskiptum við aðra í raunheimum. Það er þó mikilvægt að muna að slíkar reglur verða að taka mið af fjölbreyttum þörfum og aðstæðum barna. Því verður gert ráð fyrir undantekningum, til dæmis fyrir börn með fötlun eða sérstakar þarfir, þar sem farsímar og tæki geta verið mikilvæg hjálpartæki. Skólinn á að vera griðarstaður fyrir öll börn, ekki bara sum. Þeirra skóli – þeirra líðan Í ágúst 2023 skipaði mennta- og barnamálaráðuneytið starfshóp sem hafði það hlutverk að móta leiðbeiningar um viðeigandi og örugga farsímanotkun í grunnskólum. Þar komu saman fulltrúar kennara, foreldra, skólastjórnenda, ungmenna, sveitarfélaga og fleiri haghafa. Í skýrsludrögum þess hóps kom m.a. fram að farsímar eiga almennt ekki erindi í grunnskóla í afþreyingartilgangi. Sérstaklega var samhljómur um að í 1.–7. bekk ætti notkun farsíma ekki að vera hluti af skólastarfi og að notkun samfélagsmiðla á skólatíma ætti alltaf að vera óheimil. Innan hópsins voru aftur á móti sjónarmið á móti algjöru símabanni í grunnskólum. Um þetta mál eins og flest, eru ýmsar ólíkar skoðanir og ljóst að vanda þarf til verka svo útfærsla reglna sem þessara nái markmiði sínu. Í þeirri vinnu verður lögð áhersla á samráð, við kennara og starfsfólk skóla en ekki síst ungmennin sjálf. Þetta er þeirra skóli, þeirra dagur og þeirra líðan sem við erum að verja og með því að taka þau með í ákvörðunarferlið, eins og frábær dæmi eru um að hafi verið gert í mörgum sveitarfélögum, byggjum við traust og ábyrgð sem mun hjálpa okkur að ná árangri. Sítengd án tengsla – meira saman án tækja Þó svo að reglur um notkun snjalltækja í skólum séu mjög mikilvægar er ekki síður mikilvægt að huga að því hvort notkun þeirra í öðrum víddum samfélags okkar, líka á heimilunum, sé börnum okkar og samfélaginu fyrir bestu. Sumir hafa sagt að í nútímasamfélagi séum við sítengd en oft án raunverulegra tengsla. Erum við raunverulega saman þegar síminn er við hönd? Foreldrar og aðrir í lífi barna skipta miklu máli sem fyrirmyndir barna í þessu samhengi og þá skiptir máli að stuðla að nauðsynlegri fræðslu um notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Nú höfum við einstakt tækifæri til að stilla saman strengi. Við getum skapað skýrar og sanngjarnar reglur sem styðja við börnin okkar, kennara þeirra og foreldra og skapað betra umhverfi. Skólinn á að vera griðarstaður, og það er okkar ábyrgð að tryggja að hann haldist það í heimi þar sem tæknin hefur sífellt meira vægi. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun