Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar 1. september 2025 07:46 Ég fékk nýlega þær þungbæru fréttir að Bríet Irma, ung kona sem ég þekkti, hefði tekið eigið líf. Ég setti stuttan minningarstatus. Svo fór að rigna inn sögum. Fjörutíu og ein ítarleg frásögn um bið og loknar dyr. Yfir hundrað skilaboð frá fólki sem þorir ekki að leita sér hjálpar af ótta við fordóma hjá sama kerfi og það þarf á að halda. Ég taldi mig þekkja vandann. Ég er samt í sjokki. Þetta snýst ekki um tölur. Þetta snýst um fólk með drauma og fjölskyldur. Foreldra sem halda heimili saman. Ungmenni sem leita leiðar. Aðstandendur sem standa vaktina og brenna út. Á bak við hverja línu í töflu er manneskja með nafn. Nú spyr ég ykkur sem manneskjur áður en þið eruð ráðherrar, stjórnendur eða sérfræðingar. Finnst ykkur þetta í lagi. Fordómar kosta líf og traust Fólk skrifar mér að það þori ekki að biðja um hjálp. Ótti við stimpil. Ótti við að verða merkt sem vandamál. Á meðan bíður lífið. Finnst ykkur þetta í lagi. Fjárfesting sem sparar Snemmtæk þjónusta sparar líf og sparar fé. Færri bráðar innlagnir. Minni tími á bráðamóttöku. Færri útköll. Færri fangelsisdaga. Minna framleiðnitap. Minni byrði á aðstandendum. Þetta er ekki slagorð heldur skynsemi. Finnst ykkur í lagi að bíða eftir skaðanum í stað þess að grípa inn fyrr. Fimm svör sem ég óska eftir Hver er raunbið í dag eftir fyrstu þjónustu hjá heilsugæslu og sérhæfðri geðþjónustu og hvernig er hún mæld Hvað tekur langan tíma að komast í greiningu og fyrstu meðferð ef viðkomandi hefur engin fjárráð og hvar er lifandi leið inn Hver ber framkvæmdarábyrgð á því að stytta bráða bið næstu þrjátíu daga hjá börnum og fullorðnum með nafni og símanúmeri Hvaða þrjár aðgerðir fara í gang strax í dag til að koma í veg fyrir endurteknar bráðakomur án eftirfylgdar Hvenær og hvernig birtist regluleg, opinber uppfærsla á biðtíma, úrræðum og árangri á einum stað sem allir skilja Ef kerfið er í lagi má svara þessu strax. Ef kerfið er ekki í lagi þarf að segja það hreint út og laga það núna. Hvað þarf að gerast strax í dag Opna samfellda bráða leið í þjónustu sem virkar utan skrifstofutíma Tryggja tímabundna fagþjónustu án greiðslu fyrir fólk með litla eða enga greiðslugetu Setja stutt, markviss stuðningsviðtöl með skýrri eftirfylgd í heilsugæslu Bjóða skjót ráðgjafasamtöl fyrir aðstandendur með skýra leið inn í kerfið Virkja samstarf við félagasamtök sem geta mætt fólki strax Ég skrifa sem manneskja með ADHD og reynslu af kerfinu. Ég fékk greiningu seint og greiddi sjálfur fyrir mat. Ég á fólk sem styður mig. Ekki allir hafa þann stuðning. Þess vegna þarf þjónusta sem tekur á móti án stimplunar. Ég er að stofna Strax í dag. Grasrót sem krefst virkrar þjónustu, gagnsæis og samráðs. Ég auglýsi kynningarfund fljótlega. En aðalatriðið er að fá svör og sjá aðgerðir. Til ykkar sem haldið um stjórnvölinn. Tölum saman. Sýnum hugrekki. Setjum fólkið á undan ferlinu. Finnst ykkur þetta í lagi eins og staðan er í dag. Til þeirra sem eiga erfitt. Píeta er í síma 552 2218 og á vefnum pieta punktur is. Neyðarlínan er opin allan sólarhringinn alla daga. Það er í lagi að leita hjálpar. Það er styrkur. Þú ert ekki ein eða einn. Ég gefst ekki upp. Við getum lagað þetta. En það þarf svör, samkennd og aðgerðir sem byrja strax í dag. Höfundur er með ADHD og PTSD, og er viðurkenndur markþjálfi og stofnandi “STRAX Í DAG”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ég fékk nýlega þær þungbæru fréttir að Bríet Irma, ung kona sem ég þekkti, hefði tekið eigið líf. Ég setti stuttan minningarstatus. Svo fór að rigna inn sögum. Fjörutíu og ein ítarleg frásögn um bið og loknar dyr. Yfir hundrað skilaboð frá fólki sem þorir ekki að leita sér hjálpar af ótta við fordóma hjá sama kerfi og það þarf á að halda. Ég taldi mig þekkja vandann. Ég er samt í sjokki. Þetta snýst ekki um tölur. Þetta snýst um fólk með drauma og fjölskyldur. Foreldra sem halda heimili saman. Ungmenni sem leita leiðar. Aðstandendur sem standa vaktina og brenna út. Á bak við hverja línu í töflu er manneskja með nafn. Nú spyr ég ykkur sem manneskjur áður en þið eruð ráðherrar, stjórnendur eða sérfræðingar. Finnst ykkur þetta í lagi. Fordómar kosta líf og traust Fólk skrifar mér að það þori ekki að biðja um hjálp. Ótti við stimpil. Ótti við að verða merkt sem vandamál. Á meðan bíður lífið. Finnst ykkur þetta í lagi. Fjárfesting sem sparar Snemmtæk þjónusta sparar líf og sparar fé. Færri bráðar innlagnir. Minni tími á bráðamóttöku. Færri útköll. Færri fangelsisdaga. Minna framleiðnitap. Minni byrði á aðstandendum. Þetta er ekki slagorð heldur skynsemi. Finnst ykkur í lagi að bíða eftir skaðanum í stað þess að grípa inn fyrr. Fimm svör sem ég óska eftir Hver er raunbið í dag eftir fyrstu þjónustu hjá heilsugæslu og sérhæfðri geðþjónustu og hvernig er hún mæld Hvað tekur langan tíma að komast í greiningu og fyrstu meðferð ef viðkomandi hefur engin fjárráð og hvar er lifandi leið inn Hver ber framkvæmdarábyrgð á því að stytta bráða bið næstu þrjátíu daga hjá börnum og fullorðnum með nafni og símanúmeri Hvaða þrjár aðgerðir fara í gang strax í dag til að koma í veg fyrir endurteknar bráðakomur án eftirfylgdar Hvenær og hvernig birtist regluleg, opinber uppfærsla á biðtíma, úrræðum og árangri á einum stað sem allir skilja Ef kerfið er í lagi má svara þessu strax. Ef kerfið er ekki í lagi þarf að segja það hreint út og laga það núna. Hvað þarf að gerast strax í dag Opna samfellda bráða leið í þjónustu sem virkar utan skrifstofutíma Tryggja tímabundna fagþjónustu án greiðslu fyrir fólk með litla eða enga greiðslugetu Setja stutt, markviss stuðningsviðtöl með skýrri eftirfylgd í heilsugæslu Bjóða skjót ráðgjafasamtöl fyrir aðstandendur með skýra leið inn í kerfið Virkja samstarf við félagasamtök sem geta mætt fólki strax Ég skrifa sem manneskja með ADHD og reynslu af kerfinu. Ég fékk greiningu seint og greiddi sjálfur fyrir mat. Ég á fólk sem styður mig. Ekki allir hafa þann stuðning. Þess vegna þarf þjónusta sem tekur á móti án stimplunar. Ég er að stofna Strax í dag. Grasrót sem krefst virkrar þjónustu, gagnsæis og samráðs. Ég auglýsi kynningarfund fljótlega. En aðalatriðið er að fá svör og sjá aðgerðir. Til ykkar sem haldið um stjórnvölinn. Tölum saman. Sýnum hugrekki. Setjum fólkið á undan ferlinu. Finnst ykkur þetta í lagi eins og staðan er í dag. Til þeirra sem eiga erfitt. Píeta er í síma 552 2218 og á vefnum pieta punktur is. Neyðarlínan er opin allan sólarhringinn alla daga. Það er í lagi að leita hjálpar. Það er styrkur. Þú ert ekki ein eða einn. Ég gefst ekki upp. Við getum lagað þetta. En það þarf svör, samkennd og aðgerðir sem byrja strax í dag. Höfundur er með ADHD og PTSD, og er viðurkenndur markþjálfi og stofnandi “STRAX Í DAG”.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun