Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir, Sigríður Dóra Magnúsdóttir, Unnur Sverrisdóttir og Vigdís Jónsdóttir skrifa 2. september 2025 09:02 Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi sem tekur gildi 1. september markar tímamót í þjónustu almannatrygginga á Íslandi. Nýtt kerfi byggir á einföldun og aukinni skilvirkni, með það að markmiði að bæta afkomu einstaklinga sem fá greiddan örorku- og endurhæfingarlífeyri. Með nýju kerfi er lögð áhersla á virka þátttöku einstaklinga, heildstæða nálgun í þjónustu og aukinn stuðning. Markmið breytinganna er einföldun og gagnsæi í örorkulífeyriskerfinu, bætt afkoma einstaklinga sem fá greiðslur, minnkun tekjutenginga, auknir hvatar til atvinnuþátttöku og sterkari stuðningur við endurhæfingu auk forvarna gegn ótímabærri örorku. Nýtt greiðslukerfi Í nýju kerfi verður tekið upp nýtt greiðslukerfi og nýir greiðsluflokkar svo sem hlutaörorkulífeyrir sem nemur 82% af fullum örorkulífeyri, virknistyrkur og sjúkra-og endurhæfingargreiðslur, auk örorkulífeyris sem verður með breyttu sniði og verður nú varanlegur. Þá hækka greiðslur í flestum greiðsluflokkum og frítekjumörk eru hærri í hlutaörorkulífeyrir en áður hafa sést. Tryggingastofnun er greiðsluaðili örorkulífeyris, hlutaörorkulífeyris og sjúkra- og endurhæfingargreiðslna og metur umsóknir um örorku, hlutaörorku og endurhæfingargreiðslur. Samþætt sérfræðimat Samþætt sérfræðimat verður innleitt í nýju kerfi en það byggir á alþjóðlegu flokkunarkerfi ICF sem er hannað og viðhaldið af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Matið tekur mið af heildrænni sýn á færni, heilsu og aðstæðum einstaklingsins og er unnið í samvinnu sérfræðinga, endurhæfingaraðila og umsækjandans sjálfs. Samþætta sérfræðimatið verður forsenda fyrir nýjum örorkulífeyri og hlutaörorkulífeyri. Virknistyrkur Virknistyrkur er nýtt úrræði sem veitt er samhliða hlutaörorkulífeyri, er greiddur af Vinnumálastofnun og nemur 18% af fullum örorkulífeyri. Hann er veittur þeim sem eru í virkri atvinnuleit með aðstoð Vinnumálastofnunar og greiðslur geta varað í allt að 24 mánuði. Nútímalegt kerfi Undirbúningur fyrir nýtt kerfi hefur staðið yfir í rúmt ár í góðri samvinnu félags- og húsnæðismálaráðuneytis, Tryggingastofnunar, Vinnumálastofnunar, Virk og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en saman mynda þessir aðilar ásamt félagsþjónustum sveitarfélaga þjónustuheild á landsvísu með nýjum samhæfingarteymum og þjónustugátt. Áhrifin á einstaklinga í nýju kerfi eru margvísleg s.s. einföldun greiðsluflokka, hærri frítekjumörk, samþætt mat, aukinn stuðning og ráðgjöf sem stuðlar að aukinni virkni og betri afkomu. Breytingarnar eru stórt skref í átt að nútímalegra örorku- og endurhæfingarkerfi sem er í takt við samfélagslegar breytingar undanfarinna ára. Áhersla er á virka þátttöku, einstaklingsmiðað mat og aukinn stuðning frá fagaðilum. Markmiðið er að tryggja að hver einstaklingur fái þjónustu við hæfi og tækifæri til að nýta hæfileika sína. Það er okkur mikil ánægja að leggja okkar af mörkum til að þessi umfangsmikla kerfisbreyting muni ganga sem best og skila umbótum til þeirra sem þurfa á þjónustu okkar að halda. Huld Magnúsdóttir, forstjóri TR Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar Vigdís Jónsdóttir, forstjóri VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi sem tekur gildi 1. september markar tímamót í þjónustu almannatrygginga á Íslandi. Nýtt kerfi byggir á einföldun og aukinni skilvirkni, með það að markmiði að bæta afkomu einstaklinga sem fá greiddan örorku- og endurhæfingarlífeyri. Með nýju kerfi er lögð áhersla á virka þátttöku einstaklinga, heildstæða nálgun í þjónustu og aukinn stuðning. Markmið breytinganna er einföldun og gagnsæi í örorkulífeyriskerfinu, bætt afkoma einstaklinga sem fá greiðslur, minnkun tekjutenginga, auknir hvatar til atvinnuþátttöku og sterkari stuðningur við endurhæfingu auk forvarna gegn ótímabærri örorku. Nýtt greiðslukerfi Í nýju kerfi verður tekið upp nýtt greiðslukerfi og nýir greiðsluflokkar svo sem hlutaörorkulífeyrir sem nemur 82% af fullum örorkulífeyri, virknistyrkur og sjúkra-og endurhæfingargreiðslur, auk örorkulífeyris sem verður með breyttu sniði og verður nú varanlegur. Þá hækka greiðslur í flestum greiðsluflokkum og frítekjumörk eru hærri í hlutaörorkulífeyrir en áður hafa sést. Tryggingastofnun er greiðsluaðili örorkulífeyris, hlutaörorkulífeyris og sjúkra- og endurhæfingargreiðslna og metur umsóknir um örorku, hlutaörorku og endurhæfingargreiðslur. Samþætt sérfræðimat Samþætt sérfræðimat verður innleitt í nýju kerfi en það byggir á alþjóðlegu flokkunarkerfi ICF sem er hannað og viðhaldið af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Matið tekur mið af heildrænni sýn á færni, heilsu og aðstæðum einstaklingsins og er unnið í samvinnu sérfræðinga, endurhæfingaraðila og umsækjandans sjálfs. Samþætta sérfræðimatið verður forsenda fyrir nýjum örorkulífeyri og hlutaörorkulífeyri. Virknistyrkur Virknistyrkur er nýtt úrræði sem veitt er samhliða hlutaörorkulífeyri, er greiddur af Vinnumálastofnun og nemur 18% af fullum örorkulífeyri. Hann er veittur þeim sem eru í virkri atvinnuleit með aðstoð Vinnumálastofnunar og greiðslur geta varað í allt að 24 mánuði. Nútímalegt kerfi Undirbúningur fyrir nýtt kerfi hefur staðið yfir í rúmt ár í góðri samvinnu félags- og húsnæðismálaráðuneytis, Tryggingastofnunar, Vinnumálastofnunar, Virk og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en saman mynda þessir aðilar ásamt félagsþjónustum sveitarfélaga þjónustuheild á landsvísu með nýjum samhæfingarteymum og þjónustugátt. Áhrifin á einstaklinga í nýju kerfi eru margvísleg s.s. einföldun greiðsluflokka, hærri frítekjumörk, samþætt mat, aukinn stuðning og ráðgjöf sem stuðlar að aukinni virkni og betri afkomu. Breytingarnar eru stórt skref í átt að nútímalegra örorku- og endurhæfingarkerfi sem er í takt við samfélagslegar breytingar undanfarinna ára. Áhersla er á virka þátttöku, einstaklingsmiðað mat og aukinn stuðning frá fagaðilum. Markmiðið er að tryggja að hver einstaklingur fái þjónustu við hæfi og tækifæri til að nýta hæfileika sína. Það er okkur mikil ánægja að leggja okkar af mörkum til að þessi umfangsmikla kerfisbreyting muni ganga sem best og skila umbótum til þeirra sem þurfa á þjónustu okkar að halda. Huld Magnúsdóttir, forstjóri TR Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar Vigdís Jónsdóttir, forstjóri VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun