Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2025 11:00 Richarlison skoraði tvö mörk gegn Burnley í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Eftir það fóru eflaust fleiri Fantasy-spilarar að renna hýru auga til hans. epa/NEIL HALL Strákarnir í Fantasýn, hlaðvarpi Sýnar um Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar, fóru yfir stöðu mála og möguleikana fyrir 3. umferðina í síðasta þætti. Fantasýn er hlaðvarp í umsjón þeirra Alberts Þórs Guðmundssonar og Sindra Kamban sem kemur út eftir hverja umferð í ensku úrvalsdeildinni. Í síðasta þætti fóru strákarnir yfir ýmsa kosti sem eru í stöðunni fyrir 3. umferðina sem hefst á laugardaginn. Þeir veltu því meðal annars fyrir sér hvort það væri fýsilegt að vera með Richarlison, framherja Tottenham, í liðinu sínu. Spurs hefur farið vel af stað á tímabilinu og unnið báða leiki sína í ensku úrvalsdeildinni án þess að fá á sig mark. Richarlison hefur byrjað báða leikina og skoraði tvívegis í 3-0 sigri á nýliðum Burnley í 1. umferðinni. Þrátt fyrir það er Albert efins um að Richarlison sé góður kostur í Fantasy. „Richarlison, ég myndi vara við honum. Hann er að byrja vel en nú er búið að velja brasilíska landsliðið og hann er að fara í landsleikjahlé eftir næsta leik. Og það er oft snúið þegar menn eru að koma úr þeim hléum,“ sagði Albert. „Þessir Suður-Ameríkumenn fá oftar en ekki takmarkaðar mínútur í fyrsta leik eftir landsleikjahlé og hann er með ansi góðan varamann sem er bara að bíða eftir að fá mínútur fyrir hann og það þarf að koma [Dominic] Solanke einhvern veginn inn. Það kæmi mér ekkert á óvart að Richarlison byrji næsta leik en ég held að Solanke verði í byrjunarliðinu í næsta leik eftir landsleikjahlé.“ Spurs á nokkuð hagstæða leiki framundan og Albert hvetur Fantasy-spilara frekar til að horfa til Brennans Johnson og Mohammed Kudus þótt hann sé líklegri til að skila stoðsendingum en mörkum. Albert nefndi einnig Pedro Porro og Pape Sarr sem mögulega kosti úr liði Tottenham. Næsti leikur Tottenham er gegn Bournemouth á heimavelli á laugardaginn. Í fyrsta leik eftir landsleikjahléið mætir Tottenham svo West Ham United á útivelli, 13. september. Hlusta má á Fantasýn í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Fantasýn Tengdar fréttir Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Strákarnir í Fantasýn gefa íslenskum Fantasy spilurum góð ráð fyrir komandi umferð í nýjasta þætti sínum og eitt stærsta spurningamerkið er í kringum framtíð stjórstjörnu Liverpool í Fantasy leiknum. 28. ágúst 2025 07:01 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira
Fantasýn er hlaðvarp í umsjón þeirra Alberts Þórs Guðmundssonar og Sindra Kamban sem kemur út eftir hverja umferð í ensku úrvalsdeildinni. Í síðasta þætti fóru strákarnir yfir ýmsa kosti sem eru í stöðunni fyrir 3. umferðina sem hefst á laugardaginn. Þeir veltu því meðal annars fyrir sér hvort það væri fýsilegt að vera með Richarlison, framherja Tottenham, í liðinu sínu. Spurs hefur farið vel af stað á tímabilinu og unnið báða leiki sína í ensku úrvalsdeildinni án þess að fá á sig mark. Richarlison hefur byrjað báða leikina og skoraði tvívegis í 3-0 sigri á nýliðum Burnley í 1. umferðinni. Þrátt fyrir það er Albert efins um að Richarlison sé góður kostur í Fantasy. „Richarlison, ég myndi vara við honum. Hann er að byrja vel en nú er búið að velja brasilíska landsliðið og hann er að fara í landsleikjahlé eftir næsta leik. Og það er oft snúið þegar menn eru að koma úr þeim hléum,“ sagði Albert. „Þessir Suður-Ameríkumenn fá oftar en ekki takmarkaðar mínútur í fyrsta leik eftir landsleikjahlé og hann er með ansi góðan varamann sem er bara að bíða eftir að fá mínútur fyrir hann og það þarf að koma [Dominic] Solanke einhvern veginn inn. Það kæmi mér ekkert á óvart að Richarlison byrji næsta leik en ég held að Solanke verði í byrjunarliðinu í næsta leik eftir landsleikjahlé.“ Spurs á nokkuð hagstæða leiki framundan og Albert hvetur Fantasy-spilara frekar til að horfa til Brennans Johnson og Mohammed Kudus þótt hann sé líklegri til að skila stoðsendingum en mörkum. Albert nefndi einnig Pedro Porro og Pape Sarr sem mögulega kosti úr liði Tottenham. Næsti leikur Tottenham er gegn Bournemouth á heimavelli á laugardaginn. Í fyrsta leik eftir landsleikjahléið mætir Tottenham svo West Ham United á útivelli, 13. september. Hlusta má á Fantasýn í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Fantasýn Tengdar fréttir Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Strákarnir í Fantasýn gefa íslenskum Fantasy spilurum góð ráð fyrir komandi umferð í nýjasta þætti sínum og eitt stærsta spurningamerkið er í kringum framtíð stjórstjörnu Liverpool í Fantasy leiknum. 28. ágúst 2025 07:01 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira
Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Strákarnir í Fantasýn gefa íslenskum Fantasy spilurum góð ráð fyrir komandi umferð í nýjasta þætti sínum og eitt stærsta spurningamerkið er í kringum framtíð stjórstjörnu Liverpool í Fantasy leiknum. 28. ágúst 2025 07:01