Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson og Nótt Thorberg skrifa 3. september 2025 08:46 Á sama tíma og heimurinn glímir við óstöðugleika í alþjóðamálum, orkumörkuðum og viðskiptum, vex þörfin fyrir raunverulegar loftslagsaðgerðir. Við höfum mikil tækifæri til að ná árangri. Reynslan sýnir að þegar við hér á landi höfum haft hugrekki til að horfa lengra og ráðast í djörf skref, hefur það skapað okkur forskot sem enginn efast um í dag. Við erum með forskot í nýtingu auðlinda. Við höfum reynslu af orkuskiptum. Við erum á þröskuldi grænnar iðnbyltingar sem mun skapa ný verðmæt störf. Við höfum byggt upp hugvit og verkvit, til dæmis með sjálfbærri nýtingu jarðvarma, sem hefur nýst um allan heim. Það býr kraftur í íslensku atvinnulífi – fyrirtækjum sem skapa verðmæti, störf og lausnir. Þar eru fjölmörg fyrirtæki sem þegar eru að leiða vagninn í orkuskiptum og grænum lausnum. Þekking og reynsla Íslendinga á sviði endurnýjanlegrar orku er útflutningsvara í sjálfu sér og er í reynd okkar stærsta framlag til loftslagsmála á heimsvísu. Samstarf er lykilatriði í þessari vegferð. Grænvangur hefur sýnt að samtal stjórnvalda og atvinnulífs getur skapað jarðveg fyrir árangur. Það er ekki sjálfgefið að slíkur vettvangur sé til, en hann gerir okkur kleift að brjóta niður múra og byggja brýr milli ólíkra aðila. Framtíðin er björt – ef við höfum hugrekki til að nýta tækifærin. Ísland hefur sögulega sýnt að við getum tekið stór skref. Nú þurfum við að endurtaka leikinn, leggja rækt við samstarf, byggja á styrkleikum okkar og umbreyta háleitum markmiðum í áþreifanlegar aðgerðir. Ef okkur tekst það, verður Ísland ekki aðeins öflugra – heldur fyrirmynd fyrir heiminn. Ársfundur Grænvangs, samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir, verður haldinn í Grósku í dag kl. 14 og stendur öllum opinn. Á fundinum, sem ber yfirskriftina Samstarf til framtíðar – öflugt Ísland, ætlum við að ræða framtíðina í þessum málaflokki; hvernig kraftmikið samstarf stjórnvalda og atvinnulífs getur lagt grunn að samkeppnishæfni til framtíðar, öruggu orkukerfi og markvissum loftslagslausnum. Sigurður er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og formaður stjórnar Grænvangs og Nótt er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Sigurður Hannesson Loftslagsmál Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Á sama tíma og heimurinn glímir við óstöðugleika í alþjóðamálum, orkumörkuðum og viðskiptum, vex þörfin fyrir raunverulegar loftslagsaðgerðir. Við höfum mikil tækifæri til að ná árangri. Reynslan sýnir að þegar við hér á landi höfum haft hugrekki til að horfa lengra og ráðast í djörf skref, hefur það skapað okkur forskot sem enginn efast um í dag. Við erum með forskot í nýtingu auðlinda. Við höfum reynslu af orkuskiptum. Við erum á þröskuldi grænnar iðnbyltingar sem mun skapa ný verðmæt störf. Við höfum byggt upp hugvit og verkvit, til dæmis með sjálfbærri nýtingu jarðvarma, sem hefur nýst um allan heim. Það býr kraftur í íslensku atvinnulífi – fyrirtækjum sem skapa verðmæti, störf og lausnir. Þar eru fjölmörg fyrirtæki sem þegar eru að leiða vagninn í orkuskiptum og grænum lausnum. Þekking og reynsla Íslendinga á sviði endurnýjanlegrar orku er útflutningsvara í sjálfu sér og er í reynd okkar stærsta framlag til loftslagsmála á heimsvísu. Samstarf er lykilatriði í þessari vegferð. Grænvangur hefur sýnt að samtal stjórnvalda og atvinnulífs getur skapað jarðveg fyrir árangur. Það er ekki sjálfgefið að slíkur vettvangur sé til, en hann gerir okkur kleift að brjóta niður múra og byggja brýr milli ólíkra aðila. Framtíðin er björt – ef við höfum hugrekki til að nýta tækifærin. Ísland hefur sögulega sýnt að við getum tekið stór skref. Nú þurfum við að endurtaka leikinn, leggja rækt við samstarf, byggja á styrkleikum okkar og umbreyta háleitum markmiðum í áþreifanlegar aðgerðir. Ef okkur tekst það, verður Ísland ekki aðeins öflugra – heldur fyrirmynd fyrir heiminn. Ársfundur Grænvangs, samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir, verður haldinn í Grósku í dag kl. 14 og stendur öllum opinn. Á fundinum, sem ber yfirskriftina Samstarf til framtíðar – öflugt Ísland, ætlum við að ræða framtíðina í þessum málaflokki; hvernig kraftmikið samstarf stjórnvalda og atvinnulífs getur lagt grunn að samkeppnishæfni til framtíðar, öruggu orkukerfi og markvissum loftslagslausnum. Sigurður er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og formaður stjórnar Grænvangs og Nótt er forstöðumaður Grænvangs.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun