„Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 2. september 2025 14:03 Vilhjálmur og Szymon voru ánægðir með breytingarnar. Vísir/Lýður Valberg Nemendur í Garðaskóla fá að sofa lengur á mánudögum en fyrsta kennslustund mun ekki hefjast fyrr en korter í tíu á mánudögum í vetur. Nemendur eru ánægðir með breytinguna og skólastjórinn segir það verkefni heimilanna að sjá til þess að þessi aukatími nýtist í raun og veru í svefn. Þegar klukkan var langt gengin í tíu á mánudagsmorgun voru nemendur í Garðaskóla að mæta í skólann. Þeir voru hins vegar ekki að mæta of seint því í vetur fá þeir tækifæri til að sofa lengur alla mánudaga. Síðustu árin hefur kennsla í Garðaskóla hafist 8:10 á morgnanna en fyrir komandi skólaár var ákveðið að seinka skólabyrjun til 8:30 fjóra daga vikunnar. Á mánudögum mæta nemendur ekki fyrr en 9:45. „Verkefni sem heimilin þurfa að taka og fylgjast með“ Skólastjórinn segir segir viðbrögð foreldra, starfsfólks og ekki síst nemenda hafa verið jákvæð. „Það sem ég hef heyrt þá hafa þeir tekið þessu mjög vel. Er það ekki draumur hvers vinnandi manns að mæta seinna á mánudögum? Ég myndi halda það,“ sagði Jóhann Skagfjörð skólastjóri Garðaskóla en hann var þá nýkominn af kennarafundi. Kennarar mæta fyrr á mánudögum heldur en nemendur og nýta tímann þar til nemendur mæta í fundahöld. Jóhann Skagfjörð er skólastjóri Garðaskóla.Vísir/Lýður Valberg Jóann segir þá umræðu hafa komið upp hvort þessi aukatími á morgnanna verði í raun til þess að svefn nemenda aukist eða hvort þau muni einfaldlega fara seinna að sofa kvöldið áður. „Auðvitað og það er þá verkefni sem heimilin þurfa að taka og fylgjast með. Síðan er talað um að þessi líkamsklukka unglinga sé aðeins öðruvísi en okkar hinna, sérstaklega sem erum komin á miðjan aldur. Þetta ætti þá að vera aðeins meira í takt við hana.“ Ánægðir með breytingarnar en ekki að vera búin í skóla seinna á daginn Nemendurnir eru ekki í vafa um að aukinn svefn verði til hagsbóta. „Mér finnst þetta mjög þægilegt, þetta er eitthvað nýtt sem ekki hefur verið áður. Þetta er mjög „næs“ að vakna svona seint,“ sagði Szymon Mikolaj Borowski nemandi í skólanum. „Mér líður eins og annarri manneskju, ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur,“ bætti Vilhjálmur Vilhjálmsson við. Þessar stúlkur sögðu það galla við nýtt fyrirkomulag að vera búnar seinna á daginn í skólanum.Vísir/Lýður Valberg Einhverjir nefndu þó að það væri neikvætt að skóla lyki síðar á daginn í staðinn og þá ætla einhverjir að nýta tímann fyrir æfingar. „Við vorum að klára æfingu hérna áðan, það eru æfingar átta eða hálf níu fyrst skólinn byrjar svona snemma,“ sagði Úlfur Brynjar Kristjánsson. Alla fréttina úr Garðaskóla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Skóla- og menntamál Garðabær Svefn Börn og uppeldi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Þegar klukkan var langt gengin í tíu á mánudagsmorgun voru nemendur í Garðaskóla að mæta í skólann. Þeir voru hins vegar ekki að mæta of seint því í vetur fá þeir tækifæri til að sofa lengur alla mánudaga. Síðustu árin hefur kennsla í Garðaskóla hafist 8:10 á morgnanna en fyrir komandi skólaár var ákveðið að seinka skólabyrjun til 8:30 fjóra daga vikunnar. Á mánudögum mæta nemendur ekki fyrr en 9:45. „Verkefni sem heimilin þurfa að taka og fylgjast með“ Skólastjórinn segir segir viðbrögð foreldra, starfsfólks og ekki síst nemenda hafa verið jákvæð. „Það sem ég hef heyrt þá hafa þeir tekið þessu mjög vel. Er það ekki draumur hvers vinnandi manns að mæta seinna á mánudögum? Ég myndi halda það,“ sagði Jóhann Skagfjörð skólastjóri Garðaskóla en hann var þá nýkominn af kennarafundi. Kennarar mæta fyrr á mánudögum heldur en nemendur og nýta tímann þar til nemendur mæta í fundahöld. Jóhann Skagfjörð er skólastjóri Garðaskóla.Vísir/Lýður Valberg Jóann segir þá umræðu hafa komið upp hvort þessi aukatími á morgnanna verði í raun til þess að svefn nemenda aukist eða hvort þau muni einfaldlega fara seinna að sofa kvöldið áður. „Auðvitað og það er þá verkefni sem heimilin þurfa að taka og fylgjast með. Síðan er talað um að þessi líkamsklukka unglinga sé aðeins öðruvísi en okkar hinna, sérstaklega sem erum komin á miðjan aldur. Þetta ætti þá að vera aðeins meira í takt við hana.“ Ánægðir með breytingarnar en ekki að vera búin í skóla seinna á daginn Nemendurnir eru ekki í vafa um að aukinn svefn verði til hagsbóta. „Mér finnst þetta mjög þægilegt, þetta er eitthvað nýtt sem ekki hefur verið áður. Þetta er mjög „næs“ að vakna svona seint,“ sagði Szymon Mikolaj Borowski nemandi í skólanum. „Mér líður eins og annarri manneskju, ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur,“ bætti Vilhjálmur Vilhjálmsson við. Þessar stúlkur sögðu það galla við nýtt fyrirkomulag að vera búnar seinna á daginn í skólanum.Vísir/Lýður Valberg Einhverjir nefndu þó að það væri neikvætt að skóla lyki síðar á daginn í staðinn og þá ætla einhverjir að nýta tímann fyrir æfingar. „Við vorum að klára æfingu hérna áðan, það eru æfingar átta eða hálf níu fyrst skólinn byrjar svona snemma,“ sagði Úlfur Brynjar Kristjánsson. Alla fréttina úr Garðaskóla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Skóla- og menntamál Garðabær Svefn Börn og uppeldi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira