Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Íþróttadeild Sýnar skrifar 1. september 2025 08:35 Alexander Isak verður í dag dýrasti leikmaður í sögu enska boltans ef að líkum lætur. Getty/Charlotte Wilson Sjaldan verið eins margt spennandi í gangi á lokadegi félagaskiptagluggans á Englandi. Enn er óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn en glugganum hefur verið lokað. Liverpool er að landa Alexander Isak frá Newcastle sem þar með verður dýrasti leikmaður í sögu enska boltans. Það á þó enn eftir að tilkynna þau vistaskipti. Hvað Marc Guéhi varðar þá er að sama skapi óvíst hvort miðvörðurinn verði leikmaður Englandsmeistaranna eða verði áfram hjá Crystal Palace. Manchester City á eftir að staðfesta kaupin á markverðinum Gianluigi Donnarumma og er talið næsta öruggt að það gerist hvað á hverju. Hann er þó sem stendur enn leikmaður Evrópumeistara París Saint-Germain. Franska stórliðið hefur hins vegar selt miðjumanninn Carlos Soler til Real Sociedad. Skrifar hann undir samning til ársins 2029. Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson leiðir línuna hjá Sociedad. 🆕 @carlos10soler, nuevo jugador txuri urdin. Benvingut, Carlos!— Real Sociedad Fútbol (@RealSociedad) September 1, 2025 Það hefur þó fjöldinn allur af félagaskiptum átt sér stað í dag. Það var nóg að gera á skrifstofu Manchester United. Markvörðurinn Senne Lammens er mættur til að leysa markmannsvandræði félagsins. Um er að ræða 23 ára gamlan Belga sem hefur aðeins spilað í heimalandinu til þessa. Danski framherjinn Rasmus Höjlund er farinn á láni til Ítalíumeistara Napoli. Hann á að fylla skarð Romelu Lukaku sem er að glíma við meiðsli. Real Betis hefur þá fest kaup Antony. Antony has moved to Real Betis in a permanent transfer. We thank Antony for his efforts during his time as a Red and wish him the best of luck for the future 🤝— Manchester United (@ManUtd) September 1, 2025 Brasilíski vængmaðurinn stóð sig frábærlega á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð en um tíma virtist sem vistaskiptin myndu ekki ganga upp. Á endanum náðist að semja um kaup og kjör. Martraðardvöl Antony í Manchester er því lokið. Ungi bakvörðurinn Harry Amass hefur þá gengið í raðir B-deildarliðsins Sheffield Wednesday á láni. Victor Lindelöf, fyrrverandi miðvörður Man United, samdi í dag við Aston Villa. Fyrrverandi samherji hans, Jadon Sancho, er svo á leið til Villa á láni. Sömu sögu er að segja af Harvey Elliott, leikmanni Liverpool. Önnur félagaskipti Fulham seldi Martial Godo til Strasbourg og keypti Kevin frá Shakhtar Donetsk, vængmann frá Brasilíu, fyrir 5,8 milljarða íslenskra króna. Samuel Chukwueze er svo að koma á láni frá AC Milan. Úlfarnir keyptu Tolu Arokodare frá Genk í Belgíu fyrir nærri fjóra milljarða íslenskra króna. Brighton & Hove Albion lánaði Facundo Buonanotte til Chelsea og Jeremy Sarmiento til Cremonese. Ben Chilwell hefur loks yfirgefið Chelsea. Hann gengur til liðs við Strasbourg sem er undir sama eignarhaldi og Chelsea. Raheem Sterling og Axel Disasi eru hins vegar enn leikmenn Chelsea eftir að hafa verið orðaðir frá félaginu í allt sumar. Bournemouth hefur fengið Álex Jiménez á láni frá AC Milan. Táningurinn Veljko Milosavljević var svo keyptur frá Rauðu stjörnunni. Sambi Lokonga hefur yfirgefið Arsenal. Hann samdi við Hamburg sem leikur í efstu deild Þýskalands. Darko Churlinov er genginn í raðir Burnley líkt og Florentino Luis. Hinn franski Odsonne Edouard hefur yfirgefið Crystal Palace fyrir Lens í heimalandinu. Miðvörðurinn Jaydee Canvot er genginn í raðir félagsins frá Toulouse í Frakklandi. Hér að neðan má sjá beina textalýsingu Vísis frá því helsta sem gerðist í dag.
Liverpool er að landa Alexander Isak frá Newcastle sem þar með verður dýrasti leikmaður í sögu enska boltans. Það á þó enn eftir að tilkynna þau vistaskipti. Hvað Marc Guéhi varðar þá er að sama skapi óvíst hvort miðvörðurinn verði leikmaður Englandsmeistaranna eða verði áfram hjá Crystal Palace. Manchester City á eftir að staðfesta kaupin á markverðinum Gianluigi Donnarumma og er talið næsta öruggt að það gerist hvað á hverju. Hann er þó sem stendur enn leikmaður Evrópumeistara París Saint-Germain. Franska stórliðið hefur hins vegar selt miðjumanninn Carlos Soler til Real Sociedad. Skrifar hann undir samning til ársins 2029. Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson leiðir línuna hjá Sociedad. 🆕 @carlos10soler, nuevo jugador txuri urdin. Benvingut, Carlos!— Real Sociedad Fútbol (@RealSociedad) September 1, 2025 Það hefur þó fjöldinn allur af félagaskiptum átt sér stað í dag. Það var nóg að gera á skrifstofu Manchester United. Markvörðurinn Senne Lammens er mættur til að leysa markmannsvandræði félagsins. Um er að ræða 23 ára gamlan Belga sem hefur aðeins spilað í heimalandinu til þessa. Danski framherjinn Rasmus Höjlund er farinn á láni til Ítalíumeistara Napoli. Hann á að fylla skarð Romelu Lukaku sem er að glíma við meiðsli. Real Betis hefur þá fest kaup Antony. Antony has moved to Real Betis in a permanent transfer. We thank Antony for his efforts during his time as a Red and wish him the best of luck for the future 🤝— Manchester United (@ManUtd) September 1, 2025 Brasilíski vængmaðurinn stóð sig frábærlega á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð en um tíma virtist sem vistaskiptin myndu ekki ganga upp. Á endanum náðist að semja um kaup og kjör. Martraðardvöl Antony í Manchester er því lokið. Ungi bakvörðurinn Harry Amass hefur þá gengið í raðir B-deildarliðsins Sheffield Wednesday á láni. Victor Lindelöf, fyrrverandi miðvörður Man United, samdi í dag við Aston Villa. Fyrrverandi samherji hans, Jadon Sancho, er svo á leið til Villa á láni. Sömu sögu er að segja af Harvey Elliott, leikmanni Liverpool. Önnur félagaskipti Fulham seldi Martial Godo til Strasbourg og keypti Kevin frá Shakhtar Donetsk, vængmann frá Brasilíu, fyrir 5,8 milljarða íslenskra króna. Samuel Chukwueze er svo að koma á láni frá AC Milan. Úlfarnir keyptu Tolu Arokodare frá Genk í Belgíu fyrir nærri fjóra milljarða íslenskra króna. Brighton & Hove Albion lánaði Facundo Buonanotte til Chelsea og Jeremy Sarmiento til Cremonese. Ben Chilwell hefur loks yfirgefið Chelsea. Hann gengur til liðs við Strasbourg sem er undir sama eignarhaldi og Chelsea. Raheem Sterling og Axel Disasi eru hins vegar enn leikmenn Chelsea eftir að hafa verið orðaðir frá félaginu í allt sumar. Bournemouth hefur fengið Álex Jiménez á láni frá AC Milan. Táningurinn Veljko Milosavljević var svo keyptur frá Rauðu stjörnunni. Sambi Lokonga hefur yfirgefið Arsenal. Hann samdi við Hamburg sem leikur í efstu deild Þýskalands. Darko Churlinov er genginn í raðir Burnley líkt og Florentino Luis. Hinn franski Odsonne Edouard hefur yfirgefið Crystal Palace fyrir Lens í heimalandinu. Miðvörðurinn Jaydee Canvot er genginn í raðir félagsins frá Toulouse í Frakklandi. Hér að neðan má sjá beina textalýsingu Vísis frá því helsta sem gerðist í dag.
Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Sjá meira